McIlroy með góða forystu þegar að Opna breska er hálfnað 18. júlí 2014 19:32 McIlroy hefur spilað magnað golf hingað til á Opna breska. AP/Getty Það var falleg stund þegar að Rory McIlroy gekk inn á 18. flötina á Hoylake um kvöldmatarleitið í kvöld en Norður-Írinn ungi hefur farið á kostum á Opna breska meistaramótinu til þessa og fékk fyrir það frábærar viðtökur frá þakklátum golfáhugamönnum. Þegar að mótið er hálfnað leiðir McIlroy með fjórum höggum en hann er á 12 höggum undir pari eftir tvo glæsilega hringi upp á 66 högg eða sex undir pari. Næstur á eftir honum, fjórum höggum á eftir er Bandaríkjamaðurinn högglangi Dustin Johnson en hann lék best allra í dag, á 65 höggum eða sjö undir og er samtals á átta höggum undir pari. Margir magnaðir kylfingar koma jafnir í þriðja sæti á samtals sex höggum undir pari en það eru þeir Francesco Molinari, Jim Furyk, Ryan Moore, Louis Oosthuzen, Sergio Garcia, Charl Schwartzel og Rickie Fowler. Tiger Woods átti hræðilegan dag en hann fékk einn tvöfaldan og einn þrefaldan skolla á hringnum sem hann lék á 77 höggum eða fimm yfir pari. Hann er samtals á tveimur höggum yfir pari og rétt náði niðurskurðinum með einu höggi eftir að hafa fengið fugl á 18. holu. Margir þekktir kylfingar náðu ekki niðurskurðinum að þessu sinni en þar ber helst að nefna Masters meistarann Bubba Watson, Miguel Angel Jimenz, Ian Poulter, Lee Westwood og Ernie Els. Eins og það íslenska er breska sumarið allaf að koma á óvart og eftir tvo fallega og þurra daga gæti rignt mikið á morgun og svörtustu spár spá jafnvel hagléli á tímabili. Það verður því áhugavert hvernig bestu kylfingar heims takast á við þá áskorun en ljóst er að helgin á eftir að verða mjög spennandi fyrir golfáhugamenn um víða veröld sem fylgjast með þessu sögufræga móti af ástríðu. Bein útsending frá þriðja hring hefst klukkan 09:00 í fyrramálið á Golfstöðinni. Golf Tengdar fréttir Rory áfram í miklu stuði á Hoylake Norður-Írinn spilaði fyrri níu í dag á þremur höggum undir pari og er efstur á mótinu. 18. júlí 2014 16:06 Rory lék óaðfinnanlega á degi tvö Engan bilbug var að finna á spilamennsku norður-írska kylfingsins á degi tvö á Opna breska Meistaramótinu í dag en hann kom annan daginn í röð í hús á sex höggum undir pari. 18. júlí 2014 18:36 Tiger slapp líklegast fyrir horn Slök hola var nálægt því að slá Tiger Woods úr leik á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag. Tiger byrjaði illa annan daginn í röð og var þremur yfir eftir tvær holur í dag. 18. júlí 2014 18:02 Ógleymanlegur afmælisdagur hjá Coetzee George Coetzee frá Suður-Afríku átti svo sannarlega magnaðan 28 ára afmælisdag. Coetzee er meðal efstu manna á samtals fimm höggum undir pari á Opna breska eftir að hafa leikið annan hring mótsins á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. 18. júlí 2014 15:24 Tiger byrjar hræðilega í dag | Mickelson spilaði á tveimur undir Annar keppnisdagur á opna breska meistaramótinu í golfi í fullum gangi. 18. júlí 2014 13:41 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það var falleg stund þegar að Rory McIlroy gekk inn á 18. flötina á Hoylake um kvöldmatarleitið í kvöld en Norður-Írinn ungi hefur farið á kostum á Opna breska meistaramótinu til þessa og fékk fyrir það frábærar viðtökur frá þakklátum golfáhugamönnum. Þegar að mótið er hálfnað leiðir McIlroy með fjórum höggum en hann er á 12 höggum undir pari eftir tvo glæsilega hringi upp á 66 högg eða sex undir pari. Næstur á eftir honum, fjórum höggum á eftir er Bandaríkjamaðurinn högglangi Dustin Johnson en hann lék best allra í dag, á 65 höggum eða sjö undir og er samtals á átta höggum undir pari. Margir magnaðir kylfingar koma jafnir í þriðja sæti á samtals sex höggum undir pari en það eru þeir Francesco Molinari, Jim Furyk, Ryan Moore, Louis Oosthuzen, Sergio Garcia, Charl Schwartzel og Rickie Fowler. Tiger Woods átti hræðilegan dag en hann fékk einn tvöfaldan og einn þrefaldan skolla á hringnum sem hann lék á 77 höggum eða fimm yfir pari. Hann er samtals á tveimur höggum yfir pari og rétt náði niðurskurðinum með einu höggi eftir að hafa fengið fugl á 18. holu. Margir þekktir kylfingar náðu ekki niðurskurðinum að þessu sinni en þar ber helst að nefna Masters meistarann Bubba Watson, Miguel Angel Jimenz, Ian Poulter, Lee Westwood og Ernie Els. Eins og það íslenska er breska sumarið allaf að koma á óvart og eftir tvo fallega og þurra daga gæti rignt mikið á morgun og svörtustu spár spá jafnvel hagléli á tímabili. Það verður því áhugavert hvernig bestu kylfingar heims takast á við þá áskorun en ljóst er að helgin á eftir að verða mjög spennandi fyrir golfáhugamenn um víða veröld sem fylgjast með þessu sögufræga móti af ástríðu. Bein útsending frá þriðja hring hefst klukkan 09:00 í fyrramálið á Golfstöðinni.
Golf Tengdar fréttir Rory áfram í miklu stuði á Hoylake Norður-Írinn spilaði fyrri níu í dag á þremur höggum undir pari og er efstur á mótinu. 18. júlí 2014 16:06 Rory lék óaðfinnanlega á degi tvö Engan bilbug var að finna á spilamennsku norður-írska kylfingsins á degi tvö á Opna breska Meistaramótinu í dag en hann kom annan daginn í röð í hús á sex höggum undir pari. 18. júlí 2014 18:36 Tiger slapp líklegast fyrir horn Slök hola var nálægt því að slá Tiger Woods úr leik á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag. Tiger byrjaði illa annan daginn í röð og var þremur yfir eftir tvær holur í dag. 18. júlí 2014 18:02 Ógleymanlegur afmælisdagur hjá Coetzee George Coetzee frá Suður-Afríku átti svo sannarlega magnaðan 28 ára afmælisdag. Coetzee er meðal efstu manna á samtals fimm höggum undir pari á Opna breska eftir að hafa leikið annan hring mótsins á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. 18. júlí 2014 15:24 Tiger byrjar hræðilega í dag | Mickelson spilaði á tveimur undir Annar keppnisdagur á opna breska meistaramótinu í golfi í fullum gangi. 18. júlí 2014 13:41 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory áfram í miklu stuði á Hoylake Norður-Írinn spilaði fyrri níu í dag á þremur höggum undir pari og er efstur á mótinu. 18. júlí 2014 16:06
Rory lék óaðfinnanlega á degi tvö Engan bilbug var að finna á spilamennsku norður-írska kylfingsins á degi tvö á Opna breska Meistaramótinu í dag en hann kom annan daginn í röð í hús á sex höggum undir pari. 18. júlí 2014 18:36
Tiger slapp líklegast fyrir horn Slök hola var nálægt því að slá Tiger Woods úr leik á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag. Tiger byrjaði illa annan daginn í röð og var þremur yfir eftir tvær holur í dag. 18. júlí 2014 18:02
Ógleymanlegur afmælisdagur hjá Coetzee George Coetzee frá Suður-Afríku átti svo sannarlega magnaðan 28 ára afmælisdag. Coetzee er meðal efstu manna á samtals fimm höggum undir pari á Opna breska eftir að hafa leikið annan hring mótsins á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. 18. júlí 2014 15:24
Tiger byrjar hræðilega í dag | Mickelson spilaði á tveimur undir Annar keppnisdagur á opna breska meistaramótinu í golfi í fullum gangi. 18. júlí 2014 13:41