Íslenski boltinn

Þóra samdi við Fylki

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þóra B. Helgadóttir kemur til með að styrkja lið Fylkis gífurlega.
Þóra B. Helgadóttir kemur til með að styrkja lið Fylkis gífurlega. Mynd/Vísir
Nýliðar Fylkis í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu hafa heldur betur fengið liðsstyrk fyrir átökin í sumar en Þóra B. Helgadóttir, landsliðsmarkvörður, er gengin í raðir félagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fylkismönnum segist RagnaLóaStefánsdóttir, þjálfari liðsins, vera ánægð með að fá Þóru.

„Ástæða þess að við vildum fá Þóru í Fylki er að hún er einn af betri markmönnum í Evrópu, Þóra hefur verið í atvinnumennsku lengi og hefur átt frábæran feril með landsliðum Íslands,“ segir Ragna Lóa.

Sjálf segist Þóra vera spennt fyrir verkefninu hjá Fylki en hún kemur til liðsins frá Svíþjóðarmeisturum Rosengård, áður LdB Malmö.

„Eftir samtöl mín við Rögnu Lóu þar sem hún lýsti framtíðarplönum Fylkis þá fannst mér þetta strax gríðarlega spennandi kostur. Það er augljóslega mikill metnaður í Árbænum og ég vonast til að geta lagt mitt af mörkum til þess að Fylkir taki skref í að verða næsta stórlið í íslenskum kvennafótbolta,“ segir Þóra B. Helgadóttir.

Þóra er fædd árið 1981 og á að baki glæstan feril sem atvinnu- og landsliðsmaður. Hún varði mark Íslands á EM 2009 og á að baki 103 A-landsleiki.

Fylkir er í sjötta sæti Pepsi-deildar kvenna með fjögur stig eftir þrjá leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×