Frammistaða Íslands verst allra Atli Ísleifsson skrifar 17. júlí 2014 11:53 Ísland var með með langmesta innleiðingarhallann af öllum EES-ríkjunum 31. Vísir/Gunnar Ísland er enn með langverstu frammistöðu allra EES-ríkjanna varðandi innleiðingu EES-tilskipana og reglugerða. Í nýju frammistöðumati Eftirlitsstofunar EFTA (ESA) segir að innleiðingarhalli tilskipana, sem sýni hlutfall tilskipana sem ekki hafa verið innleiddar eða ESA hefur ekki verið tilkynnt um innleiðingu á innan réttra tímamarka, hafi verið 3,1 prósent í tilviki Íslands. Í síðasta frammistöðumati mældist hlutfallið 3,2 prósent, en stofnunin gefur út frammistöðumat tvisvar á ári. Í bæði skiptin var Ísland með langmesta innleiðingarhallann af öllum EES-ríkjunum 31, það er 28 aðildarríkjum ESB, auk Íslands, Noregs og Liechtenstein. Innleiðingarhalli Noregs mælist 1,9 prósent. Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA, segir að því miður birtist þau tíðindi enn og aftur að Ísland og Noregur standa sig verst allra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu. „Það er til þess fallið að grafa undan því jafnræði sem innri markaðurinn byggist á. Það er óviðunandi ef löggjöf á svæðinu er ekki samstæð og ESA hlýtur að leita leiða til að tryggja að EFTA-ríkin virði skuldbindingar sínar.” Innleiðingarhalli EFTA-ríkjanna þriggja er nú 1,9 prósent að meðaltali og er það örlítil framför frá síðasta frammistöðumati þegar innleiðingarhallinn var tvö prósent, að því er segir í fréttatilkynningu frá ESA. „Til samanburðar er innleiðingarhallinn að meðaltali 0,7% í ríkjum ESB. Aðeins fimm ESB ríki voru með innleiðingarhalla umfram 1% viðmiðið og ekkert ESB ríki var með innleiðingarhallayfir 1,5%“. Í frammistöðumatinu kemur einnig fram hversu mörg samningsbrotamál gegn EFTA-ríkjunum eru til meðferðar hjá ESA, sem stafa af því að tilskipanir og reglugerðir eru ekki innleiddar innan tímamarka. Samningsbrotamál af þeim toga eru nú 177 talsins. „ESA hefur einnig vísað fjölda mála til EFTA-dómstólsins þar sem Ísland og Noregur hafa vanefnt að innleiða EES-gerðir í landsrétt,“ segir í fréttatilkynningunni. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ísland er enn með langverstu frammistöðu allra EES-ríkjanna varðandi innleiðingu EES-tilskipana og reglugerða. Í nýju frammistöðumati Eftirlitsstofunar EFTA (ESA) segir að innleiðingarhalli tilskipana, sem sýni hlutfall tilskipana sem ekki hafa verið innleiddar eða ESA hefur ekki verið tilkynnt um innleiðingu á innan réttra tímamarka, hafi verið 3,1 prósent í tilviki Íslands. Í síðasta frammistöðumati mældist hlutfallið 3,2 prósent, en stofnunin gefur út frammistöðumat tvisvar á ári. Í bæði skiptin var Ísland með langmesta innleiðingarhallann af öllum EES-ríkjunum 31, það er 28 aðildarríkjum ESB, auk Íslands, Noregs og Liechtenstein. Innleiðingarhalli Noregs mælist 1,9 prósent. Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA, segir að því miður birtist þau tíðindi enn og aftur að Ísland og Noregur standa sig verst allra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu. „Það er til þess fallið að grafa undan því jafnræði sem innri markaðurinn byggist á. Það er óviðunandi ef löggjöf á svæðinu er ekki samstæð og ESA hlýtur að leita leiða til að tryggja að EFTA-ríkin virði skuldbindingar sínar.” Innleiðingarhalli EFTA-ríkjanna þriggja er nú 1,9 prósent að meðaltali og er það örlítil framför frá síðasta frammistöðumati þegar innleiðingarhallinn var tvö prósent, að því er segir í fréttatilkynningu frá ESA. „Til samanburðar er innleiðingarhallinn að meðaltali 0,7% í ríkjum ESB. Aðeins fimm ESB ríki voru með innleiðingarhalla umfram 1% viðmiðið og ekkert ESB ríki var með innleiðingarhallayfir 1,5%“. Í frammistöðumatinu kemur einnig fram hversu mörg samningsbrotamál gegn EFTA-ríkjunum eru til meðferðar hjá ESA, sem stafa af því að tilskipanir og reglugerðir eru ekki innleiddar innan tímamarka. Samningsbrotamál af þeim toga eru nú 177 talsins. „ESA hefur einnig vísað fjölda mála til EFTA-dómstólsins þar sem Ísland og Noregur hafa vanefnt að innleiða EES-gerðir í landsrétt,“ segir í fréttatilkynningunni.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira