Fótbolti

Arbeloa hættur með landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Alvaro Arbeloa, bakvörður Real Madrid, ætlar ekki að gefa kost á sér í spænska landsliðið á nýjan leik.

Landsliðsferill Arbeloa hófst árið 2008 og varð hann tvívegis Evrópumeistari með Spánverjum og einu sinni heimsmeistari.

Hann er 31 árs gamall og spilaði minna með Real Madrid á nýliðinni leiktíð en á undanförnum árum. Meiðsli settu strik í reikninginn og var hann ekki valinn í HM-hóp Spánverja fyrir keppnina í Brasilíu í sumar.

„Nú er minn tími með landsliðinu liðinn. Ég ræddi við Vincente Del Bosque [landsliðsþjálfara] því hann hringdi þegar ég meiddist,“ sagði Arbeloa við spænska fjölmiðla.

„Þetta kemur því ekki við að ég var ekki valinn í hópinn. Það var ákvörðun þjálfarans. Ég hafði þegar tekið þessa ákvörðun og óska landsliðinu alls hins besta. Ég vona að þeir verði heimsmeistarar,“ sagði Arbeloa og bætti við að hann ætlaði sér að spila áfram með Real Madrid.


Tengdar fréttir

Torres og Juan Mata í 30 manna HM-hópi Spánverja

Vicente del Bosque, þjálfari heimsmeistara Spánverja, hefur valið 30 manna æfingahóp sinn fyrir HM í Brasilíu í sumar. Einn nýliði er óvænt í hópnum hans en sá heitir Ander Iturraspe.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×