Pútín segir borgarastyrjöld ríkja í Úkraínu Bjarki Ármannsson skrifar 23. maí 2014 11:53 Rússlandsforseti á ráðstefnunni í dag. Vísir/AFP Ef Rússland hefði ekki gefið íbúum Krímskagans frjálst val líkt og það gerði hefðu svipuð voðaverk verið framin þar og áttu sér stað í Odessa. Þetta sagði Vladímír Pútín Rússlandsforseti í ræðu sinni í Pétursborg í dag. RT greinir frá þessu. Pútín tók til máls á árlegu viðskiptaráðstefnuninni SPIEF og sagði þar að innlimun Krímskagans í Rússland hefði verið vilji íbúa skagans. „Við gáfum íbúum skagans frjálst val,“ sagði Pútín. „Þeir mættu á kjörstað og greiddu atkvæði um eigin framtíð.“ Hann bætti því sömuleiðis við að það væri „nánast ómögulegt að neyða tæplega níutíu prósent kjósenda að mæta og greiða atkvæði.“ Pútín sagði að ef ekki hefði orðið af atkvæðagreiðslunni hefðu fleiri skelfilegir atburðir átt sér stað í Úkraínu. „Til dæmis eins og í Odessa, þar sem óvopnað fólk var brennt lifandi,“ sagði Pútín „Fimmtíu manns voru brenndir, aðrir fimmtíu eru horfnir. Hvar eru þau? Þau hafa líka verið drepin.“ Pútin hélt því jafnframt fram að eftir að Viktor Janúkóvitsj var steypt af stóli í Úkraínu í febrúar hafi ringulreið ríkt í landinu. „Uppreisnin sem studd var af bandarískum og evrópskum aðilum leiddi af sér stjórnleysi,“ sagði Pútín. „Það sem blasir við okkur núna er hrein og bein borgarastyrjöld.“ Úkraína Tengdar fréttir Pútín sendir Evrópu tóninn Varar við því að ástandið í Úkraínu geti dregið úr gassölu Rússlands til Evrópu. 10. apríl 2014 19:21 Ellefu sagðir látnir eftir skotárás skammt frá Dónetsk Olexander Túrtsínov, forseti Úkraínu, segir að aðgerðir gegn hryðjuverkum séu hafnar. 15. apríl 2014 16:14 Pútin kallar hermenn sína til baka Rússnesk yfirvöld segjast hafa skipað sínum fjörutíu þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu að snúa aftur til stöðva sinna. 19. maí 2014 09:21 „Súkkulaðikonungurinn“ talinn sigurstranglegastur Nú á sunnudaginn eiga forsetakosningar að fara fram í Úkraínu. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins vilja koma í veg fyrir að kosningarnar heppnist. 23. maí 2014 10:22 Rússar vilja ekki frekari innlimun Uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk lýsa yfir sjálfstæði, en fá engar undirtektir hjá rússneskum stjórnvöldum. 13. maí 2014 07:48 Pútín vill Úkraínuhermenn burt frá A- og S-hluta Úkraínu Bráðabirgðaforseti Úkraínu hefur hætt við áætlanir um að leggja af herskyldu. Moskvustjórn hefur gagnrýnt framgöngu Úkraínuhers í austurhluta landsins. Í símtali við Þýskalandskanslara sagði Pútín ríða á brotthvarfi hermanna þaðan. 2. maí 2014 07:00 Pútín varar við borgarastríði í Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraína rambi nú á barmi borgarastyrjaldar, eftir að úkraínski herinn lagði til atlögu við aðgerðarsinna í austurhluta landsins sem hafa haft nokkrar stjórnarbyggingar á sínu valdi síðustu daga. Óstaðfestar fregnir herma að brynvarðir bílar, merktir með rússneska fánanum, hafi einnig sést á svæðinu. 16. apríl 2014 08:06 Pútín segist styðja fyrirhugaðar forsetakosningar í Úkraínu „Skref í rétta átt,“ segir Rússlandsforseti. 7. maí 2014 16:20 Átök fara harðnandi í Úkraínu Þrír eru látnir og að minnsta kosti þrettán særðir eftir átök aðskilnaðarsinna og úkraínskra hermanna í hafnarborginni Mariupol í nótt. 17. apríl 2014 14:12 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Ef Rússland hefði ekki gefið íbúum Krímskagans frjálst val líkt og það gerði hefðu svipuð voðaverk verið framin þar og áttu sér stað í Odessa. Þetta sagði Vladímír Pútín Rússlandsforseti í ræðu sinni í Pétursborg í dag. RT greinir frá þessu. Pútín tók til máls á árlegu viðskiptaráðstefnuninni SPIEF og sagði þar að innlimun Krímskagans í Rússland hefði verið vilji íbúa skagans. „Við gáfum íbúum skagans frjálst val,“ sagði Pútín. „Þeir mættu á kjörstað og greiddu atkvæði um eigin framtíð.“ Hann bætti því sömuleiðis við að það væri „nánast ómögulegt að neyða tæplega níutíu prósent kjósenda að mæta og greiða atkvæði.“ Pútín sagði að ef ekki hefði orðið af atkvæðagreiðslunni hefðu fleiri skelfilegir atburðir átt sér stað í Úkraínu. „Til dæmis eins og í Odessa, þar sem óvopnað fólk var brennt lifandi,“ sagði Pútín „Fimmtíu manns voru brenndir, aðrir fimmtíu eru horfnir. Hvar eru þau? Þau hafa líka verið drepin.“ Pútin hélt því jafnframt fram að eftir að Viktor Janúkóvitsj var steypt af stóli í Úkraínu í febrúar hafi ringulreið ríkt í landinu. „Uppreisnin sem studd var af bandarískum og evrópskum aðilum leiddi af sér stjórnleysi,“ sagði Pútín. „Það sem blasir við okkur núna er hrein og bein borgarastyrjöld.“
Úkraína Tengdar fréttir Pútín sendir Evrópu tóninn Varar við því að ástandið í Úkraínu geti dregið úr gassölu Rússlands til Evrópu. 10. apríl 2014 19:21 Ellefu sagðir látnir eftir skotárás skammt frá Dónetsk Olexander Túrtsínov, forseti Úkraínu, segir að aðgerðir gegn hryðjuverkum séu hafnar. 15. apríl 2014 16:14 Pútin kallar hermenn sína til baka Rússnesk yfirvöld segjast hafa skipað sínum fjörutíu þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu að snúa aftur til stöðva sinna. 19. maí 2014 09:21 „Súkkulaðikonungurinn“ talinn sigurstranglegastur Nú á sunnudaginn eiga forsetakosningar að fara fram í Úkraínu. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins vilja koma í veg fyrir að kosningarnar heppnist. 23. maí 2014 10:22 Rússar vilja ekki frekari innlimun Uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk lýsa yfir sjálfstæði, en fá engar undirtektir hjá rússneskum stjórnvöldum. 13. maí 2014 07:48 Pútín vill Úkraínuhermenn burt frá A- og S-hluta Úkraínu Bráðabirgðaforseti Úkraínu hefur hætt við áætlanir um að leggja af herskyldu. Moskvustjórn hefur gagnrýnt framgöngu Úkraínuhers í austurhluta landsins. Í símtali við Þýskalandskanslara sagði Pútín ríða á brotthvarfi hermanna þaðan. 2. maí 2014 07:00 Pútín varar við borgarastríði í Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraína rambi nú á barmi borgarastyrjaldar, eftir að úkraínski herinn lagði til atlögu við aðgerðarsinna í austurhluta landsins sem hafa haft nokkrar stjórnarbyggingar á sínu valdi síðustu daga. Óstaðfestar fregnir herma að brynvarðir bílar, merktir með rússneska fánanum, hafi einnig sést á svæðinu. 16. apríl 2014 08:06 Pútín segist styðja fyrirhugaðar forsetakosningar í Úkraínu „Skref í rétta átt,“ segir Rússlandsforseti. 7. maí 2014 16:20 Átök fara harðnandi í Úkraínu Þrír eru látnir og að minnsta kosti þrettán særðir eftir átök aðskilnaðarsinna og úkraínskra hermanna í hafnarborginni Mariupol í nótt. 17. apríl 2014 14:12 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Pútín sendir Evrópu tóninn Varar við því að ástandið í Úkraínu geti dregið úr gassölu Rússlands til Evrópu. 10. apríl 2014 19:21
Ellefu sagðir látnir eftir skotárás skammt frá Dónetsk Olexander Túrtsínov, forseti Úkraínu, segir að aðgerðir gegn hryðjuverkum séu hafnar. 15. apríl 2014 16:14
Pútin kallar hermenn sína til baka Rússnesk yfirvöld segjast hafa skipað sínum fjörutíu þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu að snúa aftur til stöðva sinna. 19. maí 2014 09:21
„Súkkulaðikonungurinn“ talinn sigurstranglegastur Nú á sunnudaginn eiga forsetakosningar að fara fram í Úkraínu. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins vilja koma í veg fyrir að kosningarnar heppnist. 23. maí 2014 10:22
Rússar vilja ekki frekari innlimun Uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk lýsa yfir sjálfstæði, en fá engar undirtektir hjá rússneskum stjórnvöldum. 13. maí 2014 07:48
Pútín vill Úkraínuhermenn burt frá A- og S-hluta Úkraínu Bráðabirgðaforseti Úkraínu hefur hætt við áætlanir um að leggja af herskyldu. Moskvustjórn hefur gagnrýnt framgöngu Úkraínuhers í austurhluta landsins. Í símtali við Þýskalandskanslara sagði Pútín ríða á brotthvarfi hermanna þaðan. 2. maí 2014 07:00
Pútín varar við borgarastríði í Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraína rambi nú á barmi borgarastyrjaldar, eftir að úkraínski herinn lagði til atlögu við aðgerðarsinna í austurhluta landsins sem hafa haft nokkrar stjórnarbyggingar á sínu valdi síðustu daga. Óstaðfestar fregnir herma að brynvarðir bílar, merktir með rússneska fánanum, hafi einnig sést á svæðinu. 16. apríl 2014 08:06
Pútín segist styðja fyrirhugaðar forsetakosningar í Úkraínu „Skref í rétta átt,“ segir Rússlandsforseti. 7. maí 2014 16:20
Átök fara harðnandi í Úkraínu Þrír eru látnir og að minnsta kosti þrettán særðir eftir átök aðskilnaðarsinna og úkraínskra hermanna í hafnarborginni Mariupol í nótt. 17. apríl 2014 14:12