Kristján Þór: Úlfar hefur eitthvað á móti mér Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júní 2014 13:18 Kristján Þór Einarsson varð Íslansdmeistari 2009. Mynd/gsímyndir.net „Ég er allt annað en ánægður með þetta val,“ segir Kristján Þór Einarsson, kylfingur úr GKJ, um liðið sem ÚlfarJónsson, landsliðsþjálfari í golfi, valdi fyrir Evrópukeppni karlalandsliða sem fram fer í Finnlandi 8.-12. júlí. Kristján Þór er annar á stigalistanum á Eimskipsmótaröðinni eftir að lenda í 4. sæti á Nettómótinu, 10. sæti á Egils Gull-mótinu og í öðru sæti á Símamótinu í Hveragerði um síðustu helgi. Þeir fimm sem valdir voru eru í sætum 1-6 en hlaupið er yfir Kristján Þór. „Þetta er mjög skrítið þegar maður lítur á valið með hliðsjón af stigalistanum. Svo velur hann mann sem er alls ekki búinn að vera spila vel í vetur og var ekki að spila vel á breska áhugamannamótinu um helgina,“ segir Kristján en nafngreinir einstaklinginn ekki.Á ekki heima í landsliðinu vegna barnseigna Mosfellingurinn, sem varð Íslandsmeistari eftir ævintýralegan lokasprett í Vestmannaeyjum fyrir fimm árum, segir landsliðsþjálfarann vera með sínar eigin skoðanir á sjálfum sér sem eiga ekki við rök að styðjast. „Hann segir mér óbeint að ég eigi ekkert heima í landsliðinu því ég á barn og er með annað á leiðinni. Hann telur að metnaðurinn sé ekki í golfinu,“ segir Kristján Þór við Vísi. „Hann er með skrítnar ályktanir og alveg með sitt sjónarhorn á hlutunum. Hann hefur aldrei hringt í mig og spurt hvernig málin standa eða hver mín markmið eru. Það er bara ákveðið að ég sé ekki á leið í atvinnumennsku því ég á barn og er með annað á leiðinni. Ég bara skil þetta ekki.“Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari.Vísir/DaníelFæ ekki tækifæri á meðan hann stjórnar Kristján segir þetta ekki í fyrsta skipti sem Úlfar hunsar sig. Síðan hann keppti fyrir Íslands hönd á EM landsliða 2012 hér heima á Íslandi hefur Kristján ekki verið valinn aftur. „Reglurnar í fyrra um valið voru þannig að í liðinu áttu að vera tveir efstu á stigalistanum, tveir efstu á heimslistanum og svo val þjálfara. Það var í fyrra en var breytt í í ár. Nú er það efsti maður á báðum listum og fjórir sem þjálfarinn velur,“ segir Kristján Þór. „Þessar reglur áttu líka við um HM-liðið fyrir tveimur árum. Þá átti að velja efsta mann á báðum listum og ég var efstur af Íslendingunum á heimslistanum. Samt ákvað Úlfar að velja mig ekki þó það væri búið að gefa út reglurnar. Svo er verið að tala um að velja í liðið út frá afreksstefnu golfsambandsins.“ „Fyrir fjórum árum þegar annað HM-lið var valið var ég að spila í Bandaríkjunum og gékk mjög vel. Ég var búinn að vinna tvö mót en samt var ég ekki valinn þó talað væri um á þeim tíma að árangur erlendis spilaði inn í.“ Kristján er vægt til orða tekið ósáttur við Úlfar Jónsson og býst ekki við að fá annað tækifæri með landsliðinu á meðan hann er við stjórnvölinn. „Svo lengi sem hann er að stjórna þarf eitthvað svakalega stórt að gerast virðist vera svo ég fái tækifæri. Hann er með eitthvað persónulegt á móti mér,“ segir Kristján Þór sem hefur þó ekki tekið ákvörðun um hvort hann hafni næsta boði vegna deilna við þjálfarann fái hann annað tækifæri. Kristján Þór var meiddur í vetur sem var ástæða þess að hann keppti ekki á neinu úrtökumóti. Hann komst ekki af stað fyrr en rétt fyrir Eimskipsmótaröðina. „Ég tjáði honum á fundi í byrjun árs í fyrra að ég ætlaði að fara á úrtökumót en hann hafði enga trú á því vegna þess að ég var að fara að eignast barn. En ástæðan fyrir því að ég fór ekki er sú að ég fékk brjósklos. Svo var ég í erfiðum meiðslum í vetur,“ segir Kristján Þór. „Þó þessir strákar sem eru í landsliðinu eru búnir að vera að æfa og spila stíft í allan vetur ná þeir ekkert að vinna mig. Ég er alltaf þarna á meðal fimm efstu. Úlfar hefur bara aldrei haft trú á mér.“ Golf Tengdar fréttir Þrjú landslið í golfi valin Úlfar Jónsson búinn að velja þá kylfinga sem keppa á næstu mótum. 20. júní 2014 12:28 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Ég er allt annað en ánægður með þetta val,“ segir Kristján Þór Einarsson, kylfingur úr GKJ, um liðið sem ÚlfarJónsson, landsliðsþjálfari í golfi, valdi fyrir Evrópukeppni karlalandsliða sem fram fer í Finnlandi 8.-12. júlí. Kristján Þór er annar á stigalistanum á Eimskipsmótaröðinni eftir að lenda í 4. sæti á Nettómótinu, 10. sæti á Egils Gull-mótinu og í öðru sæti á Símamótinu í Hveragerði um síðustu helgi. Þeir fimm sem valdir voru eru í sætum 1-6 en hlaupið er yfir Kristján Þór. „Þetta er mjög skrítið þegar maður lítur á valið með hliðsjón af stigalistanum. Svo velur hann mann sem er alls ekki búinn að vera spila vel í vetur og var ekki að spila vel á breska áhugamannamótinu um helgina,“ segir Kristján en nafngreinir einstaklinginn ekki.Á ekki heima í landsliðinu vegna barnseigna Mosfellingurinn, sem varð Íslandsmeistari eftir ævintýralegan lokasprett í Vestmannaeyjum fyrir fimm árum, segir landsliðsþjálfarann vera með sínar eigin skoðanir á sjálfum sér sem eiga ekki við rök að styðjast. „Hann segir mér óbeint að ég eigi ekkert heima í landsliðinu því ég á barn og er með annað á leiðinni. Hann telur að metnaðurinn sé ekki í golfinu,“ segir Kristján Þór við Vísi. „Hann er með skrítnar ályktanir og alveg með sitt sjónarhorn á hlutunum. Hann hefur aldrei hringt í mig og spurt hvernig málin standa eða hver mín markmið eru. Það er bara ákveðið að ég sé ekki á leið í atvinnumennsku því ég á barn og er með annað á leiðinni. Ég bara skil þetta ekki.“Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari.Vísir/DaníelFæ ekki tækifæri á meðan hann stjórnar Kristján segir þetta ekki í fyrsta skipti sem Úlfar hunsar sig. Síðan hann keppti fyrir Íslands hönd á EM landsliða 2012 hér heima á Íslandi hefur Kristján ekki verið valinn aftur. „Reglurnar í fyrra um valið voru þannig að í liðinu áttu að vera tveir efstu á stigalistanum, tveir efstu á heimslistanum og svo val þjálfara. Það var í fyrra en var breytt í í ár. Nú er það efsti maður á báðum listum og fjórir sem þjálfarinn velur,“ segir Kristján Þór. „Þessar reglur áttu líka við um HM-liðið fyrir tveimur árum. Þá átti að velja efsta mann á báðum listum og ég var efstur af Íslendingunum á heimslistanum. Samt ákvað Úlfar að velja mig ekki þó það væri búið að gefa út reglurnar. Svo er verið að tala um að velja í liðið út frá afreksstefnu golfsambandsins.“ „Fyrir fjórum árum þegar annað HM-lið var valið var ég að spila í Bandaríkjunum og gékk mjög vel. Ég var búinn að vinna tvö mót en samt var ég ekki valinn þó talað væri um á þeim tíma að árangur erlendis spilaði inn í.“ Kristján er vægt til orða tekið ósáttur við Úlfar Jónsson og býst ekki við að fá annað tækifæri með landsliðinu á meðan hann er við stjórnvölinn. „Svo lengi sem hann er að stjórna þarf eitthvað svakalega stórt að gerast virðist vera svo ég fái tækifæri. Hann er með eitthvað persónulegt á móti mér,“ segir Kristján Þór sem hefur þó ekki tekið ákvörðun um hvort hann hafni næsta boði vegna deilna við þjálfarann fái hann annað tækifæri. Kristján Þór var meiddur í vetur sem var ástæða þess að hann keppti ekki á neinu úrtökumóti. Hann komst ekki af stað fyrr en rétt fyrir Eimskipsmótaröðina. „Ég tjáði honum á fundi í byrjun árs í fyrra að ég ætlaði að fara á úrtökumót en hann hafði enga trú á því vegna þess að ég var að fara að eignast barn. En ástæðan fyrir því að ég fór ekki er sú að ég fékk brjósklos. Svo var ég í erfiðum meiðslum í vetur,“ segir Kristján Þór. „Þó þessir strákar sem eru í landsliðinu eru búnir að vera að æfa og spila stíft í allan vetur ná þeir ekkert að vinna mig. Ég er alltaf þarna á meðal fimm efstu. Úlfar hefur bara aldrei haft trú á mér.“
Golf Tengdar fréttir Þrjú landslið í golfi valin Úlfar Jónsson búinn að velja þá kylfinga sem keppa á næstu mótum. 20. júní 2014 12:28 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þrjú landslið í golfi valin Úlfar Jónsson búinn að velja þá kylfinga sem keppa á næstu mótum. 20. júní 2014 12:28