Fótbolti

Þóra er á heimleið

Þóra lék sinn 100. landsleik á dögunum og fagnar því hér með Katrínu Ómarsdóttur.
Þóra lék sinn 100. landsleik á dögunum og fagnar því hér með Katrínu Ómarsdóttur.
Landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir er á heimleið eftir langan og farsælan atvinnumannaferil. Hún kemur heim í sumar.

"Ég er búinn að vera í Malmö í fjögur og hálft ár og hafa það hafa verið góð ár. Ég hef aftur á móti tekið þá erfiðu ákvörðun að halda heim í sumar," segir Þóra á heimasíðu félags síns, Rosengård.

"Mér finnst vera kominn tími á nýjar áskoranir. Ég hef búið erlendis nánast síðan ég var 19 ára og nú er kominn tími til að fara aftur heim. Bæði til þess að komast nær fjölskyldu minni og einnig til þess að hefja atvinnuferil samhliða boltanum."

Þóra og félagar hafa þrisvar orðið sænskir meistarar á síðustu fjórum árum.

"Ég vil þakka öllum hjá félaginu. Nú á ég éftir að spila fimm leiki í treyju FC Rosengård og ég ætla mér að skilja við liðið á toppnum."

Þóra hefur átt frábæran feril í Svíþjóð og hefur í tvígang verið valin besti markvörður deildarinnar.

Hún mun væntanlega semja við lið í Pepsi-deild kvenna er félagaskiptaglugginn opnar í júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×