Innlent

Þrekvirki að lifa af fjögurra tíma vist í Noregshafi

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Frá björgunaræfingu. Myndin er úr safni.
Frá björgunaræfingu. Myndin er úr safni.
Eiríkur Ingi Jóhannsson vann mikið þrekvirki þegar hann komst lífs af frá sjóslysinu í Noregi. Hann var í þrjá og hálfan klukkutíma í sjónum í miklum öldugangi. Skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna segir þjálfun íslenskra sjómanna vera ómetanlega í slíkum aðstæðum.

Eiríkur Ingi kom heim til Íslands seinnipartinn í dag. Hann var einn fjögurra sem var um borð í Hallgrími SI-77 þegar skipið sökk undan ströndum Noregs í fyrradag. Eiríkur var sá eini sem komst lífs af en þegar honum var bjargað hélt hann í tóma olíutunnu auk þess sem hann var í flotbúning. Hann var búinn að vera í þrjá og hálfan klukkutíma í sjónum. Á sex klukkutímum á líkamshiti manns í flotbúning þegar hann er í 0 gráðu köldum sjó ekki að lækka meira en sem nemur einni gráðu

Slysavarnarskóli sjómanna sér um þjálfun sjómanna og eru nemendur meðal annars æfðir í þyrlubjörgun. Fréttastofa fékk að fylgjast með slíkri æfingu í dag. Skólastjórinn segir þjálfunina ómetanlega. Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×