Íslenski boltinn

Þór/KA komst á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins.
Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins. Vísir/Daníel
Þór/KA tyllti sér á topp Pepsi-deildar kvenna með 2-3 sigri á nýliðum ÍA á Norðurálsvellinum á Akranesi.

Katrín Ásbjörnsdóttir kom Norðankonum yfir á 7. mínútu með sínu öðru marki í sumar. Skagakonur jöfnuðu leikinn sjö mínútum síðar, en þar var að verki Ingunn Dögg Eiríksdóttir eftir sendingu frá Laken Duchar Clark.

Kayla June Grimsley kom Þór/KA aftur yfir á  35. mínútu með marki úr vítaspyrnu og aðeins þremur mínútum síðar skoraði Freydís Anna Jónsdóttir þriðja mark gestanna. Staðan í hálfleik 1-3, Þór/KA í vil.

Ingunn Dögg Eiríksdóttir minnkaði muninn á 76. mínútu eftir sendingu frá Guðrúnu Karítas Sigurðardóttir, en nær komust Skagakonur ekki og gestirnir fögnuðu sínum fjórða sigri í sumar.

Þór/KA situr nú í toppsæti Pepsi-deildarinnar með 13 stig, þremur stigum á undan Val sem á leik til góða.

ÍA er enn á stiga og situr í 9. og næstneðsta sæti deildarinnar.   


Tengdar fréttir

Fylkir sló út Þór/KA

Fylkiskonur gerðu sér góða ferð norður og unnu Þór/KA í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í dag.

Þór/KA skaust á toppinn

Þór/KA skaust á topp Pepsi deild kvenna með naumum sigri á botnliði Aftureldingar fyrir norðan í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×