Kristján Þór: Úlfar hefur eitthvað á móti mér Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júní 2014 13:18 Kristján Þór Einarsson varð Íslansdmeistari 2009. Mynd/gsímyndir.net „Ég er allt annað en ánægður með þetta val,“ segir Kristján Þór Einarsson, kylfingur úr GKJ, um liðið sem ÚlfarJónsson, landsliðsþjálfari í golfi, valdi fyrir Evrópukeppni karlalandsliða sem fram fer í Finnlandi 8.-12. júlí. Kristján Þór er annar á stigalistanum á Eimskipsmótaröðinni eftir að lenda í 4. sæti á Nettómótinu, 10. sæti á Egils Gull-mótinu og í öðru sæti á Símamótinu í Hveragerði um síðustu helgi. Þeir fimm sem valdir voru eru í sætum 1-6 en hlaupið er yfir Kristján Þór. „Þetta er mjög skrítið þegar maður lítur á valið með hliðsjón af stigalistanum. Svo velur hann mann sem er alls ekki búinn að vera spila vel í vetur og var ekki að spila vel á breska áhugamannamótinu um helgina,“ segir Kristján en nafngreinir einstaklinginn ekki.Á ekki heima í landsliðinu vegna barnseigna Mosfellingurinn, sem varð Íslandsmeistari eftir ævintýralegan lokasprett í Vestmannaeyjum fyrir fimm árum, segir landsliðsþjálfarann vera með sínar eigin skoðanir á sjálfum sér sem eiga ekki við rök að styðjast. „Hann segir mér óbeint að ég eigi ekkert heima í landsliðinu því ég á barn og er með annað á leiðinni. Hann telur að metnaðurinn sé ekki í golfinu,“ segir Kristján Þór við Vísi. „Hann er með skrítnar ályktanir og alveg með sitt sjónarhorn á hlutunum. Hann hefur aldrei hringt í mig og spurt hvernig málin standa eða hver mín markmið eru. Það er bara ákveðið að ég sé ekki á leið í atvinnumennsku því ég á barn og er með annað á leiðinni. Ég bara skil þetta ekki.“Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari.Vísir/DaníelFæ ekki tækifæri á meðan hann stjórnar Kristján segir þetta ekki í fyrsta skipti sem Úlfar hunsar sig. Síðan hann keppti fyrir Íslands hönd á EM landsliða 2012 hér heima á Íslandi hefur Kristján ekki verið valinn aftur. „Reglurnar í fyrra um valið voru þannig að í liðinu áttu að vera tveir efstu á stigalistanum, tveir efstu á heimslistanum og svo val þjálfara. Það var í fyrra en var breytt í í ár. Nú er það efsti maður á báðum listum og fjórir sem þjálfarinn velur,“ segir Kristján Þór. „Þessar reglur áttu líka við um HM-liðið fyrir tveimur árum. Þá átti að velja efsta mann á báðum listum og ég var efstur af Íslendingunum á heimslistanum. Samt ákvað Úlfar að velja mig ekki þó það væri búið að gefa út reglurnar. Svo er verið að tala um að velja í liðið út frá afreksstefnu golfsambandsins.“ „Fyrir fjórum árum þegar annað HM-lið var valið var ég að spila í Bandaríkjunum og gékk mjög vel. Ég var búinn að vinna tvö mót en samt var ég ekki valinn þó talað væri um á þeim tíma að árangur erlendis spilaði inn í.“ Kristján er vægt til orða tekið ósáttur við Úlfar Jónsson og býst ekki við að fá annað tækifæri með landsliðinu á meðan hann er við stjórnvölinn. „Svo lengi sem hann er að stjórna þarf eitthvað svakalega stórt að gerast virðist vera svo ég fái tækifæri. Hann er með eitthvað persónulegt á móti mér,“ segir Kristján Þór sem hefur þó ekki tekið ákvörðun um hvort hann hafni næsta boði vegna deilna við þjálfarann fái hann annað tækifæri. Kristján Þór var meiddur í vetur sem var ástæða þess að hann keppti ekki á neinu úrtökumóti. Hann komst ekki af stað fyrr en rétt fyrir Eimskipsmótaröðina. „Ég tjáði honum á fundi í byrjun árs í fyrra að ég ætlaði að fara á úrtökumót en hann hafði enga trú á því vegna þess að ég var að fara að eignast barn. En ástæðan fyrir því að ég fór ekki er sú að ég fékk brjósklos. Svo var ég í erfiðum meiðslum í vetur,“ segir Kristján Þór. „Þó þessir strákar sem eru í landsliðinu eru búnir að vera að æfa og spila stíft í allan vetur ná þeir ekkert að vinna mig. Ég er alltaf þarna á meðal fimm efstu. Úlfar hefur bara aldrei haft trú á mér.“ Golf Tengdar fréttir Þrjú landslið í golfi valin Úlfar Jónsson búinn að velja þá kylfinga sem keppa á næstu mótum. 20. júní 2014 12:28 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Ég er allt annað en ánægður með þetta val,“ segir Kristján Þór Einarsson, kylfingur úr GKJ, um liðið sem ÚlfarJónsson, landsliðsþjálfari í golfi, valdi fyrir Evrópukeppni karlalandsliða sem fram fer í Finnlandi 8.-12. júlí. Kristján Þór er annar á stigalistanum á Eimskipsmótaröðinni eftir að lenda í 4. sæti á Nettómótinu, 10. sæti á Egils Gull-mótinu og í öðru sæti á Símamótinu í Hveragerði um síðustu helgi. Þeir fimm sem valdir voru eru í sætum 1-6 en hlaupið er yfir Kristján Þór. „Þetta er mjög skrítið þegar maður lítur á valið með hliðsjón af stigalistanum. Svo velur hann mann sem er alls ekki búinn að vera spila vel í vetur og var ekki að spila vel á breska áhugamannamótinu um helgina,“ segir Kristján en nafngreinir einstaklinginn ekki.Á ekki heima í landsliðinu vegna barnseigna Mosfellingurinn, sem varð Íslandsmeistari eftir ævintýralegan lokasprett í Vestmannaeyjum fyrir fimm árum, segir landsliðsþjálfarann vera með sínar eigin skoðanir á sjálfum sér sem eiga ekki við rök að styðjast. „Hann segir mér óbeint að ég eigi ekkert heima í landsliðinu því ég á barn og er með annað á leiðinni. Hann telur að metnaðurinn sé ekki í golfinu,“ segir Kristján Þór við Vísi. „Hann er með skrítnar ályktanir og alveg með sitt sjónarhorn á hlutunum. Hann hefur aldrei hringt í mig og spurt hvernig málin standa eða hver mín markmið eru. Það er bara ákveðið að ég sé ekki á leið í atvinnumennsku því ég á barn og er með annað á leiðinni. Ég bara skil þetta ekki.“Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari.Vísir/DaníelFæ ekki tækifæri á meðan hann stjórnar Kristján segir þetta ekki í fyrsta skipti sem Úlfar hunsar sig. Síðan hann keppti fyrir Íslands hönd á EM landsliða 2012 hér heima á Íslandi hefur Kristján ekki verið valinn aftur. „Reglurnar í fyrra um valið voru þannig að í liðinu áttu að vera tveir efstu á stigalistanum, tveir efstu á heimslistanum og svo val þjálfara. Það var í fyrra en var breytt í í ár. Nú er það efsti maður á báðum listum og fjórir sem þjálfarinn velur,“ segir Kristján Þór. „Þessar reglur áttu líka við um HM-liðið fyrir tveimur árum. Þá átti að velja efsta mann á báðum listum og ég var efstur af Íslendingunum á heimslistanum. Samt ákvað Úlfar að velja mig ekki þó það væri búið að gefa út reglurnar. Svo er verið að tala um að velja í liðið út frá afreksstefnu golfsambandsins.“ „Fyrir fjórum árum þegar annað HM-lið var valið var ég að spila í Bandaríkjunum og gékk mjög vel. Ég var búinn að vinna tvö mót en samt var ég ekki valinn þó talað væri um á þeim tíma að árangur erlendis spilaði inn í.“ Kristján er vægt til orða tekið ósáttur við Úlfar Jónsson og býst ekki við að fá annað tækifæri með landsliðinu á meðan hann er við stjórnvölinn. „Svo lengi sem hann er að stjórna þarf eitthvað svakalega stórt að gerast virðist vera svo ég fái tækifæri. Hann er með eitthvað persónulegt á móti mér,“ segir Kristján Þór sem hefur þó ekki tekið ákvörðun um hvort hann hafni næsta boði vegna deilna við þjálfarann fái hann annað tækifæri. Kristján Þór var meiddur í vetur sem var ástæða þess að hann keppti ekki á neinu úrtökumóti. Hann komst ekki af stað fyrr en rétt fyrir Eimskipsmótaröðina. „Ég tjáði honum á fundi í byrjun árs í fyrra að ég ætlaði að fara á úrtökumót en hann hafði enga trú á því vegna þess að ég var að fara að eignast barn. En ástæðan fyrir því að ég fór ekki er sú að ég fékk brjósklos. Svo var ég í erfiðum meiðslum í vetur,“ segir Kristján Þór. „Þó þessir strákar sem eru í landsliðinu eru búnir að vera að æfa og spila stíft í allan vetur ná þeir ekkert að vinna mig. Ég er alltaf þarna á meðal fimm efstu. Úlfar hefur bara aldrei haft trú á mér.“
Golf Tengdar fréttir Þrjú landslið í golfi valin Úlfar Jónsson búinn að velja þá kylfinga sem keppa á næstu mótum. 20. júní 2014 12:28 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Þrjú landslið í golfi valin Úlfar Jónsson búinn að velja þá kylfinga sem keppa á næstu mótum. 20. júní 2014 12:28