Innlent

Hestar týndust á Ölkelduhálsi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
„Við erum búin að vera að leita í allan morgun. Það var farið strax af stað um leið og það kom í ljós að hestana vantaði,“ segir Albert Pálmason. Hann var ásamt öðrum í hestaferð í gær á Hengilssvæðinu upp á Ölkelduhálsi.

Níu hestar af um 80 skiluðu sér þó ekki til byggða eftir ferðina. Vonskuveður var á heiðinni og mikil rigning og rok. „Það rigndi ekki úr einni átt, heldur öllum.“

„Það var brjálað veður þarna, á meðan það var sól í Reykjavík. Það var varla stætt í fjöllunum fyrir ofan Hveragerði,“ segir Albert.

Ef einhver skildi verða hestanna var getur hann haft samband við Albert í síma 899-1202.

Uppfært 15:08

Fjórir hestanna eru nú fundnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×