Sigmundur Davíð segist hafa verið „afskaplega skýr“ um afstöðu sína Bjarki Ármannsson skrifar 5. júní 2014 17:33 Forsætisráðherra gagnrýndi umræðu um flokk sinn í Reykjavík síðdegis í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að hann hafi verið mjög skýr í afstöðu sinni til byggingar mosku í Reykjavík en að litið hafi verið framhjá því. Hann segir umræðuna um moskuna hafi verið „fáránlega“ og ásakar Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, um „lágkúrulega pólitík.“Þetta sagði hann í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Þar var hann meðal annars spurður út í það hvort hann væri sammála ummælum Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar í Reykjavík, um að afturkalla eigi lóð til byggingar mosku í Sogamýri. Sigmundur hefur verið gagnrýndur undanfarið fyrir að skýra ekki hreint út hvort hann taki undir þessi umdeildu ummæli, en Sigmundur segir það af og frá. „Umræðan er oft í litlum tengslum við raunveruleikann,“ segir Sigmundur. „Ég hef farið í nokkur viðtöl um þetta mál og verið afskaplega skýr í þeim öllum. Samt hefur bara verið litið framhjá því. Ég sá frétt um daginn þar sem efnisinntakið var annars vegar það að ég hefði ekki sagt að flokkurinn væri ekki öfgaflokkur og hins vegar að verið væri að skora á formann Sjálfstæðisflokksins að slíta stjórnarsamstarfinu. Það hafði enginn talað við formann Sjálfstæðisflokksins um þetta mál og ég hafði verið eins skýr og mögulegt er í öllum viðtölum um fáránleika þessarar umræðu.“Hann segir í kjölfarið að andstæðingar hans í pólitík hafi reynt að nýta sér moskumálið til þess að „upphefja sjálfa sig.“„Jafnvel á yfirlætislegan hátt, eins og þegar formaður Samfylkingarinnar fer að tala við fólk eins og börn og segja: Það er skiljanlegt að fólk sé hrætt við það sem það skilur ekki, en ég get útskýrt þetta allt fyrir ykkur. Þetta er lágkúruleg pólitík, auðvitað. Hér er verið að fara með mjög alvarlegan hlut á léttvægan hátt, eða misnota hann, þegar menn nota hann til að koma höggi á andstæðinginn.Talið barst einnig að opnun hans og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Norðurá í morgun. „Það er ekki ónýtt að byrja daginn á bílferð út í sveit,“ segir hann. „Mér finnst nú gaman að veiða þegar ég fæ tækifæri til þess. En ég get ekki kallað mig mikinn veiðimann.“ Hann er spurður út í ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrum forsætisráðherra, sem gagnrýndi þá Sigmund og Bjarna fyrir að þiggja boðið um að opna ána og sagði það stangast á við siðferðisreglur ráðherra. „Ég hafði alveg húmor fyrir því, þetta var svo „retro.“ Maður hefur ekki heyrt í Jóhönnu í marga mánuði, svo heyrir hún orðið laxveiði og fer í gamla gírinn. Hún fór náttúrulega alveg yfir strikið, að halda því fram að þetta væri til marks um að menn hefðu enga siðferðiskennd.“ Tengdar fréttir Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28 Sigmundur Davíð vill ekki tjá sig um moskumálið „Hann vill leyfa oddvitanum í Reykjavík að útskýra hvað hún á við,“ segir Jóhannes. 26. maí 2014 12:13 Gunnar Bragi segir skoðanir Sveinbjargar Birnu ekki endurspegla afstöðu flokksins Gunnar Bragi er fyrsti ráðherra Framsóknarflokksins sem tjáir sig um málið. 26. maí 2014 17:27 Forsætisráðherra vill ekki blanda sér í umræðuna um lóðamál trúfélaga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í yfirlýsingu á Fésbókarsíðu sinni að hann vilji ekki blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki. 29. maí 2014 12:22 Sigmundur Davíð um íslensk stjórnmál: „Mjög fáir sem þora að segja eitthvað ögrandi“ Forsætisráðherra er andvigur byggingu mosku í Sogamýri en telur að múslimar eigi að fá að byggja sitt bænahús ef það fellur að umhverfinu. 1. júní 2014 14:10 Fyrrverandi formaður SUF: Segir Framsókn ala á útlendingaandúð Fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna segir flesta rótgróna Framsóknarmenn ekki geta felt sig við að tilheyra flokki sem elur á útlendingaandúð. 1. júní 2014 14:42 Þrýst á Bjarna að slíta stjórnarsamstarfi Einn viðmælenda fréttastofunnar úr röðum sjálfstæðismanna sagðist hafa áhyggjur af því að Framsókn væri að breytast í öfgamiðjuflokk. 2. júní 2014 21:34 Enn þegir Sigmundur Davíð Vaxandi óþol er gagnvart því að forysta Framsóknarflokksins taki ekki afgerandi um afstöðu til mjög svo umdeildrar afstöðu oddvita flokksins í Reykjavík sem túlkuð hefur verið sem andúð í garð innflytjenda. 28. maí 2014 13:51 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að hann hafi verið mjög skýr í afstöðu sinni til byggingar mosku í Reykjavík en að litið hafi verið framhjá því. Hann segir umræðuna um moskuna hafi verið „fáránlega“ og ásakar Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, um „lágkúrulega pólitík.“Þetta sagði hann í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Þar var hann meðal annars spurður út í það hvort hann væri sammála ummælum Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar í Reykjavík, um að afturkalla eigi lóð til byggingar mosku í Sogamýri. Sigmundur hefur verið gagnrýndur undanfarið fyrir að skýra ekki hreint út hvort hann taki undir þessi umdeildu ummæli, en Sigmundur segir það af og frá. „Umræðan er oft í litlum tengslum við raunveruleikann,“ segir Sigmundur. „Ég hef farið í nokkur viðtöl um þetta mál og verið afskaplega skýr í þeim öllum. Samt hefur bara verið litið framhjá því. Ég sá frétt um daginn þar sem efnisinntakið var annars vegar það að ég hefði ekki sagt að flokkurinn væri ekki öfgaflokkur og hins vegar að verið væri að skora á formann Sjálfstæðisflokksins að slíta stjórnarsamstarfinu. Það hafði enginn talað við formann Sjálfstæðisflokksins um þetta mál og ég hafði verið eins skýr og mögulegt er í öllum viðtölum um fáránleika þessarar umræðu.“Hann segir í kjölfarið að andstæðingar hans í pólitík hafi reynt að nýta sér moskumálið til þess að „upphefja sjálfa sig.“„Jafnvel á yfirlætislegan hátt, eins og þegar formaður Samfylkingarinnar fer að tala við fólk eins og börn og segja: Það er skiljanlegt að fólk sé hrætt við það sem það skilur ekki, en ég get útskýrt þetta allt fyrir ykkur. Þetta er lágkúruleg pólitík, auðvitað. Hér er verið að fara með mjög alvarlegan hlut á léttvægan hátt, eða misnota hann, þegar menn nota hann til að koma höggi á andstæðinginn.Talið barst einnig að opnun hans og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Norðurá í morgun. „Það er ekki ónýtt að byrja daginn á bílferð út í sveit,“ segir hann. „Mér finnst nú gaman að veiða þegar ég fæ tækifæri til þess. En ég get ekki kallað mig mikinn veiðimann.“ Hann er spurður út í ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrum forsætisráðherra, sem gagnrýndi þá Sigmund og Bjarna fyrir að þiggja boðið um að opna ána og sagði það stangast á við siðferðisreglur ráðherra. „Ég hafði alveg húmor fyrir því, þetta var svo „retro.“ Maður hefur ekki heyrt í Jóhönnu í marga mánuði, svo heyrir hún orðið laxveiði og fer í gamla gírinn. Hún fór náttúrulega alveg yfir strikið, að halda því fram að þetta væri til marks um að menn hefðu enga siðferðiskennd.“
Tengdar fréttir Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28 Sigmundur Davíð vill ekki tjá sig um moskumálið „Hann vill leyfa oddvitanum í Reykjavík að útskýra hvað hún á við,“ segir Jóhannes. 26. maí 2014 12:13 Gunnar Bragi segir skoðanir Sveinbjargar Birnu ekki endurspegla afstöðu flokksins Gunnar Bragi er fyrsti ráðherra Framsóknarflokksins sem tjáir sig um málið. 26. maí 2014 17:27 Forsætisráðherra vill ekki blanda sér í umræðuna um lóðamál trúfélaga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í yfirlýsingu á Fésbókarsíðu sinni að hann vilji ekki blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki. 29. maí 2014 12:22 Sigmundur Davíð um íslensk stjórnmál: „Mjög fáir sem þora að segja eitthvað ögrandi“ Forsætisráðherra er andvigur byggingu mosku í Sogamýri en telur að múslimar eigi að fá að byggja sitt bænahús ef það fellur að umhverfinu. 1. júní 2014 14:10 Fyrrverandi formaður SUF: Segir Framsókn ala á útlendingaandúð Fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna segir flesta rótgróna Framsóknarmenn ekki geta felt sig við að tilheyra flokki sem elur á útlendingaandúð. 1. júní 2014 14:42 Þrýst á Bjarna að slíta stjórnarsamstarfi Einn viðmælenda fréttastofunnar úr röðum sjálfstæðismanna sagðist hafa áhyggjur af því að Framsókn væri að breytast í öfgamiðjuflokk. 2. júní 2014 21:34 Enn þegir Sigmundur Davíð Vaxandi óþol er gagnvart því að forysta Framsóknarflokksins taki ekki afgerandi um afstöðu til mjög svo umdeildrar afstöðu oddvita flokksins í Reykjavík sem túlkuð hefur verið sem andúð í garð innflytjenda. 28. maí 2014 13:51 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Sjá meira
Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Síðasta útspilinu, því eina sem hefur greint Framsóknarflokkinn frá þjóðernispopúlisma, hefur nú verið spilað út. 26. maí 2014 11:28
Sigmundur Davíð vill ekki tjá sig um moskumálið „Hann vill leyfa oddvitanum í Reykjavík að útskýra hvað hún á við,“ segir Jóhannes. 26. maí 2014 12:13
Gunnar Bragi segir skoðanir Sveinbjargar Birnu ekki endurspegla afstöðu flokksins Gunnar Bragi er fyrsti ráðherra Framsóknarflokksins sem tjáir sig um málið. 26. maí 2014 17:27
Forsætisráðherra vill ekki blanda sér í umræðuna um lóðamál trúfélaga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í yfirlýsingu á Fésbókarsíðu sinni að hann vilji ekki blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki. 29. maí 2014 12:22
Sigmundur Davíð um íslensk stjórnmál: „Mjög fáir sem þora að segja eitthvað ögrandi“ Forsætisráðherra er andvigur byggingu mosku í Sogamýri en telur að múslimar eigi að fá að byggja sitt bænahús ef það fellur að umhverfinu. 1. júní 2014 14:10
Fyrrverandi formaður SUF: Segir Framsókn ala á útlendingaandúð Fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna segir flesta rótgróna Framsóknarmenn ekki geta felt sig við að tilheyra flokki sem elur á útlendingaandúð. 1. júní 2014 14:42
Þrýst á Bjarna að slíta stjórnarsamstarfi Einn viðmælenda fréttastofunnar úr röðum sjálfstæðismanna sagðist hafa áhyggjur af því að Framsókn væri að breytast í öfgamiðjuflokk. 2. júní 2014 21:34
Enn þegir Sigmundur Davíð Vaxandi óþol er gagnvart því að forysta Framsóknarflokksins taki ekki afgerandi um afstöðu til mjög svo umdeildrar afstöðu oddvita flokksins í Reykjavík sem túlkuð hefur verið sem andúð í garð innflytjenda. 28. maí 2014 13:51