Tiger Woods er bjartsýnn fyrir Opna breska meistaramótið 16. júlí 2014 22:00 Augu margra verða á Woods um helgina. AP/Getty Tiger Woods hefur misst af síðustu tveimur risamótum í golfi vegna skurðaðgerðar á baki en hann er meðal þátttakenda á Opna breska meistaramótinu sem hefst á morgun. Woods segir að hann sé að nálgast sitt besta líkamlega form eftir erfiða mánuði að undanförnu þar sem hann hefur dottið niður í 7. sæti á heimslistanum. „Ég finn að með hverri vikunni sem líður þá verð ég sterkari og fæ meiri hraða í sveifluna. Ég myndi ekki segja að ég væri kominn í mitt besta form en ég er mjög nálægt því.“ Þá segir Woods að honum hlakki til að takast á við Royal Liverpool völlinn þar sem hann sigraði á Opna breska síðast þegar að mótið fór þar fram. „Ég er mjög rólegur hérna, það er lítið sem truflar mig og mér líður vel í skrokknum. Þetta er alvöru strandavöllur og það er allaf áhugavert að takast á við þá.“ Þrátt fyrir að hafa aðeins tekið þátt í einu móti á PGA-mótaröðinni síðan að hann kom til baka úr meiðslum, þar sem hann náði ekki einu sinni niðurskurðinum, virðist Woods ekkert slá af kröfunum. Spurður á fréttamannafundi í gær út í væntingar sínar fyrir mótið var svarið stutt og laggott. „Að vinna.“ Allir fjórir hringirnir á Opna breska meistaramótinu verða sýndir í heild í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring í fyrramálið klukkan 08:00. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods hefur misst af síðustu tveimur risamótum í golfi vegna skurðaðgerðar á baki en hann er meðal þátttakenda á Opna breska meistaramótinu sem hefst á morgun. Woods segir að hann sé að nálgast sitt besta líkamlega form eftir erfiða mánuði að undanförnu þar sem hann hefur dottið niður í 7. sæti á heimslistanum. „Ég finn að með hverri vikunni sem líður þá verð ég sterkari og fæ meiri hraða í sveifluna. Ég myndi ekki segja að ég væri kominn í mitt besta form en ég er mjög nálægt því.“ Þá segir Woods að honum hlakki til að takast á við Royal Liverpool völlinn þar sem hann sigraði á Opna breska síðast þegar að mótið fór þar fram. „Ég er mjög rólegur hérna, það er lítið sem truflar mig og mér líður vel í skrokknum. Þetta er alvöru strandavöllur og það er allaf áhugavert að takast á við þá.“ Þrátt fyrir að hafa aðeins tekið þátt í einu móti á PGA-mótaröðinni síðan að hann kom til baka úr meiðslum, þar sem hann náði ekki einu sinni niðurskurðinum, virðist Woods ekkert slá af kröfunum. Spurður á fréttamannafundi í gær út í væntingar sínar fyrir mótið var svarið stutt og laggott. „Að vinna.“ Allir fjórir hringirnir á Opna breska meistaramótinu verða sýndir í heild í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring í fyrramálið klukkan 08:00.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira