Ungstirnið Patrick Reed leiðir fyrir lokahringinn á Congressional 28. júní 2014 22:22 Það er gaman að fylgjast með hinum kokhrausta Patrick Reed. AP/Getty Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed leiðir fyrir lokahringinn á Quicken Loans National mótinu sem fram fer á Congressional vellinum en hann er samtals á sex höggum undir pari fyrir lokahringinn. Hann lék þriðja hring í kvöld á 71 höggi eða pari vallar en í öðru sæti á fjórum höggum undir pari koma þeir Marc Leishman frá Ástralíu, SeongYul-Noh frá Suður-Kóreu og Freddie Jacobson frá Svíþjóð. Patrick Reed skaust upp á stjörnuhimininn fyrir rúmlega ári síðan þegar hann sigraði á Wyndham meistaramótinu en hann hefur sigrað tveimur öðrum mótum á PGA-mótaröðinni síðan þá. Fyrr á árinu gaf hann út í viðtali að hann væri einn af fimm bestu kylfingum heims en margir hlógu að því enda er hann bara 23 ára gamall og hefur aðeins haft keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár. Ef Reed tekst að sigra mótið á morgun yrði það fjórði sigur hans á 12 mánuðum en fáir kylfingar á PGA-mótaröðinni geta státað af því. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 en áhugavert verður að sjá hvort að þessi litríki kylfingur landi sigri á hinum erfiða Congressional velli. Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed leiðir fyrir lokahringinn á Quicken Loans National mótinu sem fram fer á Congressional vellinum en hann er samtals á sex höggum undir pari fyrir lokahringinn. Hann lék þriðja hring í kvöld á 71 höggi eða pari vallar en í öðru sæti á fjórum höggum undir pari koma þeir Marc Leishman frá Ástralíu, SeongYul-Noh frá Suður-Kóreu og Freddie Jacobson frá Svíþjóð. Patrick Reed skaust upp á stjörnuhimininn fyrir rúmlega ári síðan þegar hann sigraði á Wyndham meistaramótinu en hann hefur sigrað tveimur öðrum mótum á PGA-mótaröðinni síðan þá. Fyrr á árinu gaf hann út í viðtali að hann væri einn af fimm bestu kylfingum heims en margir hlógu að því enda er hann bara 23 ára gamall og hefur aðeins haft keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár. Ef Reed tekst að sigra mótið á morgun yrði það fjórði sigur hans á 12 mánuðum en fáir kylfingar á PGA-mótaröðinni geta státað af því. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 en áhugavert verður að sjá hvort að þessi litríki kylfingur landi sigri á hinum erfiða Congressional velli.
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira