Pírati talar fyrir miðstýringu Hans Alexander Margrétarson Hansen skrifar 21. maí 2014 12:44 Í Janúar 2013 gekk ég í nýjan, róttækan og rómantískan flokk sem gengur undir nafninu Píratar. Ég hef síðan þá verið nokkuð virkur í flokknum og má þar hellst nefna þátttöku mína í alþingisframboði og málefnastarfi, sér í lagi jafnréttismálum. Þar að auki var ég viðstaddur stofnun Pírata í Reykjavík og stofnaði Pírata í Kópavogi með Árna Þór Þorgeirssyni sem nú leiðir lista Dögunar og umbótasinna. Það sem heillaði mig mest við þennan nýja flokk var að hann fyllti upp í hugmyndafræðilega eyðu í íslenskum stjórnmálum. Eyðu sem ég upplifði sjálfan mig í; róttækt frjálslyndi og róttækt lýðræði. Eitt af því sem var stanslaust talað um á meðal Pírata var biturt hatur þeirra á allri miðstýringu. Hatur sem ég deildi og deili enn. Miðstýring er í eðli sínu eitur gegn lýðræði og frelsi. Einstaklingar geta aldrei verið raunverulega frjálsir ef að þeim er stjórnað af alráðandi ríkisvaldi og samfélög munu aldrei vera lýðræðisleg ef að þau þurfa alltaf að lúta æðra yfirvaldi. Þetta er ídealíska hliðin af þessari afstöðu. Svo er það praktíska hliðin. Valddreifing virkar einfaldlega betur. Skólayfirvöld vita betur hvað er best fyrir sinn skóla heldur en Menntamálaráðuneytið, bæjarstjórn veit betur hvað er betra fyrir sinn bæ heldur en ríkið og einstaklingurinn veit betur hvað er best fyrir sig heldur en öll yfirvöld. Þetta er það sem Píratar hafa staðið fyrir og þetta er það sem ég stend nú fyrir undir merkjum Dögunar og umbótasinna. Vegna þessarar skýru afstöðu Pírata gegn miðstýringu var ég mjög hissa hvað oddviti Pírata í Kópavogi, Ingólfur Árni Gunnarsson hafði að segja um húsnæðismál í Speglinum í Ríkisútvarpinu síðastliðinn miðvikudag. Hann sagði að hann teldi ekki að húsnæðismál ættu að vera leyst á sveitastjórnarstigi, heldur ætti ríkisvaldið að hafa meiri aðkomu að þeim. Oddviti Pírata í Kópavogi vill semsagt taka húsnæðismál frá sveitafélaginu og gefa völdin til æðra ríkisvalds. Hann talar hreint og beint fyrir aukinni miðstýringu í þessu málefni. Fyrir utan það að þessi hugmynd fjarlægi þetta mikilvæga málefni lengra frá fólkinu með því að setja ákvörðunartökuna hærra í valdstigann, þá fellur hugmyndin í allri praktík. Húsnæðismál eru óaðskiljanleg skipulagsmálum og bæjarskipulag verður augljóslega að vera í höndum bæjarfélagsins. Þessi hugmynd er stórkostlega undarleg í alla staði. Við á T-lista Dögunar og umbótasinna viljum færa valdið til fólksins, ekki til ríkisvaldsins. Dögun hefur alltaf lagt áherslu á húsnæðismál og við umbótasinnarnir sem áður voru sjóræningjar viljum sporna gegn miðstýringu til að styrkja sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga. Við lítum á húsnæði sem sjálfsagðan rétt allra og teljum að það sé skylda okkar sem samfélags og sem bæjarfélags að tryggja þennan rétt. Að lokum vill ég nefna eitt annað sem hann sagði sem skyldi eftir vont bragð í munninum á mér. Þegar hann var spurður um efnahagsmál sagði hann að það væru nánast allir að boða aukin útgjöld, en fólk ætti eftir að svara hvar það ætlaði að taka þessa peninga. Svona orð eru hreinlega ekkert annað en mantra íhaldsins. Píratar mega auðvitað vera eins íhaldssamir og þeir vilja, enda er ekkert í stefnu Pírata sem bannar það. En sem einn af stofnendum Pírata í Kópavogi veldur þetta mér miklum vonbrigðum, því að þetta er ekki flokkurinn sem ég vildi stofna. Ég vill því persónulega biðja Kópavogsbúa afsökunar á að hafa stofnað annan hægriflokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í Janúar 2013 gekk ég í nýjan, róttækan og rómantískan flokk sem gengur undir nafninu Píratar. Ég hef síðan þá verið nokkuð virkur í flokknum og má þar hellst nefna þátttöku mína í alþingisframboði og málefnastarfi, sér í lagi jafnréttismálum. Þar að auki var ég viðstaddur stofnun Pírata í Reykjavík og stofnaði Pírata í Kópavogi með Árna Þór Þorgeirssyni sem nú leiðir lista Dögunar og umbótasinna. Það sem heillaði mig mest við þennan nýja flokk var að hann fyllti upp í hugmyndafræðilega eyðu í íslenskum stjórnmálum. Eyðu sem ég upplifði sjálfan mig í; róttækt frjálslyndi og róttækt lýðræði. Eitt af því sem var stanslaust talað um á meðal Pírata var biturt hatur þeirra á allri miðstýringu. Hatur sem ég deildi og deili enn. Miðstýring er í eðli sínu eitur gegn lýðræði og frelsi. Einstaklingar geta aldrei verið raunverulega frjálsir ef að þeim er stjórnað af alráðandi ríkisvaldi og samfélög munu aldrei vera lýðræðisleg ef að þau þurfa alltaf að lúta æðra yfirvaldi. Þetta er ídealíska hliðin af þessari afstöðu. Svo er það praktíska hliðin. Valddreifing virkar einfaldlega betur. Skólayfirvöld vita betur hvað er best fyrir sinn skóla heldur en Menntamálaráðuneytið, bæjarstjórn veit betur hvað er betra fyrir sinn bæ heldur en ríkið og einstaklingurinn veit betur hvað er best fyrir sig heldur en öll yfirvöld. Þetta er það sem Píratar hafa staðið fyrir og þetta er það sem ég stend nú fyrir undir merkjum Dögunar og umbótasinna. Vegna þessarar skýru afstöðu Pírata gegn miðstýringu var ég mjög hissa hvað oddviti Pírata í Kópavogi, Ingólfur Árni Gunnarsson hafði að segja um húsnæðismál í Speglinum í Ríkisútvarpinu síðastliðinn miðvikudag. Hann sagði að hann teldi ekki að húsnæðismál ættu að vera leyst á sveitastjórnarstigi, heldur ætti ríkisvaldið að hafa meiri aðkomu að þeim. Oddviti Pírata í Kópavogi vill semsagt taka húsnæðismál frá sveitafélaginu og gefa völdin til æðra ríkisvalds. Hann talar hreint og beint fyrir aukinni miðstýringu í þessu málefni. Fyrir utan það að þessi hugmynd fjarlægi þetta mikilvæga málefni lengra frá fólkinu með því að setja ákvörðunartökuna hærra í valdstigann, þá fellur hugmyndin í allri praktík. Húsnæðismál eru óaðskiljanleg skipulagsmálum og bæjarskipulag verður augljóslega að vera í höndum bæjarfélagsins. Þessi hugmynd er stórkostlega undarleg í alla staði. Við á T-lista Dögunar og umbótasinna viljum færa valdið til fólksins, ekki til ríkisvaldsins. Dögun hefur alltaf lagt áherslu á húsnæðismál og við umbótasinnarnir sem áður voru sjóræningjar viljum sporna gegn miðstýringu til að styrkja sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga. Við lítum á húsnæði sem sjálfsagðan rétt allra og teljum að það sé skylda okkar sem samfélags og sem bæjarfélags að tryggja þennan rétt. Að lokum vill ég nefna eitt annað sem hann sagði sem skyldi eftir vont bragð í munninum á mér. Þegar hann var spurður um efnahagsmál sagði hann að það væru nánast allir að boða aukin útgjöld, en fólk ætti eftir að svara hvar það ætlaði að taka þessa peninga. Svona orð eru hreinlega ekkert annað en mantra íhaldsins. Píratar mega auðvitað vera eins íhaldssamir og þeir vilja, enda er ekkert í stefnu Pírata sem bannar það. En sem einn af stofnendum Pírata í Kópavogi veldur þetta mér miklum vonbrigðum, því að þetta er ekki flokkurinn sem ég vildi stofna. Ég vill því persónulega biðja Kópavogsbúa afsökunar á að hafa stofnað annan hægriflokk.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun