Utanríkisráðherra fundar í Kína Randver Kári Randversson skrifar 26. júní 2014 11:27 Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund með viðskiptaráðherra Kína. Vísir/Pjetur Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er þessa dagana í heimsókn í Kína ásamt viðskiptasendinefnd. Fundar hann þar með ráðamönnum og kynnir sér starfsemi íslenskra fyrirtækja í Kína og hvernig megi auka og víkka út viðskipti og samstarf Íslands og Kína á næstu árum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Fyrr í dag átti utanríkisráðherra fund í Peking með viðskiptaráðherra Kína, Gao Hucheng, í tilefni af gildistöku fríverslunarsamnings Íslands og Kína 1. júlí nk. Ræddu ráðherrarnir vaxandi viðskipti ríkjanna og þau tímamót í samskiptum ríkjanna sem fríverslunarsamningurinn markar. Vonir standa til að samningurinn auki verulega viðskipti ríkjanna. Efnahagslegt samstarf af ýmsum toga var rætt, ekki síst þróun samstarfs í orkumálum, m.a. jarðvarma. Þá ræddu ráðherrarnir ferðamál, samvinnu á Drekasvæðinu og áhuga íslenskra fyrirtækja á sölu á ýmsum kjötafurðum og mjólkurvörum til Kína. Þá fundaði utanríkisráðherra með varautanríkisráðherra Kína, Wang Chao. Fögnuðu ráðherrarnir þeim tækifærum sem fælust í fríverslun milli ríkjanna, auknu samstarfi á ýmsum sviðum og því samráði sem hér væri hafið samkvæmt viljayfirlýsingu forsætisráðherra ríkjanna frá fyrra ári. Í því samhengi minntust þeir nýgerðs samkomulags um samráð á sviði vinnumála. Norðurslóðamál bar hátt á fundinum, áherslur Íslands á því sviði og samstarfsmöguleikar m.a. á sviði umhverfisverndar. Evrópumál og efnahagsmál bar einnig á góma, sem og mikilvægi jafnréttismála. Á morgun fundar Gunnar Bragi Sveinsson með utanríkisráðherra Kína, Wang Yi. Þá ávarpar hann viðskiptaþing íslenskra og kínverskra fyrirtækja en á þinginu er lögð áhersla á matvælaútflutning þ.m.t. sjávarafurðir. Ráðherra mun ennfremur funda með forstjóra Sinopec Group, sem er í samstarfi við Orka Energy um hitaveituverkefni í Kína. Illugi og Orka Energy Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er þessa dagana í heimsókn í Kína ásamt viðskiptasendinefnd. Fundar hann þar með ráðamönnum og kynnir sér starfsemi íslenskra fyrirtækja í Kína og hvernig megi auka og víkka út viðskipti og samstarf Íslands og Kína á næstu árum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Fyrr í dag átti utanríkisráðherra fund í Peking með viðskiptaráðherra Kína, Gao Hucheng, í tilefni af gildistöku fríverslunarsamnings Íslands og Kína 1. júlí nk. Ræddu ráðherrarnir vaxandi viðskipti ríkjanna og þau tímamót í samskiptum ríkjanna sem fríverslunarsamningurinn markar. Vonir standa til að samningurinn auki verulega viðskipti ríkjanna. Efnahagslegt samstarf af ýmsum toga var rætt, ekki síst þróun samstarfs í orkumálum, m.a. jarðvarma. Þá ræddu ráðherrarnir ferðamál, samvinnu á Drekasvæðinu og áhuga íslenskra fyrirtækja á sölu á ýmsum kjötafurðum og mjólkurvörum til Kína. Þá fundaði utanríkisráðherra með varautanríkisráðherra Kína, Wang Chao. Fögnuðu ráðherrarnir þeim tækifærum sem fælust í fríverslun milli ríkjanna, auknu samstarfi á ýmsum sviðum og því samráði sem hér væri hafið samkvæmt viljayfirlýsingu forsætisráðherra ríkjanna frá fyrra ári. Í því samhengi minntust þeir nýgerðs samkomulags um samráð á sviði vinnumála. Norðurslóðamál bar hátt á fundinum, áherslur Íslands á því sviði og samstarfsmöguleikar m.a. á sviði umhverfisverndar. Evrópumál og efnahagsmál bar einnig á góma, sem og mikilvægi jafnréttismála. Á morgun fundar Gunnar Bragi Sveinsson með utanríkisráðherra Kína, Wang Yi. Þá ávarpar hann viðskiptaþing íslenskra og kínverskra fyrirtækja en á þinginu er lögð áhersla á matvælaútflutning þ.m.t. sjávarafurðir. Ráðherra mun ennfremur funda með forstjóra Sinopec Group, sem er í samstarfi við Orka Energy um hitaveituverkefni í Kína.
Illugi og Orka Energy Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira