Fótbolti

Bale getur bætt sig

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gareth Bale
Gareth Bale Vísir/Getty
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid telur að Gareth Bale geti spilað enn betur á næsta tímabili.

Bale sem gekk til liðs við Real Madrid fyrir tímabilið frá Tottenham skoraði eitt af fjórum mörkum Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Eftir erfiðleika fyrstu mánuðina hefur velski landsliðsmaðurinn verið að sýna sínar bestu hliðar undanfarna mánuði.

Ancelotti telur að hinn 24 árs gamli Bale geti spilað enn betur á næsta tímabili. Bale skoraði 15 mörk ásamt því að leggja upp önnur 12 í 27 leikjum sem í flestum tilvikum myndi teljast ansi góður árangur.

„Gareth átti gott tímabil en hann verður enn betri á næsta tímabili. Hann átti góðan leik gegn Atletico og lét ekki það á sig fá að hafa klúðrað einhverjum færum. Með smá heppni hefði hann skorað fyrr í leiknum en hann steig upp þegar hans var þörf,“ sagði Ancelotti.

Bale var sjálfur í skýjunum eftir leikinn.

„Þegar ég var lítill strákur þá dreymdi mig um að vinna Meistaradeildina og að vinna titil númer 10 í leiðinni hjá félagi eins og Real Madrid, það er afar séstakt. Þetta er titill sem skrifast í sögubækurnar. Að komast yfir svona seint í leiknum gerði þetta enn sætara,“ sagði Bale.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×