Tiger slapp líklegast fyrir horn Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. júlí 2014 18:02 Tiger Woods. Vísir/Getty Slök hola var nálægt því að slá Tiger Woods úr leik á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag. Tiger byrjaði illa annan daginn í röð og var þremur yfir eftir tvær holur í dag. Tiger lék á þremur undir á fyrsta keppnisdegi og var hann því heilt yfir á pari eftir tvær holur. Eftir þær lagaðist spilamennskan hjá Tiger og paraði hann næstu fimmtán holur. Þegar Tiger steig á sautjánda teig var ekkert sem benti til annars en að hann myndi komast í gegn um niðurskurðinn. Tiger valdi hinsvegar að slá með driver af teignum og sló út af brautinni(e. out of bounds). Ekki lærði hann af fyrri mistökum sínum því hann endurtók leikinn í annarri tilraun og þurfti að slá fimmta högg af teig á holunni. Hann náði hinsvegar að koma boltanum í holuna á þremur höggum og var því 3 höggum yfir pari fyrir lokaholuna. Talið var líklegt að til þess að ná í gegnum niðurskurðinn þyrftu leikmenn að leika á +2 yfir pari eða minna og hafði því Tiger aðeins eina holu til þess að laga stöðuna. Tiger byrjaði holuna vel og var teighöggið með þrjú tréinu til fyrirmyndar en annað höggið var slakt og lenti hann í karganum um það bil 30 metrum frá holu. Innáhöggið bjargaði Tiger fyrir horn og setti hann niður pútt fyrir fugli og fyrir vikið kemst hann líklegast í gegnum niðurskurðinn. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Slök hola var nálægt því að slá Tiger Woods úr leik á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag. Tiger byrjaði illa annan daginn í röð og var þremur yfir eftir tvær holur í dag. Tiger lék á þremur undir á fyrsta keppnisdegi og var hann því heilt yfir á pari eftir tvær holur. Eftir þær lagaðist spilamennskan hjá Tiger og paraði hann næstu fimmtán holur. Þegar Tiger steig á sautjánda teig var ekkert sem benti til annars en að hann myndi komast í gegn um niðurskurðinn. Tiger valdi hinsvegar að slá með driver af teignum og sló út af brautinni(e. out of bounds). Ekki lærði hann af fyrri mistökum sínum því hann endurtók leikinn í annarri tilraun og þurfti að slá fimmta högg af teig á holunni. Hann náði hinsvegar að koma boltanum í holuna á þremur höggum og var því 3 höggum yfir pari fyrir lokaholuna. Talið var líklegt að til þess að ná í gegnum niðurskurðinn þyrftu leikmenn að leika á +2 yfir pari eða minna og hafði því Tiger aðeins eina holu til þess að laga stöðuna. Tiger byrjaði holuna vel og var teighöggið með þrjú tréinu til fyrirmyndar en annað höggið var slakt og lenti hann í karganum um það bil 30 metrum frá holu. Innáhöggið bjargaði Tiger fyrir horn og setti hann niður pútt fyrir fugli og fyrir vikið kemst hann líklegast í gegnum niðurskurðinn.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira