Innlent

„Þarf ekki allt að vera á Reyðarfirði“

Hrepparígur og hagsmunabarátta hverfur ekki við að bæjarfélög sameinist í eitt sveitarfélag. Stóru málin fóru til Fjarðabyggðar þar sem hafa sameinast 5 bæir og sveitir.

Stóru málin heimsóttu meðal annars Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð þar sem sumum íbúum finnst þeir vera útundan í sveitarfélaginu.

Samgöngumál voru ofarlega í huga íbúa Fjarðabyggðar sem Lóa Pind Aldísardóttir ræddi við. Hún ræddi einnig við Jens Garðar Helgason, oddvita Sjálfstæðisflokksins og Einar Már Sigurðarson, sem situr í 4. sæti Fjarðalistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×