Thomas Björn í góðum málum fyrir lokahringinn á Wentworth 24. maí 2014 19:47 Thomas Björn hefur verið frábær á Wentworth hingað til. Getty Það leit ekki beint út fyrir að Thomas Björn myndi stinga af á BMW PGA meistaramótinu þegar að Daninn hóf sinn þriðja hring í dag en hann byrjaði á því að fá tvöfaldan skolla á fyrstu holu og var nokkuð heppinn að sleppa í gegn um fyrri níu holurnar á aðeins tveimur höggum yfir pari. Björn fór svo gjörsamlega á kostum á seinni níu, fékk sjö fugla, tvö pör og kláraði hringinn á 65 höggum eða fimm undir pari. Hann leiðir því mótið fyrir lokahringinn en þessi vinsæli kylfingur er á 15 höggum undir pari, fimm höggum á undan Luke Donald sem er í öðru sæti á tíu höggum undir. Írinn Shane Lowry er einn í þriðja sæti á níu höggum undir pari en Joost Luiten og Rory McIlroy deila fjórða sætinu á átta höggum undir og þurfa hálfgert kraftaverk á morgun til þess að ná gera atlögu að Björn sem hefur verið í sérflokki hingað til. BMW PGA meistaramótið er eitt stærsta mót ársins á Evrópumótaröðinni og fer það ávalt fram á hinum glæsilega Wentworth velli á Englandi. Lokahringurinn fer fram á morgun og verður hann í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 12:30. Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það leit ekki beint út fyrir að Thomas Björn myndi stinga af á BMW PGA meistaramótinu þegar að Daninn hóf sinn þriðja hring í dag en hann byrjaði á því að fá tvöfaldan skolla á fyrstu holu og var nokkuð heppinn að sleppa í gegn um fyrri níu holurnar á aðeins tveimur höggum yfir pari. Björn fór svo gjörsamlega á kostum á seinni níu, fékk sjö fugla, tvö pör og kláraði hringinn á 65 höggum eða fimm undir pari. Hann leiðir því mótið fyrir lokahringinn en þessi vinsæli kylfingur er á 15 höggum undir pari, fimm höggum á undan Luke Donald sem er í öðru sæti á tíu höggum undir. Írinn Shane Lowry er einn í þriðja sæti á níu höggum undir pari en Joost Luiten og Rory McIlroy deila fjórða sætinu á átta höggum undir og þurfa hálfgert kraftaverk á morgun til þess að ná gera atlögu að Björn sem hefur verið í sérflokki hingað til. BMW PGA meistaramótið er eitt stærsta mót ársins á Evrópumótaröðinni og fer það ávalt fram á hinum glæsilega Wentworth velli á Englandi. Lokahringurinn fer fram á morgun og verður hann í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 12:30.
Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira