Innlent

XD-lanið heldur áfram

Bjarki Ármannsson skrifar
Þátttakendur fyrri hluta lansins í gær.
Þátttakendur fyrri hluta lansins í gær. Mynd/Aðsend
Í dag fer fram úrslitakeppni XD-lansins í kosningamiðstöð Sjálfstæðisfélaganna í Stórhöfða 17. Sextíu tölvuleikjaspilarar mættu í gær til að taka þátt í fyrri umferð lansins, en keppt er í tölvuleiknum League of Legends, eða LoL. 

Að sögn fulltrúa Varðar skráðu sig tólf fimm manna lið til leiks og er þetta því með allra stærstu tölvuleikjamótum sem haldið verður á Íslandi í ár. Strax eru uppi hugmyndir um að gera þetta að árlegum viðburði.

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, fylgist spenntur með í gær.Mynd/Aðsend
Sýnt verður frá úrslitunum á risaskjá svo áhorfendur geti fylgst með og hvatt sitt lið áfram til sigurs en einnig er hægt að fylgjast með í beinni á netinu um leið og mótið hefst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×