Sport

Gunnari skutlað 100 metra í rútu

Henry Birgir Gunnarsson í Dublin skrifar
Gibson-hótelið er hér til vinstri. Eins og sjá má er ekki lengur spölur yfir í 02 Arena.
Gibson-hótelið er hér til vinstri. Eins og sjá má er ekki lengur spölur yfir í 02 Arena. vísir/friðrik þór
Strákarnir sem taka þátt í bardagakvöldinu í 02 Arena í kvöld eru svo lánsamir að gista í næsta húsi og þurfa því ekki að ferðast langt á keppnisstað.

Það eru líklega tæplega 100 metrar á milli Gibsons-hótelsins og hallarinnar en þrátt fyrir það munu þeir ferðast í höllina á rútu.

Það er af öryggisástæðum þar sem svæðið á milli bygginganna verður þétt setið af æstum aðdáendum UFC. Það þykir því réttara að ferja mannskapinn yfir þó svo það taki talsvert lengri tíma.

Gunnar Nelson verður væntanlega mættur í húsið á milli fimm og sex.

Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin í kvöld.  Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00.  Fáðu þér áskrift á www.365.is.

MMA

Tengdar fréttir

Hugsa að þakið fari af húsinu

Gunnar Nelson er öruggur og yfirvegaður að venju fyrir bardaga kvöldsins í Dyflinni. Hann fær mikinn stuðning frá heimamönnum og Gunnar segir góðar líkur á því að bardaginn klárist í fyrstu lotu.

Gunnar gríðarlega vinsæll í Írlandi

Gunnar Nelson er gríðarlega vinsæll í Dublin þar sem bardagakvöld UFC fer fram á laugaradaginn. Búast má við að aðdáendurnir í Dublin verði á bandi Gunnars þegar hann berst gegn Zak Cummings.

UFC Dublin: Áætlað að 350 milljónir manns horfi á laugardaginn

Blaðamannafundur UFC fyrir bardagana hér í Dublin var að ljúka þar sem allt snérist um Conor McGregor. Írinn skemmtilegi mætir Diego Brandao í síðasta bardaga kvöldsins en Gunnar Nelson og Zak Cummings eru í næstsíðasta bardaga kvöldsins.

Sjáðu vigtun Gunnars | Myndband

Gunnar Nelson mætir Bandaríkjamanninum Zak Cummings á UFC-kvöldi í Dyflinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld.

Gunnar: Má ekki vanvirða andstæðinginn

Gunnar Nelson var í viðtali hjá Valtýri Birni Valtýssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann ræddi bardagann á laugardaginn gegn Zak Cummings.

Er ekki smeykur en er alltaf á varðbergi

Faðir Gunnars, Haraldur Dean Nelson er ekki hræddur um strákinn sinn í hringnum en þó á varðbergi. Þá fagnar hann því að fordómar gagnvart íþróttinni fari minnkandi.

Gunnar segir aldrei rassgat en samt elska hann allir

Æðsti prestur UFC-safnaðarins, Dana White, er mættur til Dublin og var viðstaddur vigtunina í gær. Í kjölfarið hélt hann líklega lengsta blaðamannafund allra tíma. Þrátt fyrir það var fundurinn þrælskemmtilegur.

Upphitun fyrir bardaga Gunnars og Cummings | Myndband

Eftir viku mætast þeir Gunnar Nelson og Bandaríkjamaðurinn Zak Cummings á UFC bardagakvöldi í O2 Arena í Dublin. Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 19:00.

UFC Dublin: Myndir úr vigtuninni

Eins og fram hefur komið náðu Gunnar Nelson og Zak Cummings tilsettri þyngd fyrir bardagann annað kvöld. Báðir vigtuðu þeir sig inn í kringum 77 kg fyrr í dag en myndir úr vigtuninni má sjá hér.

Bakvið tjöldin fyrir síðasta bardaga Gunnars

Gunnar Nelson berst sinn fjórða UFC bardaga á laugardaginn þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Zak Cummings. Vísir mun fylgja Gunnari vel eftir í aðdraganda bardagans líkt og síðast.

Gunnar með sérhannaðan góm á laugardaginn

Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, birti í dag mynd af gómnum sem Gunnar Nelson mun nota í bardagnum á laugardaginn en gómurinn er sérhannaður fyrir Gunnar.

Gunnar: Yrði gaman að keppa í Las Vegas

Bardagakappinn var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann útilokaði ekki að næsti bardagi hans færi fram í sjálfri borg syndanna, Las Vegas í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×