Hamarsvöllur verður tilbúinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. júní 2014 14:00 Flötin á 16. braut Hamarsvallar. Mynd/GSÍ Mikil bleyta hefur gert kylfingum erfitt fyrir á Hamarsvelli í Borgarnesi en næsta mót Eimskipsmótaraðarinnar fer engu að síður fram þar síðar í mánuðinum. GSÍ sendi frá sér tilkynningu þess efnis í gærkvöldi að næsta mót mótaraðarinnar færi fram á Hamarsvelli dagana 13.-15. júní eins og upphaflega stóð til. Mótanefnd sambandsins íhugaði þann möguleika að skipta á mótum - að næsta mót færi fram á Garðavelli á Akranesi og að spilað yrði í Borgarnesi í ágúst. En ákveðið var að halda upphaflegri áætlun. „Völlurinn er mjög blautur og hefði þurft 1-2 vikur til viðbótar. Nokkrar brautir eru eins og svampur,“ sagði Jóhannes Kristján Ármannsson, framkvæmdarstjóri Golfklúbbs Borgarness. „En það er góð spá fram að móti og við eigum von á að það verði 20 stigi hjá okkur um helgina. Við verðum tilbúnir í mótið,“ bætti hann við. Hann segir völlurinn hafi ekki komið neitt sérstaklega undan vetrinum, líkt og aðrir grasvellir á höfuðborgarsvæðinu. „Það er þó ekki mikið að kalskemmdum og ástand hans almennt ágætt.“Tilkynning GSÍ: „Næsta mót á Eimskipsmótaröðinni fer fram á Hamarsvelli í Borgarnesi 13.-15. júní og er skráningarfrestur í mótið til 9. júní n.k. Símamótið er mikilvægt mót fyrir okkar bestu kylfinga enda styttist í Íslandsmótið í holukeppni og fá efstu 32 kylfingar á Eimskipsmótaröðin að loknum 3 mótum keppnisrétt á Íslandsmótinu í holukeppni. Þá styttist í Evrópukeppnir landsliða og mun Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari fylgjast grannt með gangi mála á mótinu og í framhaldinu mun hann tilkynna EM-liðin. Mótanefnd GSÍ skoðaði þann möguleika að víxla mótum og færa Símamótið á Garðavöll og spila í Borgarnesi í ágúst, en horfið var frá þeirri ákvörðun og verður leikið á Hamarsvelli í Borgarnesi eins og fyrirhugað var í upphaflegri mótaskrá.“ Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Mikil bleyta hefur gert kylfingum erfitt fyrir á Hamarsvelli í Borgarnesi en næsta mót Eimskipsmótaraðarinnar fer engu að síður fram þar síðar í mánuðinum. GSÍ sendi frá sér tilkynningu þess efnis í gærkvöldi að næsta mót mótaraðarinnar færi fram á Hamarsvelli dagana 13.-15. júní eins og upphaflega stóð til. Mótanefnd sambandsins íhugaði þann möguleika að skipta á mótum - að næsta mót færi fram á Garðavelli á Akranesi og að spilað yrði í Borgarnesi í ágúst. En ákveðið var að halda upphaflegri áætlun. „Völlurinn er mjög blautur og hefði þurft 1-2 vikur til viðbótar. Nokkrar brautir eru eins og svampur,“ sagði Jóhannes Kristján Ármannsson, framkvæmdarstjóri Golfklúbbs Borgarness. „En það er góð spá fram að móti og við eigum von á að það verði 20 stigi hjá okkur um helgina. Við verðum tilbúnir í mótið,“ bætti hann við. Hann segir völlurinn hafi ekki komið neitt sérstaklega undan vetrinum, líkt og aðrir grasvellir á höfuðborgarsvæðinu. „Það er þó ekki mikið að kalskemmdum og ástand hans almennt ágætt.“Tilkynning GSÍ: „Næsta mót á Eimskipsmótaröðinni fer fram á Hamarsvelli í Borgarnesi 13.-15. júní og er skráningarfrestur í mótið til 9. júní n.k. Símamótið er mikilvægt mót fyrir okkar bestu kylfinga enda styttist í Íslandsmótið í holukeppni og fá efstu 32 kylfingar á Eimskipsmótaröðin að loknum 3 mótum keppnisrétt á Íslandsmótinu í holukeppni. Þá styttist í Evrópukeppnir landsliða og mun Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari fylgjast grannt með gangi mála á mótinu og í framhaldinu mun hann tilkynna EM-liðin. Mótanefnd GSÍ skoðaði þann möguleika að víxla mótum og færa Símamótið á Garðavöll og spila í Borgarnesi í ágúst, en horfið var frá þeirri ákvörðun og verður leikið á Hamarsvelli í Borgarnesi eins og fyrirhugað var í upphaflegri mótaskrá.“
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira