Erlent

Pistorius líklegur til að fremja sjálfsmorð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Oscar Pistorius í réttarsalnum í dag.
Oscar Pistorius í réttarsalnum í dag.
Suður-Afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius þjáist af áfallastreituröskun og og gæti framið sjálfsmorð. Þetta kemur fram í skýrslu sálfræðings sem lesin var upp í réttarhöldum Pistoriusar í dag og Time greinir frá.

Í skýrslunni, sem verjandi Pistorius, Barry Roux, las fyrir viðstadda, kemur fram að hann hlauparinn hafi kljáðst við geðræn vandamál allt frá því að hann varð kærustu sinni, Reevu Steenkamp, að bana á heimili þeirra á Valentínusardag í fyrra.

„Hann er mjög kvíðinn og þunglyndur, hann syrgir einnig dauða Steenkamp,“ las Roux. „Fái hann ekki viðeigandi meðferð er líklegt að líðan hans versni og líkurnar á sjálfsmorði aukist.“  

Hvorki saksóknarinn í málinu né verjandi Pistoriusar hafa hreyft mótbárum við þessari nýju skýrslu því niðurstöður hennar koma báðum aðilum vel. Saksóknarinn segir að skýrslan gefi til kynna að hlauparinn hafi verið fullfær um að gera sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna áður en hann hleypti af og verjandinn segir hana til marks um lélegt sjálfsöryggi hlauparans í kjölfar áralangs fótaleysis. Hún hafi einnig ekki gefið til kynna að hann ætti til að snöggreiðast.

Sérfræðingar segja að hlauparinn gæti vegna þessa hlotið dóm fyrir manndráp þó svo fari að hann verði ekki sakfelldur fyrir morð. Suður-afrísk lög túlki það ekki sem slys að skotið sé í gegnum lokaða hurð.

Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.


Tengdar fréttir

Pistorius aftur í réttarsalinn

Í dag hefjast réttarhöld yfir hinum suðurafríska Oskar Pistoriusi, einfætta hlauparanum, aftur eftir tveggja vikna hlé.

Grátköst Pistoriusar sögð ekta

Félagsráðgjafi sem aðstoðað hefur suðurafríska spretthlauparann Oscar Pistorius bar vitni í réttarsal í Pretoríu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×