Mónakó og Atlético vilja fá samherja Alfreðs Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2014 16:00 Á leið burt úr Baskalandi? vísir/getty Það virðist standa tæpt að franski vængmaðurinn AntoineGriezmann spili með AlfreðFinnbogasyni og félögum í Real Sociedad á næstu leiktíð, en hann er eftirsóttur af stærri liðum. Spánarmeistarar Atlético Madrid og hið moldríska franska félag Mónakó hafa mikinn áhuga á að fá landsliðsmanninn í sínar raðir, samkvæmt frétt knattspyrnuvefsins Goal.com. Griezmann var í byrjunarliði Frakka í þremur leikjum af fimm á HM í fótbolta sem lauk í Brasilíu á sunnudaginn, en Arsenal og fleiri ensk úrvalsdeildarlið hafa einnig sýnt honum áhuga. Riftunarverð er í samningi Frakkans hjá Sociedad sem hljóðar upp á 30 milljónir evra og er hann því falur fyrir það verð. Atlético er sagt vilja komast hjá því að borga svo mikið fyrir leikmanninn en slík upphæð truflar Mónakó lítið enda í eigu milljarðamærings frá Rússlandi. Þá verður Mónakó eflaust með eitthvað lausafé á milli handanna síðar í sumar því fastlega er búist við að Real Madrid kaupi af liðinu annanhvorn Kólumbíumanninn JamesRodríguez eða RadamelFalcao. Kannski báða. Atlético Madríd, sem vann spænsku 1. deildina í fyrsta skipti í 18 ár á síðustu leiktíð, þarf á leikmönnum að halda því það er búið að missa DiegoCosta, ThibautCortois og FelipeLuís til Chelsea í sumar. Þá er búist við því að fleiri leikmenn yfirgefi liðið sem var aðeins hársbreidd frá því að vinna Meistaradeildina í vor. Griezmann gekk í raðir Sociedad aðeins 14 ára gamall og kom upp í gegnum unglingastarf félagsins. Hann hefur verið fastamaður í liðinu í fimm ár og skorað 46 mörk í 179 deildarleikjum. Hann er 23 ára gamall. Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Það virðist standa tæpt að franski vængmaðurinn AntoineGriezmann spili með AlfreðFinnbogasyni og félögum í Real Sociedad á næstu leiktíð, en hann er eftirsóttur af stærri liðum. Spánarmeistarar Atlético Madrid og hið moldríska franska félag Mónakó hafa mikinn áhuga á að fá landsliðsmanninn í sínar raðir, samkvæmt frétt knattspyrnuvefsins Goal.com. Griezmann var í byrjunarliði Frakka í þremur leikjum af fimm á HM í fótbolta sem lauk í Brasilíu á sunnudaginn, en Arsenal og fleiri ensk úrvalsdeildarlið hafa einnig sýnt honum áhuga. Riftunarverð er í samningi Frakkans hjá Sociedad sem hljóðar upp á 30 milljónir evra og er hann því falur fyrir það verð. Atlético er sagt vilja komast hjá því að borga svo mikið fyrir leikmanninn en slík upphæð truflar Mónakó lítið enda í eigu milljarðamærings frá Rússlandi. Þá verður Mónakó eflaust með eitthvað lausafé á milli handanna síðar í sumar því fastlega er búist við að Real Madrid kaupi af liðinu annanhvorn Kólumbíumanninn JamesRodríguez eða RadamelFalcao. Kannski báða. Atlético Madríd, sem vann spænsku 1. deildina í fyrsta skipti í 18 ár á síðustu leiktíð, þarf á leikmönnum að halda því það er búið að missa DiegoCosta, ThibautCortois og FelipeLuís til Chelsea í sumar. Þá er búist við því að fleiri leikmenn yfirgefi liðið sem var aðeins hársbreidd frá því að vinna Meistaradeildina í vor. Griezmann gekk í raðir Sociedad aðeins 14 ára gamall og kom upp í gegnum unglingastarf félagsins. Hann hefur verið fastamaður í liðinu í fimm ár og skorað 46 mörk í 179 deildarleikjum. Hann er 23 ára gamall.
Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira