Höddi Magg: Ekki boðleg frammistaða Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2014 11:15 Aron Einar og Gylfi voru ekki sjálfum sér líkir að mati Harðar. Vísir/Daníel „Mér fannst stemningin afskaplega dauf hjá leikmönnum liðsins. Það var engin barátta í mönnum og greinilegt að sumir þeirra voru komnir í sumarfrí í huganum,“ segir HörðurMagnússon, íþróttafréttamaður og fyrrverandi markahrókur, um landsleik Íslands gegn Eistlandi í gær. Hörður lýsti leiknum ásamt Ólafi Kristjánssyni, þjálfara Nordsjælland, en spilamennska íslenska liðsins var ekki góð og leikurinn í sjálfu sér hundleiðinlegur. „Leikmenn eins og Gylfi Þór og Aron Einar hafa lítið spilað á seinni hluta tímabilsins og eru tiltöluega ólíkir sjálfum sér,“ segir Hörður sem veltir fyrir sér hvort ekki hefði mátt prófa nýjar leikaðferðir í leikjunum gegn Austurríki og Eistlandi. „Ég hefði viljað sjá aðrar útfærslur í þessum leikjum og prófa nýja taktík í staðinn fyrir að vera fastir í 4-4-2. Ég velti því fyrir mér hvort við getum hreinlega spilað með tvo miðjumenn á móti Hollandi, Tyrklandi og Tékklandi. Höfum við virkilega efni á því að spila með tvo framherja á móti þessum sterkari þjóðum? Ég hef áhyggjur af þessu.“Getur Ísland spilað með tvo framherja?Vísir/daníelHljóta að hafa mjög miklar áhyggjur Hörður fagnar því að menn áttuðu sig á hversu slök spilamennskan var í gær en Kolbeinn Sigþórsson skóf ekkert af hlutunum í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn. Draugar Króatíu sveima enn yfir vötnum. „Kolbeinn segir þarna að þeim verði pakkað saman ef þeir spila svona í undankeppninni og það segir sitt. Það er gott að menn eru ekkert að fela sig á bakvið neitt og gera sér grein fyrir því hversu slakt þetta var,“ segir Hörður. „Stemningin virðist vera dottin niður í liðinu. Menn þurfa að fara að gleyma því sem gerðist í haust gegn Króatíu og gera sér grein fyrir því að það er önnur undankeppni handan við hornið.“ „Við náum ekki einu sinni að koma sterkir inn í seinni hálfleik og fáum á okkur dauðafæri strax. Við fáum þarna gefins vítaspyrnu en það kom aldrei neitt áhlaup eða einhver góður 15-20 mínútna kafli sem maður beið eftir að sjá. Landsliðsþjálfararnir hljóta að hafa mjög miklar áhyggjur af svona frammistöðu. Hún var ekki boðleg fyrir íslenska áhorfendur,“ segir Hörður.Kolbeinn Sigþórsson var bestur í leikjunum að mati Harðar.Vísir/Andri MarinóStemningsleysi í liðinu Leikurinn gegn Eistum í gær var sá síðasti sem liðið spilar áður en undankeppni EM 2016 hefst í haust. Í heildina spilaði Ísland fjóra vináttuleiki á árinu; vann einn, tapaði tveimur og gerði eitt jafntefli. Það verður ekkert grín að rífa upp stemninguna á einni viku í haust eftir svona leik. „Þessir leikir svöruðu engum spurningum nema þeim að hlutirnir virðast ekki vera í lagi og það er stemningsleysi í liðinu. Það verður mjög erfitt að keyra upp stemninguna í haust, plús að maður veit ekkert hvernig standið á mönnum verður þá. Við fáum náttúrlega erfiðan mótherja strax í fyrsta leik og þá verða lykilmenn að vera í standi,“ segir Hörður. „Ef að aðrir lykilmenn fyrir utan Kolbein, sem var í heildina bestur í þessum tveimur leikjum núna, standa sig ekki er ekki von á góðu. Við eigum leiki gegn Tyrkjum, Tékkum og Hollendingum í haust. Þetta gæti verið farið frá okkur strax eftir haustið ef við náum ekki einhverjum stigum í þessum leikjum. Það þurfum við að gera ef við stefnum á þriðja sætið.“Theodór Elmar Bjarnason spilaði í hægri bakverði.Vísir/Andri MarinóSölvi jákvæði punkturinn Hörður var ánægður með innkomu Sölva Geirs Ottesen í leikina tvo og líst vel á valkostina í miðvarðarstöðurnar. TheodórElmar Bjarnason ógnar þó ekki Birki Má Sævarssyni í bakverðinum hægra megin að hans mati og þá finnst Herði vanta að nokkrir menn fái tækifæri. „Sölvi Geir fannst mér koma vel út úr báðum leikjunum og hann er jákvæði punkturinn í þessu að mínu mati. Ég held að hann og Kári Árnason séu að stimpla sig inn sem miðvarðarpar landsliðsins,“ segir Hörður. „Heimir og Lars ætluðu að líta á fleiri leikmenn eins og Kristján Gauta Emilsson sem hefði eflaust fengið að spila í gær hefði hann getað tekið þátt. Það hefði bara engu máli skipt því þetta var svo ofboðslega dauft.“ „Theódór Elmar fannst mér líta ágætlega út á boltanum. Hann var viljugur allan tímann en er náttúrlega ekki bakvörður. Það sést alveg þegar hann missir boltann yfir sig. Hann er kannski möguleiki í þessa stöðu en ógnar ekki Birki.“ „Ég hefði viljað sjá Hjört Loga Valgarðsson fá tækifæri í vinstri bakverðinum í gær en hann er úti í kuldanum og virðist alveg gleymdur. Landsliðsþjálfararnir eru að auglýsa eftir bakvörðum og hvorugir þeirra í gær spila sem slíkir hjá sínum liðum þó Ari Freyr hafi gert stöðuna að sinni. Það er samt engin annar valkostur í hans stöðu.“ „Svo klóra ég mér enn í hausnum yfir því að Björn Daníel Sverrisson sé ekki nógu góður til að spila hálftíma á móti Eistlandi. Ég næ því bara ekki,“ segir Hörður Magnússon. Íslenski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
„Mér fannst stemningin afskaplega dauf hjá leikmönnum liðsins. Það var engin barátta í mönnum og greinilegt að sumir þeirra voru komnir í sumarfrí í huganum,“ segir HörðurMagnússon, íþróttafréttamaður og fyrrverandi markahrókur, um landsleik Íslands gegn Eistlandi í gær. Hörður lýsti leiknum ásamt Ólafi Kristjánssyni, þjálfara Nordsjælland, en spilamennska íslenska liðsins var ekki góð og leikurinn í sjálfu sér hundleiðinlegur. „Leikmenn eins og Gylfi Þór og Aron Einar hafa lítið spilað á seinni hluta tímabilsins og eru tiltöluega ólíkir sjálfum sér,“ segir Hörður sem veltir fyrir sér hvort ekki hefði mátt prófa nýjar leikaðferðir í leikjunum gegn Austurríki og Eistlandi. „Ég hefði viljað sjá aðrar útfærslur í þessum leikjum og prófa nýja taktík í staðinn fyrir að vera fastir í 4-4-2. Ég velti því fyrir mér hvort við getum hreinlega spilað með tvo miðjumenn á móti Hollandi, Tyrklandi og Tékklandi. Höfum við virkilega efni á því að spila með tvo framherja á móti þessum sterkari þjóðum? Ég hef áhyggjur af þessu.“Getur Ísland spilað með tvo framherja?Vísir/daníelHljóta að hafa mjög miklar áhyggjur Hörður fagnar því að menn áttuðu sig á hversu slök spilamennskan var í gær en Kolbeinn Sigþórsson skóf ekkert af hlutunum í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn. Draugar Króatíu sveima enn yfir vötnum. „Kolbeinn segir þarna að þeim verði pakkað saman ef þeir spila svona í undankeppninni og það segir sitt. Það er gott að menn eru ekkert að fela sig á bakvið neitt og gera sér grein fyrir því hversu slakt þetta var,“ segir Hörður. „Stemningin virðist vera dottin niður í liðinu. Menn þurfa að fara að gleyma því sem gerðist í haust gegn Króatíu og gera sér grein fyrir því að það er önnur undankeppni handan við hornið.“ „Við náum ekki einu sinni að koma sterkir inn í seinni hálfleik og fáum á okkur dauðafæri strax. Við fáum þarna gefins vítaspyrnu en það kom aldrei neitt áhlaup eða einhver góður 15-20 mínútna kafli sem maður beið eftir að sjá. Landsliðsþjálfararnir hljóta að hafa mjög miklar áhyggjur af svona frammistöðu. Hún var ekki boðleg fyrir íslenska áhorfendur,“ segir Hörður.Kolbeinn Sigþórsson var bestur í leikjunum að mati Harðar.Vísir/Andri MarinóStemningsleysi í liðinu Leikurinn gegn Eistum í gær var sá síðasti sem liðið spilar áður en undankeppni EM 2016 hefst í haust. Í heildina spilaði Ísland fjóra vináttuleiki á árinu; vann einn, tapaði tveimur og gerði eitt jafntefli. Það verður ekkert grín að rífa upp stemninguna á einni viku í haust eftir svona leik. „Þessir leikir svöruðu engum spurningum nema þeim að hlutirnir virðast ekki vera í lagi og það er stemningsleysi í liðinu. Það verður mjög erfitt að keyra upp stemninguna í haust, plús að maður veit ekkert hvernig standið á mönnum verður þá. Við fáum náttúrlega erfiðan mótherja strax í fyrsta leik og þá verða lykilmenn að vera í standi,“ segir Hörður. „Ef að aðrir lykilmenn fyrir utan Kolbein, sem var í heildina bestur í þessum tveimur leikjum núna, standa sig ekki er ekki von á góðu. Við eigum leiki gegn Tyrkjum, Tékkum og Hollendingum í haust. Þetta gæti verið farið frá okkur strax eftir haustið ef við náum ekki einhverjum stigum í þessum leikjum. Það þurfum við að gera ef við stefnum á þriðja sætið.“Theodór Elmar Bjarnason spilaði í hægri bakverði.Vísir/Andri MarinóSölvi jákvæði punkturinn Hörður var ánægður með innkomu Sölva Geirs Ottesen í leikina tvo og líst vel á valkostina í miðvarðarstöðurnar. TheodórElmar Bjarnason ógnar þó ekki Birki Má Sævarssyni í bakverðinum hægra megin að hans mati og þá finnst Herði vanta að nokkrir menn fái tækifæri. „Sölvi Geir fannst mér koma vel út úr báðum leikjunum og hann er jákvæði punkturinn í þessu að mínu mati. Ég held að hann og Kári Árnason séu að stimpla sig inn sem miðvarðarpar landsliðsins,“ segir Hörður. „Heimir og Lars ætluðu að líta á fleiri leikmenn eins og Kristján Gauta Emilsson sem hefði eflaust fengið að spila í gær hefði hann getað tekið þátt. Það hefði bara engu máli skipt því þetta var svo ofboðslega dauft.“ „Theódór Elmar fannst mér líta ágætlega út á boltanum. Hann var viljugur allan tímann en er náttúrlega ekki bakvörður. Það sést alveg þegar hann missir boltann yfir sig. Hann er kannski möguleiki í þessa stöðu en ógnar ekki Birki.“ „Ég hefði viljað sjá Hjört Loga Valgarðsson fá tækifæri í vinstri bakverðinum í gær en hann er úti í kuldanum og virðist alveg gleymdur. Landsliðsþjálfararnir eru að auglýsa eftir bakvörðum og hvorugir þeirra í gær spila sem slíkir hjá sínum liðum þó Ari Freyr hafi gert stöðuna að sinni. Það er samt engin annar valkostur í hans stöðu.“ „Svo klóra ég mér enn í hausnum yfir því að Björn Daníel Sverrisson sé ekki nógu góður til að spila hálftíma á móti Eistlandi. Ég næ því bara ekki,“ segir Hörður Magnússon.
Íslenski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira