Innlent

Útifundur hafinn á Lækjartorgi

Randver Kári Randversson skrifar
Frá Lækjartorgi nú fyrir stundu.
Frá Lækjartorgi nú fyrir stundu. Vísir/Haukur Viðar
Útifundur félagsins Ísland-Palestína hófst nú klukkan 17 á Lækjartorgi, þar sem aðgerðum Ísraelshers á Gaza-svæðinu undanfarið er mótmælt. Um 1700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og hefur hópur fólks safnast saman fyrir framan hús Héraðsdóms Reykjavíkur.

Fundurinn ber yfirskriftina Stöðvum blóðbaðið á Gaza og er þess krafist að íbúar Gaza og herteknu svæðanna hljóti alþjóðlega  vernd, og að hernámi á Gaza-svæðinu ljúki.

Þá munu KK og Ellen flytja nokkur lög og Arna Ösp Magnúsdóttir mun flytja ávarp. Fundarstjóri er Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Íslands-Palestínu. 

Vísir/Arnþór
Vísir/Arnþór



Fleiri fréttir

Sjá meira


×