Innlent

Eiríkur Ingi kominn í mark

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VÍSIR/ARNÞÓR
Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son kom í mark í WOW Cyclothon hjólamótinu nú um klukkan þrjú í dag og hafa þá allir kepp­end­ur keppn­inn­ar skilað sér yfir marklín­una við Rauðavatn.

Eiríkur hjólaði hringveginn, 1332 kílómetra, einn síns liðs og var hann næstum 77 klukkustundir á leiðinni.

Eiríkur Ingi er flestum kunnur fyrir magnað þrekvirki sem hann vann þegar Hallgrímur sf. sökk undan ströndum Noregs í janúar árið 2012. Hann var í þrjá og hálfan klukkutíma í sjónum í miklum öldugangi og varð hann landsfrægur fyrir magnaða frásögn hans í viðtali við Kastljós á RÚV.

Í myndbandi sem birtist á Facebook-síðu keppninnar sagðist hann hlakka til að komast í heitapottinn að keppninni lokinni.

Alls tóku 63 hópar þátt í hjólamóti WOW í ár en hjólað var til styrktar bæklunarsk­urðdeild Land­spít­ala-Há­skóla­sjúkra­hús. Alls hafa safnast rúmlega 14 milljónir króna en söfnunin stendur yfir til miðnættis 30. júní.

Alls hefur 114.500 krónum verið heitið á Eirík þegar þetta er skrifað.

Lið HjólaKrafts hefur safnað mestum peningi allra, rétt rúmlega milljón króna.


Tengdar fréttir

Eiríkur Ingi maður ársins á Bylgjunni

Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður sem komst af eftir hryllilegan sjóskaða fyrr á árinu, er maður ársins á Bylgjunni árið 2012. Kosning fór fram bæði á Vísir.is sem og á Bylgjunni þar sem hlustendur hringdu inn og greiddu atkvæði sitt. Eiríkur Ingi fór með afgerandi sigur í kosningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×