Fótbolti

Villa fer frá Atletico Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
David Villa staðfesti í dag að hann sé á leið frá Atletico Madrid en líklegt er að hann spili í Bandaríkjunum á næstu leiktíð.

„Þetta er ómótstæðilegt tilboð fyrir mig og fjölskyldu mína. Það er afar, afar gott,“ sagði Villa í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu Atletico í dag.

„Þetta snýst um fótbolta og ég verð að taka tilboðinu. Ég verð ávallt stuðningsmaður Atletico eftir allt það sem félagið hefur gefið mér í ár,“ bætti hann við en talið er að hann sé á leið til New York City FC.

Frank Lampard hefur einnig verið orðaður við liðið en ljóst er að hann verður ekki áfram í herbúðum Chelsea. Samningur hans rennur út í sumar og honum hefur ekki verið boðinn nýr.

Villa er í HM-hópi Spánar en þessi 32 ára sóknarmaður kom frá Barcelona fyrir síðasta tímabil. Hann var lykilmaður í liði Atletico sem varð Spánarmeistari í vor og komst í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×