Erlent

Fjölmargir starfsmenn WHO voru um borð í vélinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Margir þeirra 298 sem fórust með malasísku farþegaflugvélinni sem var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í gær voru vísindamenn Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Voru þeir á leið ráðstefnu um AIDS í Ástralíu.

Huffington Post hefur eftir fjölmiðlum í Ástralíu að um það bil hundrað farþegana hafi verið á leið á ráðstefnuna.

Þá var Joep Lange, fyrrverandi forseti Alþjóðlega alnæmis sambandsins, einn farþega í vélinni.

Í tilkynningu frá sambandinu lýsa samtökin yfir mikilli sorg vegna þess hve margir samstarfsaðilar og vinir hafi verið um borð í vélinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×