Justin Rose landaði sigri á Congressional 30. júní 2014 03:58 Justin Rose fagnar sigrinum í kvöld. AP/Getty Englendingurinn Justin Rose sigraði á Quicken Loans National mótinu sem kláraðist í kvöld en þetta er fyrsti sigur Rose á atvinnumóti síðan að hann sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Rose lék hringina fjóra á Congressional vellinum á samtals fjórum höggum undir pari en það gerði Bandaríkjamaðurinn Shawn Stefani einnig. Það þurfti því að grípa til bráðabana til að skera úr um úrslitin en Rose fékk par á fyrstu holu í bráðabananum á meðan að Stefani fékk tvöfaldan skolla. Sigur Englendingsins er hans sjötti á PGA-mótaröðinni á ferlinum en jafnir í þriðja sæti komu Bandaríkjamennirnir Charley Hoffman og Ben Martin á þremur höggum undir pari. Patrick Reed sem leiddi mótið með tveimur höggum eftir þrjá hringi átti alls ekki góðan lokadag en hann kom inn á 77 höggum eða sex yfir pari. Hann endaði jafn í 11. sæti á sléttu pari en pressan á lokadeginum náði greinilega til hans. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Greenbrier Classic og hefst það á fimmtudaginn en það verður eins og alltaf í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Englendingurinn Justin Rose sigraði á Quicken Loans National mótinu sem kláraðist í kvöld en þetta er fyrsti sigur Rose á atvinnumóti síðan að hann sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Rose lék hringina fjóra á Congressional vellinum á samtals fjórum höggum undir pari en það gerði Bandaríkjamaðurinn Shawn Stefani einnig. Það þurfti því að grípa til bráðabana til að skera úr um úrslitin en Rose fékk par á fyrstu holu í bráðabananum á meðan að Stefani fékk tvöfaldan skolla. Sigur Englendingsins er hans sjötti á PGA-mótaröðinni á ferlinum en jafnir í þriðja sæti komu Bandaríkjamennirnir Charley Hoffman og Ben Martin á þremur höggum undir pari. Patrick Reed sem leiddi mótið með tveimur höggum eftir þrjá hringi átti alls ekki góðan lokadag en hann kom inn á 77 höggum eða sex yfir pari. Hann endaði jafn í 11. sæti á sléttu pari en pressan á lokadeginum náði greinilega til hans. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Greenbrier Classic og hefst það á fimmtudaginn en það verður eins og alltaf í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira