Körfubolti

Stjarnan semur við unga leikmenn

Leikmenn Stjörnunnar með þjálfurum liðsins.
Leikmenn Stjörnunnar með þjálfurum liðsins. mynd/stjarnan
Stjarnan heldur áfram að ganga frá sínum málum fyrir næsta vetur í körfunni og nú var félagið að semja við unga og efnilega leikmenn félagsins.

Ungu leikmennirnir Elías Orri Gíslason, Guðmundur Darri Sigurðsson, Magnús Bjarki Guðmundsson, Sigurður Dagur Sturluson, Sæmundur Valdimarsson og Tómas Þórður Hilmarsson hafa allir skrifað undir nýjan samning við félagið.

Sigurður Dagur Sturluson er tvítugur bakvörður sem hefur vaxið sem leikmaður síðasta árið. Hann var í hlutverki á nýliðinni leiktíð, en þá kom hann við sögu í öllum leikjum Stjörnunnar og spilaði rúmar 11 mínútur í leik.

Sæmundur Valdimarsson er 21 árs gamall framherji sem lék rúmar 13 mínútur í leik í vetur, en var óheppinn með meiðsli framan af tímabili, sem höfðu áhrif á hann langt inn í tímabilið.

Tómas Þórður Hilmarsson er 19 ára gamall kraftframherji lék talsvert í leikjum framan af tímabili áður en Jón Sverrisson kom inn í liðið. Tómas lék tæpar 10 mínútur í leik og öðlaðist mikla reynslu á tímabilinu.

Guðmundur Darri, Magnús Bjarki og Elías Orri hafa litla reynslu með meistaraflokki, en munu leitast við að setja pressu á eldri og reynari leikmenn á komandi tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×