Innlent

Kannast ekki við að ætla að ræða stöðu Halldórs

Ingvar Haraldsson skrifar
Sirrý Hallgrímsdóttir, stjórnarmaður í Verði kannast ekki við að staða Halldórs verði rædd.
Sirrý Hallgrímsdóttir, stjórnarmaður í Verði kannast ekki við að staða Halldórs verði rædd. Vísir/Pjetur
Þeir fundarmenn sem Vísir hefur rætt við kannast ekki við að ætla að ræða stöðu Halldórs Halldórssonar á fundi Varðar sem fer fram í hádeginu.

Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra og stjórnarmaður í Verði, segist ekki kannast við málið. Hún hafi rætt við aðra stjórnarmenn og enginn þeirra kannist við málið.

Samkvæmt fundarboði til stjórnar Varðar er málið ekki á dagskrá.

Umræðan kemur Davíð Þorlákssyni, fyrrum formanni Sambands ungra Sjálfstæðismanna (SUS) á óvart. Hann telur ekki líklegt að það muni skila árangri að skipta um oddvita tíu dögum fyrir kosningar

„Það er ekki við Halldór Halldórsson að sakast að fylgið sé jafn lítið og raun ber vitni.“ Davíð telur tvær orsakir vera fyrir döpru fylgi flokksins.

„Í fyrsta lagi er verið að refsa flokknum fyrir landsmálin. Flokkurinn fór fram úr sér í Evrópumálunum. Í öðru lagi er það óeining í borgarstjórnarhópnum. Það er vandamál sem hefur verið við lýði löngu áður en Halldór kom. Nú er uppskera þess að koma í ljós.“

Nöfnurnar Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, ræddu málið á Twitter. Áslaug Friðriksdóttir telur málið spuna. Áslaug Arna telur hinsvegar ekki líklegt að Júlíus Vífill muni afla meira fylgis en Halldór Halldórsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×