Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 3-0 | Langþráður sigur hjá ÍBV Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 18. júní 2014 12:35 Jonathan Glenn fór á kostum í kvöld. Vísir/Stefán Eyjamenn eru komnir í 8-liða úrslit Borgunarbikarsins eftir þriggja marka sigur á Valsmönnum á heimavelli í kvöld. Jonathan Glenn var allt í öllu og skoraði seinni tvö mörk liðsins og átti stóran þátt í því fyrsta. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, ákvað að breyta aðeins liðsuppstillingu sinni fyrir leikinn. Hann hélt áfram að nota 4-3-3 leikkerfið en færði Víði Þorvarðarson út á kant og stillti Atla Fannari Jónssyni upp í holunni svokölluðu. Skemmst er frá því að segja að Atli Fannar átti prýðisgóðan leik eins og í undanförnum leikjum. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en Eyjamenn stjórnuðu fyrri hálfleik algjörlega, Valsmenn áttu í erfiðleikum með að stöðva Atla Fannar Jónsson og Jonathan Glenn sem léku á alls oddi fyrir heimamenn framarlega á vellinum. Nokkur færi sáust í fyrri hálfleik en lítið var þó um opin marktækifæri en oftast klikkaði seinasta sending Eyjamanna þegar komið var á seinasta þriðjung vallarins. Eyjamenn stjórnuðu eins og áður segir ferðinni í fyrri hálfleik, þeir héldu því áfram í þeim seinni og uppskáru mark eftir rétt rúmlega eina mínútu þegar að Atli Fannar Jónsson stakk boltanum innfyrir á Jonathan Glenn sem átti skot að marki en Fjalar Þorgeirsson varði það beint í Magnús Má Lúðvíksson sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Stuttu eftir markið meiddist Matt Garner og þurfti að fara að leikvelli, táningurinn Jón Ingason kom þá inn á völlinn í hans stað og byrjaði á því að leggja upp mark fyrir Jonathan Glenn. Valsmenn settu meira púður í sóknarleikinn og skiptu inn á sókndjörfum leikmönnum, það nýttu Eyjamenn sér og tókst Jonathan Glenn að skora í annað skiptið en þar sýndi hann hvað hann getur og stakk varnarmann Valsmanna auðveldlega af og lagði boltann snyrtilega í markið. Þriggja marka sigur Eyjamanna því staðreynd og annar 3-0 sigur þeirra í Borgunarbikarnum, þrátt fyrir það eru þeir markalausir í deildinni og þurfa sárlega á stigum að halda, ætli þeir sér ekki að leika í 1. deildinni á næstu leiktíð. Eiður Aron: Stjórnuðum leiknum í 92 mínútur „Við kláruðum færin í seinni hálfleik og var það aðalmunurinn í dag. Það sem skóp sigurinn var það við skoruðum þrjú mörk og héldum hreinu,“ sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði Eyjamanna, eftir sannfærandi sigur gegn lærisveinum Magnúsar Gylfasonar í Val. „Í hálfleik töluðum við um að halda áfram, við stjórnuðum þessum leik í 92 mínútur, mér fannst aldrei nein hætta í átt að markinu okkar. Hefðum við nýtt færin í fyrri hálfleik hefði þetta farið svona fimm eða sex núll.“ „Þetta er vonandi eitthvað bikarævintýri sem við þurfum að taka með okkur í deildina. Þessi botnbarátta er orðin frekar þreytt.“ „Maður er bara þunglyndur þegar maður horfir á töfluna en eins og ég segi tökum við þetta vonandi með í deildina og förum að hala inn stigum,“ sagði sáttur fyrirliði Eyjamanna í samtali við Vísi eftir leikinn.Haukur Páll: Verðum að hugsa okkar gang „Þeir komast yfir 1-0 og svo í 2-0 fljótlega, þá er orðið á brattann að sækja fyrir okkur og við ýtum mönnum framar og opnum okkur mikið til baka, þeir voru skynsamir og kláruðu leikinn vel,“ sagði fyrirliði Valsmanna, Haukur Páll Sigurðsson, eftir tap gegn Eyjamönnum. „Ég er ekki ánægður með byrjunina, þeir fá tvö góð færi sem Fjalar ver vel, aftur á móti erum við að koma okkur í góða skotsénsa og ágætis hálffæri hér og þar.“ „Þeir settu annað mark strax á okkur og áttu þennan sigur fyllilega skilið. Spilamennskan í heild sinni var bara ekki nógu góð, við verðum að fara að hugsa okkar gang og fara að einbeita okkur að deildinni.“ „Við þurfum að byrja að safna stigum strax á sunnudaginn,“ sagði Haukur að lokum en Valsarar halda í ferðalag til Akureyrar og mæta Þórsurum. Íslenski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Eyjamenn eru komnir í 8-liða úrslit Borgunarbikarsins eftir þriggja marka sigur á Valsmönnum á heimavelli í kvöld. Jonathan Glenn var allt í öllu og skoraði seinni tvö mörk liðsins og átti stóran þátt í því fyrsta. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, ákvað að breyta aðeins liðsuppstillingu sinni fyrir leikinn. Hann hélt áfram að nota 4-3-3 leikkerfið en færði Víði Þorvarðarson út á kant og stillti Atla Fannari Jónssyni upp í holunni svokölluðu. Skemmst er frá því að segja að Atli Fannar átti prýðisgóðan leik eins og í undanförnum leikjum. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en Eyjamenn stjórnuðu fyrri hálfleik algjörlega, Valsmenn áttu í erfiðleikum með að stöðva Atla Fannar Jónsson og Jonathan Glenn sem léku á alls oddi fyrir heimamenn framarlega á vellinum. Nokkur færi sáust í fyrri hálfleik en lítið var þó um opin marktækifæri en oftast klikkaði seinasta sending Eyjamanna þegar komið var á seinasta þriðjung vallarins. Eyjamenn stjórnuðu eins og áður segir ferðinni í fyrri hálfleik, þeir héldu því áfram í þeim seinni og uppskáru mark eftir rétt rúmlega eina mínútu þegar að Atli Fannar Jónsson stakk boltanum innfyrir á Jonathan Glenn sem átti skot að marki en Fjalar Þorgeirsson varði það beint í Magnús Má Lúðvíksson sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Stuttu eftir markið meiddist Matt Garner og þurfti að fara að leikvelli, táningurinn Jón Ingason kom þá inn á völlinn í hans stað og byrjaði á því að leggja upp mark fyrir Jonathan Glenn. Valsmenn settu meira púður í sóknarleikinn og skiptu inn á sókndjörfum leikmönnum, það nýttu Eyjamenn sér og tókst Jonathan Glenn að skora í annað skiptið en þar sýndi hann hvað hann getur og stakk varnarmann Valsmanna auðveldlega af og lagði boltann snyrtilega í markið. Þriggja marka sigur Eyjamanna því staðreynd og annar 3-0 sigur þeirra í Borgunarbikarnum, þrátt fyrir það eru þeir markalausir í deildinni og þurfa sárlega á stigum að halda, ætli þeir sér ekki að leika í 1. deildinni á næstu leiktíð. Eiður Aron: Stjórnuðum leiknum í 92 mínútur „Við kláruðum færin í seinni hálfleik og var það aðalmunurinn í dag. Það sem skóp sigurinn var það við skoruðum þrjú mörk og héldum hreinu,“ sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði Eyjamanna, eftir sannfærandi sigur gegn lærisveinum Magnúsar Gylfasonar í Val. „Í hálfleik töluðum við um að halda áfram, við stjórnuðum þessum leik í 92 mínútur, mér fannst aldrei nein hætta í átt að markinu okkar. Hefðum við nýtt færin í fyrri hálfleik hefði þetta farið svona fimm eða sex núll.“ „Þetta er vonandi eitthvað bikarævintýri sem við þurfum að taka með okkur í deildina. Þessi botnbarátta er orðin frekar þreytt.“ „Maður er bara þunglyndur þegar maður horfir á töfluna en eins og ég segi tökum við þetta vonandi með í deildina og förum að hala inn stigum,“ sagði sáttur fyrirliði Eyjamanna í samtali við Vísi eftir leikinn.Haukur Páll: Verðum að hugsa okkar gang „Þeir komast yfir 1-0 og svo í 2-0 fljótlega, þá er orðið á brattann að sækja fyrir okkur og við ýtum mönnum framar og opnum okkur mikið til baka, þeir voru skynsamir og kláruðu leikinn vel,“ sagði fyrirliði Valsmanna, Haukur Páll Sigurðsson, eftir tap gegn Eyjamönnum. „Ég er ekki ánægður með byrjunina, þeir fá tvö góð færi sem Fjalar ver vel, aftur á móti erum við að koma okkur í góða skotsénsa og ágætis hálffæri hér og þar.“ „Þeir settu annað mark strax á okkur og áttu þennan sigur fyllilega skilið. Spilamennskan í heild sinni var bara ekki nógu góð, við verðum að fara að hugsa okkar gang og fara að einbeita okkur að deildinni.“ „Við þurfum að byrja að safna stigum strax á sunnudaginn,“ sagði Haukur að lokum en Valsarar halda í ferðalag til Akureyrar og mæta Þórsurum.
Íslenski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira