Fjarri því að allir kaupendur húsnæðis reki bíl Samúel Karl Ólason skrifar 1. júlí 2014 21:42 Vísir/Pjetur „Samtök um bíllausan lífstíl gagnrýna þá stefnu að forsenda þess að geta eignast þak yfir höfuðið sé skuldbinding um að halda áfram að stuðla að hlýnun jarðar.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum sem birt var í dag, vegna umfjöllunar um greiðslumat og bifreiðaútgjöld. Vísað er til fréttar á vef RÚV þar sem sagt er frá því að gert sé ráð fyrir kostnaði við samgöngur upp á 74 þúsund krónur framkvæmd greiðslumats. Samtökin segja það fyrirkomulag vera mjög gagnrýnisvert og í raun stórfurðulegt. Því fari fjarri að allir sem vilji kaupa sér eigið húsnæði eigi og reki bíl. „Í slíkum tilfellum notast fólk við hjól, tvo jafnfljóta eða almenningssamgöngur sem samgöngutæki.“ Þá er nefnt sem dæmi kostnaður einstaklings sem átt hefur þrjú reiðhjól á tíu ára tímabili og sinnt öllu nauðsynlegu viðhaldi á þeim tíma. „Að meðaltali er kostnaður þessa einstaklings um 2000 kr. á mánuði. Kostnaðurinn getur auðvitað verið ýmis konar og ólíkur milli einstaklinga, en við getum fullyrt að hann fer aldrei upp í 74 þúsund krónur á mánuði.“ Einnig benda samtökin á að dýrasti valkostur þeirra sem nýti sér þjónustu Strætó á höfuðborgarsvæðinu daglega, sé Græna kortið sem kosti 9.300 krónur. „Það sjá allir sem sjá vilja að kostnaðurinn við þessa samgöngumáta kemst ekki nálægt því sem það kostar að eiga og reka bíl. Engu að síður virðast fjármálastofnanir ekki í einhverjum tilvikum vilja taka þetta með í reikninginn þegar þær taka sér úrskurðarvald um framtíðarbúsetu viðskiptavina sinna.“ Samtökin gagnrýna að þá stefnu að forsenda þess að geta eignast þak yfir höfuðið sé skuldbinding um að halda áfram að stuðla að hlýnun jarðar. „Bankar og aðrar fjármálastofnanir hafa vald yfir framtíðarmöguleikum almennings til búsetu, bæði hvað búsetuform og staðsetningu snertir. Slíkar stofnanir ættu að taka fullt tillit til þess þegar einstaklingar og fjölskyldur notast við umhverfisvæna og heilbrigða samgöngukosti eins og hjólreiðar, göngu og almenningssamgöngur.“ Þá er því beint til slíkra stofnana að sýna samfélagsábyrgð í verki og heiðra eigin umhverfisstefnur með því að hvetja viðskiptavini sína til að taka upp umhverfisvæna samgöngumáta. „Þetta mætti til dæmis gera með lægri vöxtum á húsnæðislánum, eða niðurfellingu annarra gjalda.“ Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Samtök um bíllausan lífstíl gagnrýna þá stefnu að forsenda þess að geta eignast þak yfir höfuðið sé skuldbinding um að halda áfram að stuðla að hlýnun jarðar.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum sem birt var í dag, vegna umfjöllunar um greiðslumat og bifreiðaútgjöld. Vísað er til fréttar á vef RÚV þar sem sagt er frá því að gert sé ráð fyrir kostnaði við samgöngur upp á 74 þúsund krónur framkvæmd greiðslumats. Samtökin segja það fyrirkomulag vera mjög gagnrýnisvert og í raun stórfurðulegt. Því fari fjarri að allir sem vilji kaupa sér eigið húsnæði eigi og reki bíl. „Í slíkum tilfellum notast fólk við hjól, tvo jafnfljóta eða almenningssamgöngur sem samgöngutæki.“ Þá er nefnt sem dæmi kostnaður einstaklings sem átt hefur þrjú reiðhjól á tíu ára tímabili og sinnt öllu nauðsynlegu viðhaldi á þeim tíma. „Að meðaltali er kostnaður þessa einstaklings um 2000 kr. á mánuði. Kostnaðurinn getur auðvitað verið ýmis konar og ólíkur milli einstaklinga, en við getum fullyrt að hann fer aldrei upp í 74 þúsund krónur á mánuði.“ Einnig benda samtökin á að dýrasti valkostur þeirra sem nýti sér þjónustu Strætó á höfuðborgarsvæðinu daglega, sé Græna kortið sem kosti 9.300 krónur. „Það sjá allir sem sjá vilja að kostnaðurinn við þessa samgöngumáta kemst ekki nálægt því sem það kostar að eiga og reka bíl. Engu að síður virðast fjármálastofnanir ekki í einhverjum tilvikum vilja taka þetta með í reikninginn þegar þær taka sér úrskurðarvald um framtíðarbúsetu viðskiptavina sinna.“ Samtökin gagnrýna að þá stefnu að forsenda þess að geta eignast þak yfir höfuðið sé skuldbinding um að halda áfram að stuðla að hlýnun jarðar. „Bankar og aðrar fjármálastofnanir hafa vald yfir framtíðarmöguleikum almennings til búsetu, bæði hvað búsetuform og staðsetningu snertir. Slíkar stofnanir ættu að taka fullt tillit til þess þegar einstaklingar og fjölskyldur notast við umhverfisvæna og heilbrigða samgöngukosti eins og hjólreiðar, göngu og almenningssamgöngur.“ Þá er því beint til slíkra stofnana að sýna samfélagsábyrgð í verki og heiðra eigin umhverfisstefnur með því að hvetja viðskiptavini sína til að taka upp umhverfisvæna samgöngumáta. „Þetta mætti til dæmis gera með lægri vöxtum á húsnæðislánum, eða niðurfellingu annarra gjalda.“
Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira