Umfjöllun og viðtöl: KR - Fjölnir 4-2 | Gary Martin á skotskónum Stefán Árni Pálsson á KR-velli skrifar 19. júní 2014 15:36 Vísir/Daníel KR-ingar unnu frábæran sigur á Fjölnismönnum, 4-2, í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Gary Martin var magnaður í liði KR og gerði tvö mörk en KR-ingar verða því í pottinum þegar dregið verður á morgun. Leikurinn hófst heldur rólega og voru liðin lengi að komast í takt við sinn leik. Lítið gerðist á fyrsta hálftímanum en það var síðan markamaskína KR-inga á þessu tímabili, Grétar Sigfinnur Sigurðsson sem kom KR yfir á 34. mínútu. Grétar skoraði eftir hornspyrnu frá Óskari Erni en Þórður Ingason, markvörður Fjölnis, náði ekki að hafa hendur á boltanum og Grétar nýtti sér það vel. Gestirnir gáfust heldur betur ekki upp voru búnir að jafna metin eftir aðeins fjórar mínútur. Þar var að verki Þórir Guðjónsson sem stýrði boltanum í netið eftir frábæra sendingu úr aukaspyrnu. KR-ingar komu strax til baka og skoruðu sitt annað mark í leiknum þremur mínútum síðar þegar Gary Martin skoraði laglegt mark, stöngin inn. Þrjú mörk á sjö mínútum í Vesturbænum og leikurinn galopinn og skemmtilegur. Fleiri voru mörkin ekki í fyrri hálfleiknum og var staðan 2-1 í hálfleik. Mikið fjör var í leiknum strax í upphafi síðari hálfleiksins og það voru Fjölnismenn sem náðu að jafna metin þegar rúmlega tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Þar var að verki Gunnar Már Guðmundsson, sem skoraði laglega með skalla eftir hornspyrnu frá Ragnari Leóssyni. Gary Martin var aftur á ferðinni fimm mínútum síðar og skoraði hann þá glæsilegt mark. Englendingurinn vippaði boltanum yfir Þórð í markinu eftir fínu sendingu með grasinu frá Gonzalo Balbi. Þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fengu Fjölnismenn líklega besta færi leiksins. Þórir Guðjónsson átti þá skot á markið sem var bjargað á línu, ótrúlegt atvik. Þórir átti bara eftir að renna boltanum í autt markið eftir að hann hafði farið fram hjá Stefáni í marki KR. Grétar Sigfinnur aftur á móti renndi sér fyrir markið og fékk boltann í bakið. Boltinn barst þá aftur til Þóris sem átti þá skot í stöngina. KR-ingar gengu frá leiknum þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Þá leit dagsins ljós fallegasta mark leiksins. Gonzalo Balbi lyfti boltanum yfir Þórð Ingason í marki Fjölnis af 35 til 40 metra færi. Balbi var fljótur að átta sig, sá að Þórður var framarlega og skoraði ótrúlegt mark. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og unnu KR-ingar að lokum öruggan sigur 4-2. Vesturbæingar eru því komnir áfram í bikarnum en dregið verður á morgun. Grétar markaskorari: Maður verður bara að láta sig vaða„Það er bara mikil gleði að vera komnir í 8-liða úrslit,“ segir Grétar Sigfinnur Sigurðsson, leikmaður KR, efir sigurinn. „Þetta var erfiður leikur. Fjölnismenn eru skipulagðir og það tók langan tíma að brjóta þá á bak aftur.“ Grétar segir að það hafi kannski verið ákveðin heppnisstimpill á ákveðnum aðgerðum KR-inga í kvöld. „Það var samt sem áður ekki alveg nægilega gott hjá okkur að fá á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum og við verðum að skoða það.“ Grétar skoraði eitt mark fyrir KR í kvöld og hann hefur verið iðinn við kolann fyrir framan markið í sumar. „Maður verður bara að láta sig vaða inn í teignum. Þú verður bara að hafa trú á sjálfum þér og vilja skora mörk.“ Ágúst: Mætum út með kassann í næsta leik „Þetta var bara hörku leikur og mikill hraði í honum,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis eftir leikinn. „Völlurinn var mjög blautur og því varð leikurinn hraður og skemmtilegur. Mér fannst við bara gera nokkuð vel í kvöld og spiluðum ágætlega úr því sem við fengum úr að moða.“ Ágúst vill meina að Fjölnismenn hefðu átt að jafna metin í 3-3 þegar KR-ingar vörðu á marklínu. „Þetta varð mjög erfitt síðust tíu mínúturnar eftir að þeir höfðu skorað lokamarkið og KR-ingar náðu að sigla þessu heim.“ Fjölnismenn hafa tapað þremur leikjum í röð en Ágúst hefur ekki áhyggjur af því. „Blaðrar er heldur betur ekki sprungin og við mætum dýrvitlausir til leiks á sunnudaginn gegn Stjörnunni. Við eigum eftir að koma til baka og blása í þessa blessuðu blöðru. Menn mæta út með kassann í næsta leik.“ Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
KR-ingar unnu frábæran sigur á Fjölnismönnum, 4-2, í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Gary Martin var magnaður í liði KR og gerði tvö mörk en KR-ingar verða því í pottinum þegar dregið verður á morgun. Leikurinn hófst heldur rólega og voru liðin lengi að komast í takt við sinn leik. Lítið gerðist á fyrsta hálftímanum en það var síðan markamaskína KR-inga á þessu tímabili, Grétar Sigfinnur Sigurðsson sem kom KR yfir á 34. mínútu. Grétar skoraði eftir hornspyrnu frá Óskari Erni en Þórður Ingason, markvörður Fjölnis, náði ekki að hafa hendur á boltanum og Grétar nýtti sér það vel. Gestirnir gáfust heldur betur ekki upp voru búnir að jafna metin eftir aðeins fjórar mínútur. Þar var að verki Þórir Guðjónsson sem stýrði boltanum í netið eftir frábæra sendingu úr aukaspyrnu. KR-ingar komu strax til baka og skoruðu sitt annað mark í leiknum þremur mínútum síðar þegar Gary Martin skoraði laglegt mark, stöngin inn. Þrjú mörk á sjö mínútum í Vesturbænum og leikurinn galopinn og skemmtilegur. Fleiri voru mörkin ekki í fyrri hálfleiknum og var staðan 2-1 í hálfleik. Mikið fjör var í leiknum strax í upphafi síðari hálfleiksins og það voru Fjölnismenn sem náðu að jafna metin þegar rúmlega tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Þar var að verki Gunnar Már Guðmundsson, sem skoraði laglega með skalla eftir hornspyrnu frá Ragnari Leóssyni. Gary Martin var aftur á ferðinni fimm mínútum síðar og skoraði hann þá glæsilegt mark. Englendingurinn vippaði boltanum yfir Þórð í markinu eftir fínu sendingu með grasinu frá Gonzalo Balbi. Þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fengu Fjölnismenn líklega besta færi leiksins. Þórir Guðjónsson átti þá skot á markið sem var bjargað á línu, ótrúlegt atvik. Þórir átti bara eftir að renna boltanum í autt markið eftir að hann hafði farið fram hjá Stefáni í marki KR. Grétar Sigfinnur aftur á móti renndi sér fyrir markið og fékk boltann í bakið. Boltinn barst þá aftur til Þóris sem átti þá skot í stöngina. KR-ingar gengu frá leiknum þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Þá leit dagsins ljós fallegasta mark leiksins. Gonzalo Balbi lyfti boltanum yfir Þórð Ingason í marki Fjölnis af 35 til 40 metra færi. Balbi var fljótur að átta sig, sá að Þórður var framarlega og skoraði ótrúlegt mark. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og unnu KR-ingar að lokum öruggan sigur 4-2. Vesturbæingar eru því komnir áfram í bikarnum en dregið verður á morgun. Grétar markaskorari: Maður verður bara að láta sig vaða„Það er bara mikil gleði að vera komnir í 8-liða úrslit,“ segir Grétar Sigfinnur Sigurðsson, leikmaður KR, efir sigurinn. „Þetta var erfiður leikur. Fjölnismenn eru skipulagðir og það tók langan tíma að brjóta þá á bak aftur.“ Grétar segir að það hafi kannski verið ákveðin heppnisstimpill á ákveðnum aðgerðum KR-inga í kvöld. „Það var samt sem áður ekki alveg nægilega gott hjá okkur að fá á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum og við verðum að skoða það.“ Grétar skoraði eitt mark fyrir KR í kvöld og hann hefur verið iðinn við kolann fyrir framan markið í sumar. „Maður verður bara að láta sig vaða inn í teignum. Þú verður bara að hafa trú á sjálfum þér og vilja skora mörk.“ Ágúst: Mætum út með kassann í næsta leik „Þetta var bara hörku leikur og mikill hraði í honum,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis eftir leikinn. „Völlurinn var mjög blautur og því varð leikurinn hraður og skemmtilegur. Mér fannst við bara gera nokkuð vel í kvöld og spiluðum ágætlega úr því sem við fengum úr að moða.“ Ágúst vill meina að Fjölnismenn hefðu átt að jafna metin í 3-3 þegar KR-ingar vörðu á marklínu. „Þetta varð mjög erfitt síðust tíu mínúturnar eftir að þeir höfðu skorað lokamarkið og KR-ingar náðu að sigla þessu heim.“ Fjölnismenn hafa tapað þremur leikjum í röð en Ágúst hefur ekki áhyggjur af því. „Blaðrar er heldur betur ekki sprungin og við mætum dýrvitlausir til leiks á sunnudaginn gegn Stjörnunni. Við eigum eftir að koma til baka og blása í þessa blessuðu blöðru. Menn mæta út með kassann í næsta leik.“
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira