Fjáröflunin fór fyrir lítið Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2014 15:33 VISIR/PJETUR/LUMMUDAGAR „Það er auðvitað forkastanlegt að ég megi ekki ráða því sjálfur hvað fer fram á minni lóð,“ segir Árni Björn Árnason, staðarhaldari á Hard Wok Café á Sauðárkróki, um framkomu forráðamanna Partýkerrunnar á Lummudögum sem fram fóru í bænum um helgina. Mikill kurr er í íbúum bæjarins í kjölfar pistils sem birtist á Facebook nú á laugardag þar sem lýst er upplifun skátafélagsins Eilífsbúa af samskiptum sínum við fyrrgreinda Partýkerru á bæjarhátíðinni. Málavextirnir voru þeir að skátarnir höfðu fengið leyfi til að vera með blöðrusölu á lóð veitingastaðarins Hard Wok sem lið í fjáröflun þeirra fyrir landsmót skáta á Akureyri þann 20. til 27. júlí næstkomandi. Þegar fulltrúar skátanna mættu á svæðið var Partýkerran staðsett norðan við húsið að selja sínar vörur, þar á meðal blöðrur, sem Árni segir hafa verið án samráðs við nágrannana. Hann hafi þó veitt þeim leyfi sitt að leggja bíl sínum á lóðinni. Þessi málavextir hafi þó ekki verið vandamál af skátanna hálfu. Þeir ákváðu þá að staðsetja sinn sölubás á gangstéttinni sunnan við húsið, „og fólk gæti þá ákveðið sjálft af hvorum aðilanum það vildi versla,“ eins og fram kemur í pistlinum.Partýkerran að störfum á LummudögumMynd/Af facebook-síðu LummudagaSkátarnir færðir Framkvæmdarstjóra hátíðarinnar bar þá flótlega að og tilkynnti skátunum að þeir yrðu að færa sig með sitt söluborð. Höfðu þá fulltrúar Partýkerrunnar lýst óánægju sinni með samkeppnina frá skátunum og vildu þá burt, „og þá yrði það svo að vera.“ Var ákveðið að verða við þessari beiðni Partýkerrunnar og færðu skátarnir sig suður fyrir hús Hard Wok. Ekki leið þó á löngu fyrr en skátunum barst önnur kvörtun. „Um það bil hálftíma seinna var Skátunum engu að síður tilkynnt af áðurnefndum framkvæmdastjóra að þeir yrðu bara að gjöra svo vel að færa sig. Partýkerran var búin að kvarta aftur, og að mati framkvæmdastjórans var kerran sú í fullum rétti til að gera þessar kröfur,“ segir í pistlinum. „Úr varð að þeir létu í minni pokann og fengu á endanum pláss á planinu við Bláfell. Í stuttu máli, fyrir utan markaðinn. Þar af leiðandi áttu ekki margir leið fram hjá þeim, og í lok dags höfðu nánast engar blöðrur selst og þessi fjáröflun því farin fyrir lítið.“ Árni segir að hann hafi ekki heyrt af þessum málavöxtum fyrr en síðar um kvöldið að hátíðahöldunum liðnum. „Það er auðvitað forkastanlegt að ég megi ekki ráða því sjálfur hvað fer fram á minni lóð,“ segir hann. „Ef þau hefðu borgað fyrir plássið sitt þá hefði maður kannski sýnt þessu meiri skilning,“ bætir Árni við en í ljósi þess að því hafi ekki verið að skipta þykir honum þessi framkoma helst til furðuleg. Pistillinn endar svo á orðunum: „Kæru Skagfirðingar, það er augljóst að Lummudagar eru okkar hátíð, ekki satt?“ og af athugasemdunum við færsluna að dæma er töluverður hiti í íbúum bæjarins.„Kúkalabbar án leyfis“ Í samtali við Vísi segir Erla Sveinsdóttir, eiganda Partýkerrunnar, að skipuleggjendur Lummudaga hafi farið þess á leit við sig að hún kæmi með starfsemi bílsins á bæjarhátíðina til að auka fjölbreyttni sölubásanna á markaðstorginu. Hún hafi til að mynda flutt með sér stóran hoppukastala norður til að lífga upp á hátíðinni og að öllum þessum tilbúnaði fylgi ærinn kostnaður. Því hafi hún óska eftir því að skátarnir yrðu fluttir af svæðinu í ljósi þess að þeir hafi ekki verið með leyfi fyrir veru sinni frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Partýkerran hafði verið í góðu sambandi við aðstandendur bæjarhátíðarinnar í aðdraganda Lummudaga og búið hafi verið að úthluta þeim staðsetningunni með góðum fyrirvara. Erla segist líta á starfsemi sína sem þjónustu við minni bæjarfélög landsins því hún hafi yfirleitt lítið upp úr krafsinu af bæjarhátíðum sem þessum. Þjónustan sem hún veitir sé eins og best verður á kosið og að Partýkerrran hafi öll tilskilin vottorð frá yfirvöldum. Því sé hins vegar ekki að skipta hjá mörgum öðrum sölubásum á viðlíka hátíðum. „Það birtast einhverjir kúkalabbar sem eru hvorki með leyfi frá skipuleggjendum né heilbrigðiseftirlitinu og byrja að selja einhvern varning og það er auðvitað ekki í lagi,“ segir Erla og hvetur alla sem sækja slíkar hátíðir heim að kynna sér vel starfsemi þeirra sem verslað er við. Facebook-færsluna má sjá hér að neðan. Post by Elínborg Erla Ásgeirsdóttir. Hestar Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
„Það er auðvitað forkastanlegt að ég megi ekki ráða því sjálfur hvað fer fram á minni lóð,“ segir Árni Björn Árnason, staðarhaldari á Hard Wok Café á Sauðárkróki, um framkomu forráðamanna Partýkerrunnar á Lummudögum sem fram fóru í bænum um helgina. Mikill kurr er í íbúum bæjarins í kjölfar pistils sem birtist á Facebook nú á laugardag þar sem lýst er upplifun skátafélagsins Eilífsbúa af samskiptum sínum við fyrrgreinda Partýkerru á bæjarhátíðinni. Málavextirnir voru þeir að skátarnir höfðu fengið leyfi til að vera með blöðrusölu á lóð veitingastaðarins Hard Wok sem lið í fjáröflun þeirra fyrir landsmót skáta á Akureyri þann 20. til 27. júlí næstkomandi. Þegar fulltrúar skátanna mættu á svæðið var Partýkerran staðsett norðan við húsið að selja sínar vörur, þar á meðal blöðrur, sem Árni segir hafa verið án samráðs við nágrannana. Hann hafi þó veitt þeim leyfi sitt að leggja bíl sínum á lóðinni. Þessi málavextir hafi þó ekki verið vandamál af skátanna hálfu. Þeir ákváðu þá að staðsetja sinn sölubás á gangstéttinni sunnan við húsið, „og fólk gæti þá ákveðið sjálft af hvorum aðilanum það vildi versla,“ eins og fram kemur í pistlinum.Partýkerran að störfum á LummudögumMynd/Af facebook-síðu LummudagaSkátarnir færðir Framkvæmdarstjóra hátíðarinnar bar þá flótlega að og tilkynnti skátunum að þeir yrðu að færa sig með sitt söluborð. Höfðu þá fulltrúar Partýkerrunnar lýst óánægju sinni með samkeppnina frá skátunum og vildu þá burt, „og þá yrði það svo að vera.“ Var ákveðið að verða við þessari beiðni Partýkerrunnar og færðu skátarnir sig suður fyrir hús Hard Wok. Ekki leið þó á löngu fyrr en skátunum barst önnur kvörtun. „Um það bil hálftíma seinna var Skátunum engu að síður tilkynnt af áðurnefndum framkvæmdastjóra að þeir yrðu bara að gjöra svo vel að færa sig. Partýkerran var búin að kvarta aftur, og að mati framkvæmdastjórans var kerran sú í fullum rétti til að gera þessar kröfur,“ segir í pistlinum. „Úr varð að þeir létu í minni pokann og fengu á endanum pláss á planinu við Bláfell. Í stuttu máli, fyrir utan markaðinn. Þar af leiðandi áttu ekki margir leið fram hjá þeim, og í lok dags höfðu nánast engar blöðrur selst og þessi fjáröflun því farin fyrir lítið.“ Árni segir að hann hafi ekki heyrt af þessum málavöxtum fyrr en síðar um kvöldið að hátíðahöldunum liðnum. „Það er auðvitað forkastanlegt að ég megi ekki ráða því sjálfur hvað fer fram á minni lóð,“ segir hann. „Ef þau hefðu borgað fyrir plássið sitt þá hefði maður kannski sýnt þessu meiri skilning,“ bætir Árni við en í ljósi þess að því hafi ekki verið að skipta þykir honum þessi framkoma helst til furðuleg. Pistillinn endar svo á orðunum: „Kæru Skagfirðingar, það er augljóst að Lummudagar eru okkar hátíð, ekki satt?“ og af athugasemdunum við færsluna að dæma er töluverður hiti í íbúum bæjarins.„Kúkalabbar án leyfis“ Í samtali við Vísi segir Erla Sveinsdóttir, eiganda Partýkerrunnar, að skipuleggjendur Lummudaga hafi farið þess á leit við sig að hún kæmi með starfsemi bílsins á bæjarhátíðina til að auka fjölbreyttni sölubásanna á markaðstorginu. Hún hafi til að mynda flutt með sér stóran hoppukastala norður til að lífga upp á hátíðinni og að öllum þessum tilbúnaði fylgi ærinn kostnaður. Því hafi hún óska eftir því að skátarnir yrðu fluttir af svæðinu í ljósi þess að þeir hafi ekki verið með leyfi fyrir veru sinni frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Partýkerran hafði verið í góðu sambandi við aðstandendur bæjarhátíðarinnar í aðdraganda Lummudaga og búið hafi verið að úthluta þeim staðsetningunni með góðum fyrirvara. Erla segist líta á starfsemi sína sem þjónustu við minni bæjarfélög landsins því hún hafi yfirleitt lítið upp úr krafsinu af bæjarhátíðum sem þessum. Þjónustan sem hún veitir sé eins og best verður á kosið og að Partýkerrran hafi öll tilskilin vottorð frá yfirvöldum. Því sé hins vegar ekki að skipta hjá mörgum öðrum sölubásum á viðlíka hátíðum. „Það birtast einhverjir kúkalabbar sem eru hvorki með leyfi frá skipuleggjendum né heilbrigðiseftirlitinu og byrja að selja einhvern varning og það er auðvitað ekki í lagi,“ segir Erla og hvetur alla sem sækja slíkar hátíðir heim að kynna sér vel starfsemi þeirra sem verslað er við. Facebook-færsluna má sjá hér að neðan. Post by Elínborg Erla Ásgeirsdóttir.
Hestar Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira