Innlent

Ekkert rætt um stöðu Halldórs á fundi Varðar

Samúel Karl Ólason skrifar
Ingvar Smári Birgisson segir fundinn hafa verið venjulegan.
Ingvar Smári Birgisson segir fundinn hafa verið venjulegan. Vísir/GVA
Ekkert var rætt um stöðu Halldórs Halldórssonar á fundi Varðar, fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í hádeginu. Ingvar Smári Birgisson, stjórnarmeðlimur Varðar og formaður Heimdallar, segir það aldrei hafa staðið til.

„Við ræddum aðeins um fjölmiðlafárið í morgun, en annars var þetta bara venjulegur, vikulegur fundur Varðar,“ segir Ingvar.

Stjórnarmeðlimir Varðar könnuðust ekkert við þá umræðu sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum í morgun, en sagt var frá því í morgun að til stæði að ræða stöðu Halldórs Halldórssonar, oddvita flokksins í Reykjavík.

Samkvæmt fundarboði Varðar var málið ekki á dagskrá fundarins.

Óttarr Guðlaugsson, formaður Varðar.Vísir/Stefán

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×