Fótbolti

Öruggt hjá KV fyrir vestan

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Það var stuð á KV fyrir vestan
Það var stuð á KV fyrir vestan vísir/daníel
KV gerði góða verð vestur á Torfnesvöll þar sem liðið skellti BÍ/Bolungarvík 5-0 í 1. deild karla í fótbolta.

Gunnar Helgi Steindórsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 18. mínútu en það dró til tíðinda á 59. mínútu þegar Aaron Robert Spear fékk að líta rauða spjaldið.

KV nýtti sér liðsmuninn til fullnustu og skoraði Kristinn Jens Bjartmarsson annað mark KV á 66. mínútu.

Garðar Ingi Leifsson kom KV í 3-0 á 77. mínútu og þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum skoraði Örn Arnaldsson fjórða markið.

Eyjólfur Fannar Eyjólfsson fullkomnaði niðurlægingu heimamanna í uppbótartíma.

Þetta var fyrsti sigur KV á leiktíðinni en liðið er með 4 stig í fjórum leikjum um miðja deild. BÍ/Bolungarvík er með 3 stig í 9. sæti eftir þrjá leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×