Billy Hurley efstur á Old White 5. júlí 2014 22:58 Billy Hurley hefur leikið mjög gott golf á Greenbrier Classic. AP/Getty Bandaríkjamaðurinn Billy Hurley leiðir eftir þrjá hringi á Greenbrier Classic sem fram fer á Old White TPC vellinum í Virginíu en hann er samtals á 12 höggum undir pari. Hurley lék á 67 höggum í dag eða þremur undir en í öðru sæti er Argentínumaðurinn Angel Cabrera á 10 höggum undir pari.Kevin Chappell kemur í þriðja sæti á samtals níu höggum undir pari en stór hópur kylfinga eru jafnir í fjórða sæti á átta höggum undir pari. Ryderfyrirliði Bandaríkjanna, Tom Watson, er meðal þátttakenda í mótinu en hann er í 43. sæti á þremur höggum undir pari eftir hringina þrjá. Það verður að teljast frábær frammistaða enda er Watson 64 ára gamall og virðist endalaust geta barist við bestu kylfinga heims. Masters meistarinn Bubba Watson er á sex höggum undir pari en með frábærum hring á morgun gæti hann blandað sér í baráttu efstu manna. Ljóst er að lokahringurinn verður mjög spennandi enda margir sem geta barist um sigurinn en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00. Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Billy Hurley leiðir eftir þrjá hringi á Greenbrier Classic sem fram fer á Old White TPC vellinum í Virginíu en hann er samtals á 12 höggum undir pari. Hurley lék á 67 höggum í dag eða þremur undir en í öðru sæti er Argentínumaðurinn Angel Cabrera á 10 höggum undir pari.Kevin Chappell kemur í þriðja sæti á samtals níu höggum undir pari en stór hópur kylfinga eru jafnir í fjórða sæti á átta höggum undir pari. Ryderfyrirliði Bandaríkjanna, Tom Watson, er meðal þátttakenda í mótinu en hann er í 43. sæti á þremur höggum undir pari eftir hringina þrjá. Það verður að teljast frábær frammistaða enda er Watson 64 ára gamall og virðist endalaust geta barist við bestu kylfinga heims. Masters meistarinn Bubba Watson er á sex höggum undir pari en með frábærum hring á morgun gæti hann blandað sér í baráttu efstu manna. Ljóst er að lokahringurinn verður mjög spennandi enda margir sem geta barist um sigurinn en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00.
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira