Menning

Vesturport hlaut tvenn verðlaun á hinum virtu Elliot Norton Awards í gær

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Gísli Örn Garðarsson
Gísli Örn Garðarsson
„Þetta opnar án efa fleiri dyr í þessu sérstaka landi sem við erum rétt að byrja að kynnast,“ segir Gísli Örn Garðarsson, leikstjóri uppsetningar Vesturports á Hróa hetti í Bandaríkjunum en sýningin hlaut tvo verðlaun á The 32nd Annual Elliott Norton Awards í gær.

Gísli Örn hlaut verðlaun sem framúrskarandi leikstjóri og svo var sýningin verðlaunuð fyrir framúrskarandi útlit og hljóð á stóru sviði.

Listamannateymið samanstendur sem áður segir af Gísla Erni Garðarssyni, sem leikstýrir, meðleikstjóri og danshöfundur er Selma Björnsdóttir, leikmyndahönnuður er Börkur Jónsson, Högni Egilsson semur tónlistina og Björn Helgason er ljósahönnuður sýningarinnar. Jonathan Deans sér um hljóðhönnun en Emma Ryott um búninga.

Til gamans má geta að aðalleikari þáttaraðarinnar vinsælu Breaking Bad, Bryan Cranston, vann verðlaun fyrir besta leikinn í All The Way Home.

„Eins og flestum er kunnugt er samkeppnin mikil í Ameríku og það er afar áhugavert að upplifa og að fá að taka þátt í menningunni þarna. Þetta þýðir að við séum „með“ og í svoleiðis samhengi skiptir þetta miklu máli," segir Gísli Örn og heldur áfram.

„Full eftirvæntingar höldum við því starfi okkar í Ameríku áfram með brosi á vör. Er á meðan er og við gefum ekkert eftir í þeim slag svo lengi sem hann nú endist. Þetta er vissulega ánægjuleg hvatning fyrir okkur öll.“









Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.