Lífið

Ísland í stiklu nýrra Halo þátta

Samúel Karl Ólason skrifar
Skjáskot
Ísland spilar stórt hlutverk í stiklu fyrir þættina Halo: Nightfall sem framleiddir eru af Ridley Scott. Þættirnir eru byggðir á sögunni úr Halo leikjunum sem framleiddir eru af Microsoft.

Þættirnir munu snúa að hermanninnum Jameson Locke og baráttu hans til að bjarga mannkyninu.

Síðustu ár hefur fjöldinn allur af þáttum og bíómyndum verið tekin upp að hluta til hér á landi. Má þar nefna Noah, Oblivion, Game of Thrones, Transformers: Age of extinction, Star Wars og Prometheus.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.