Framsókn prufukeyrir andúð á innflytjendum Jakob Bjarnar skrifar 26. maí 2014 11:28 Þjóðernisflokkar í Evrópu, svo sem í Frakklandi, hafa unnið í því að þvo af sér fasistastimpilinn, að sögn Guðmundar Hálfdánarsonar, og fókusera á innflytjendamálin. Guðmundur Háldánarson prófessor segir popúlísk viðhorf einkenna Framsóknarflokkinn og nú eru þeir að spila út síðasta spilinu sem hefur greint þá frá slíkum flokkum í Evrópu: Andúð á innflytjendum, og láta á það reyna. Nú, þegar tæp vika er til sveitarstjórnarkosninga, hefur Framsóknarflokknum tekist að koma sér rækilega í umræðuna. Flugvallarmálið, sem þeir settu á oddinn, hefur ekki náð flugi. Það var ekki fyrr en oddviti flokksins í Reykjavík, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, greindi frá því að hún vildi láta fara fram íbúakosningu um það hvort múslimum á Íslandi yrði úthlutað lóð, sem þegar hefur verið gengið frá, að hlutirnir fóru að gerast.Andstæðingar mosku á Íslandi hafa lýst yfir stuðningi við Framsóknarflokkinn.Öngull í úfinn og gruggugan sjóÞögn flokksforystunnar á landsvísu er hávær. Og hún felur í sér skýr skilaboð. Tvö sjónarmið togast á. Líkast til er útspil Sveinbjargar Birnu, sem margir hafa túlkað sem andúð á innflytjendum, með réttu eða röngu, hugsað til að afla flokknum fylgis. En hann hefur verið að mælast í 2 til 4 prósentum fylgis í Reykjavík. Eitthvað þarf að gerast.Skúli Skúlason, sem fer fyrir hópi á Facebook sem heitir „Mótmælum mosku í Reykjavík“ hefur lýst því yfir að hann muni hvetja þau fjögur þúsund sem skipa þann hóp til að kjósa Framsókn. Hann setti skilaboð þess efnis inn á Facebookvegg Sveinbjargar Birnu. Á móti kemur að forystan gerir sér mæta vel grein fyrir því að ef þeir styðja afstöðu oddvitans í Reykjavík mun flokkurinn verða skilgreindur án fyrirvara sem þjóðernispopúlískur flokkur. Slíkt mun ekki bara reynast umdeilt utan flokks heldur einnig innan en nokkrir áhrifamenn í Framsóknarflokknum hafa þegar lýst því yfir að þeir styðji ekki sjónarmið sem Sveinbjörg Birna hefur sett fram. Einn þeirra er Stefán Bogi Sveinsson, oddviti Framsóknarmanna á Austurlandi en hann segir á Facebooksíðu sinni í yfirlýsingu: „Í grundvallarstefnuskránni er einnig lögð áhersla á að flokkurinn vill byggja upp þjóðfélag á grunngildum lýðræðis, persónufrelsis, jafnræðis og samfélagslegrar ábyrgðar auk þess sem flokkurinn hafnar hvers konar mismunun sem gerir greinarmun á fólki t.d. eftir kynþætti, kynferði, tungu, trú, þjóðerni, kynhneigð, búsetu eða stjórnmálaskoðunum.“ Stefán Bogi segist sem Framsóknarmaður og sæmilega ærleg manneskja vilja starfa í samræmi við þessi grunngildi.Þorsteinn Pálsson segir að hvergi hafi það gerst nema á Íslandi að þjóðernispopúlískur flokkur hafi komist í forsætisráðuneyti lands.Þjóðernispopúlismi FramsóknarflokksinsFyrir tæpu ári skrifaði Þorsteinn Pálssongrein í Fréttablaðið þar sem hann fer í saumana á þjóðernispopúlisma í Evrópu og segir Framsóknarflokkinn af þessu bergi brotinn: „Segja má að ekki hafi bólað að nokkru marki á pólitískri þróun af þessum toga hér á landi fyrr en ný forysta tók við Framsóknarflokknum fyrir rúmum fjórum árum. Síðan hafa böndin við hugmynda- og hagsmunaheim gamla Framsóknarflokksins smám saman trosnað ef frá er talið Kaupfélag Skagfirðinga. Með félagslega loforðinu um mestu endurgreiðslu húsnæðislána í heimi varð endanlega til íslenskur þjóðernispopúlismaflokkur,“ skrifar Þorsteinn og bætir við: „Framsókn er fyrsti og eini flokkur sinnar tegundar á evrópska efnahagssvæðinu til þess að veita ríkisstjórn og landi forystu. Þó að þessi pólitík hafi verið lengi á leiðinni til Íslands hefur hún náð hærra flugi hér en annars staðar. Enginn spaugstofuflokkur hefur heldur náð jafn miklum árangri og Besti flokkurinn í Reykjavík. Hér hefur því orðið meiri pólitísk kerfisbreyting á stuttum tíma en nöfn á flokkum segja til um.“Guðmundur Hálfdánarson prófessor er sérfróður um þjóðernispopúlíska flokka.Unnið með óánægju og áhyggjur fólksGuðmundur Hálfdánarson prófessor er sérfróður um þjóðernispopúlisma. Vísir spurði Guðmund bratt, hvort Framsóknarflokkurinn væri nú alfarið kominn út úr skápnum sem slíkur? „Jájá, það má ... við skulum orða það þannig að freistingin er þarna. Ef við lítum á hið pólitíska landslag þá er ýmislegt í stefnumálum Framsóknarflokksins sem hefur vísað í svipað og þessir flokkar hafa verið að halda fram í Evrópu. Einkum eru það tvö mál sem eru sameiginlegt einkenni þessara flokka: Andstaða við Evrópusambandið, sem er sameiginlegt einkenni þessara popúlísku flokka. Hitt eru viðbrögð við bæði kreppunni og þessari alþjóðavæðingu sem við höfum orðið vitni að á undanförnum árum og áratugum. Það er svona andúð á „establishmentinu“ eða „elítunni“ sem einkennir þessa popúlísku flokkum líka. Þeir hafa unnið með óánægju fólks og áhyggjur sem hafa komið upp, sem óneitanlega Framsóknarflokkurinn hefur gert.“Verið að láta á þetta reynaGuðmundur nefnir fleiri dæmi sem er áhersla á þjóðernishyggju, sem sumir myndu kalla þjóðrembu; áherslu á þjóðina og þjóðernið. Ekki einn íslenskra flokka en Framsóknarflokkurinn sérstaklega, með vísan til Jónasar frá Hriflu. „En það sem Framsóknarflokkurinn hefur aldrei sýnt neinn lit í, sem er lykilatriði er varðar popúlíska flokka, og það er andúð á innflytjendum. Það hefur aldrei sést en þetta útspil núna í borgarstjórnarkosningunum er í þá áttina. Það á alveg eftir að koma í ljós hvort flokkurinn tekur það upp eða ekki og hvernig það spilast. Of snemmt að segja til um það en á vissan hátt má segja að verið sé að láta á þetta reyna,“ segir Guðmundur með vísan til hinnar háværu þagnar forystunnar – þar hafa menn tekið ákvörðun um að tjá sig ekki. „Hvað sem menn segja þá hlýtur flokkurinn að bera ábyrgð á því hvað oddviti flokksins í stærsta kjördæmi landsins segir; þar sem 2/3 íbúa landsins búa.“Uppgangur popúlískra flokka í Evrópu hefur verið verulegur. Þar eru kjósendur sem hafa áhyggjur af innflytjendum og vilja láta loka löndum sínum fyrir þeim. Íslendingar eru ekkert öðru vísi hvað það varðar, að sögn Guðmundar.Tilvistarvandi FramsóknarflokksinsFramsóknarflokkurinn hefur verið þekktur fyrir gera miklu betur í kosningum en í skoðanakönnunum. Og hafa oft komið fram í aðdraganda kosninga og yfirtrompað aðra flokka í kosningaloforðum, ekki þarf lengra að líta en til síðustu alþingiskosninga og/eða taka skyndilega skýra afstöðu í málum sem vænleg eru til vinsælda. Flokkurinn hefur, eins og áður sagði, ekki verið að mælast með mikið fylgi í Reykjavík, en nú kemur þetta útspil og allt snýst um Framsóknarflokkinn. Þetta tengist, að mati Guðmundar, alldjúpstæðum tilvistarvanda. „Flokkurinn hefur átt við að stríða áratugum saman ákveðinn tilvistarvanda sem snýst um það að hann er upphaflega fyrst og fremst landsbyggðaflokkur, sveitaflokkur sem sótti sitt fylgi mest til hinna dreifðu byggða. Kjósendum hefur fækkað þar og þeir hafa verið að leita sér að möguleikum til að skapa sér stöðu í hinu nýja pólitíska landslagi. Það hefur reynst þeim snúið á köflum. Samvinnuhreyfingin er horfinn og sá bakhjarl er horfinn. Og það kemur út í tilviljunarkenndri stefnu. Enginn flokkur hefur flakkað eins mikið, ekki er langt síðan flokkurinn var tiltölulega Evrópusinnaður. Halldór Ásgrímsson var að sumu leyti einn helsti Evrópusinni íslenskra stjórnmálamanna, meðan Samfylkingin var ekki einu sinni með þau mál ofarlega á baugi. Nú er flokkurinn harðasti andstæðingur Evrópu sem bendir til þess að flokkurinn sé nokkuð laus í rásinni.“Marine le Pen hefur allt annan stíl en faðir hennar og hefur meðvitað unnið í að má af flokki sínum fasistastimpilinn.Þvo af sér fasistastimpilinnGuðmundur segir þó að ætíð hafi eitt af grunngildum Framsóknarflokksins verið þjóðerniskennd, sem tengir land og þjóð fast saman. Uppgangur þessara flokka í Evrópu vekur vitaskuld athygli á Íslandi. Þeir eru hættir að hafa þennan gamla fasistastimpil sem þeir hafa haft. „Þeir hafa verið að vinna í því meðvitað. Draga úr kynþáttahatri, andúð á samkynhneigðum og svo framvegis, eins og til dæmis í Frakklandi. Marine Le Pen hefur meðvitað verið að vinna gegn því þó pabbi hennar sé stundum yfirlýsingaglaður á köflum. Hún hefur allt annan stíl. Og þetta hefur gert það að verkum að þessir flokkar eru ekki lengur jaðarflokkar, til dæmis komnir í stjórn í Noregi. Það kemur örugglega til með að gera það að verkum að þessi fyrirmynd, sem þessir flokkar boða, verður aðlaðandi fyrir flokka víðar,“ segir Guðmundur og bendir á að Ísland sé ekki frábrugðið öðrum löndum hvað þetta varðar. Þetta felur í sér talsverðar freistingar víðar og það kæmi Guðmundi ekki á óvart þó þetta módel muni festa sig í sessi hér, augljóslega innan Framsóknarflokksins og jafnvel Sjálfstæðisflokksins líka, að einhverju leyti. Fréttaskýringar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Guðmundur Háldánarson prófessor segir popúlísk viðhorf einkenna Framsóknarflokkinn og nú eru þeir að spila út síðasta spilinu sem hefur greint þá frá slíkum flokkum í Evrópu: Andúð á innflytjendum, og láta á það reyna. Nú, þegar tæp vika er til sveitarstjórnarkosninga, hefur Framsóknarflokknum tekist að koma sér rækilega í umræðuna. Flugvallarmálið, sem þeir settu á oddinn, hefur ekki náð flugi. Það var ekki fyrr en oddviti flokksins í Reykjavík, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, greindi frá því að hún vildi láta fara fram íbúakosningu um það hvort múslimum á Íslandi yrði úthlutað lóð, sem þegar hefur verið gengið frá, að hlutirnir fóru að gerast.Andstæðingar mosku á Íslandi hafa lýst yfir stuðningi við Framsóknarflokkinn.Öngull í úfinn og gruggugan sjóÞögn flokksforystunnar á landsvísu er hávær. Og hún felur í sér skýr skilaboð. Tvö sjónarmið togast á. Líkast til er útspil Sveinbjargar Birnu, sem margir hafa túlkað sem andúð á innflytjendum, með réttu eða röngu, hugsað til að afla flokknum fylgis. En hann hefur verið að mælast í 2 til 4 prósentum fylgis í Reykjavík. Eitthvað þarf að gerast.Skúli Skúlason, sem fer fyrir hópi á Facebook sem heitir „Mótmælum mosku í Reykjavík“ hefur lýst því yfir að hann muni hvetja þau fjögur þúsund sem skipa þann hóp til að kjósa Framsókn. Hann setti skilaboð þess efnis inn á Facebookvegg Sveinbjargar Birnu. Á móti kemur að forystan gerir sér mæta vel grein fyrir því að ef þeir styðja afstöðu oddvitans í Reykjavík mun flokkurinn verða skilgreindur án fyrirvara sem þjóðernispopúlískur flokkur. Slíkt mun ekki bara reynast umdeilt utan flokks heldur einnig innan en nokkrir áhrifamenn í Framsóknarflokknum hafa þegar lýst því yfir að þeir styðji ekki sjónarmið sem Sveinbjörg Birna hefur sett fram. Einn þeirra er Stefán Bogi Sveinsson, oddviti Framsóknarmanna á Austurlandi en hann segir á Facebooksíðu sinni í yfirlýsingu: „Í grundvallarstefnuskránni er einnig lögð áhersla á að flokkurinn vill byggja upp þjóðfélag á grunngildum lýðræðis, persónufrelsis, jafnræðis og samfélagslegrar ábyrgðar auk þess sem flokkurinn hafnar hvers konar mismunun sem gerir greinarmun á fólki t.d. eftir kynþætti, kynferði, tungu, trú, þjóðerni, kynhneigð, búsetu eða stjórnmálaskoðunum.“ Stefán Bogi segist sem Framsóknarmaður og sæmilega ærleg manneskja vilja starfa í samræmi við þessi grunngildi.Þorsteinn Pálsson segir að hvergi hafi það gerst nema á Íslandi að þjóðernispopúlískur flokkur hafi komist í forsætisráðuneyti lands.Þjóðernispopúlismi FramsóknarflokksinsFyrir tæpu ári skrifaði Þorsteinn Pálssongrein í Fréttablaðið þar sem hann fer í saumana á þjóðernispopúlisma í Evrópu og segir Framsóknarflokkinn af þessu bergi brotinn: „Segja má að ekki hafi bólað að nokkru marki á pólitískri þróun af þessum toga hér á landi fyrr en ný forysta tók við Framsóknarflokknum fyrir rúmum fjórum árum. Síðan hafa böndin við hugmynda- og hagsmunaheim gamla Framsóknarflokksins smám saman trosnað ef frá er talið Kaupfélag Skagfirðinga. Með félagslega loforðinu um mestu endurgreiðslu húsnæðislána í heimi varð endanlega til íslenskur þjóðernispopúlismaflokkur,“ skrifar Þorsteinn og bætir við: „Framsókn er fyrsti og eini flokkur sinnar tegundar á evrópska efnahagssvæðinu til þess að veita ríkisstjórn og landi forystu. Þó að þessi pólitík hafi verið lengi á leiðinni til Íslands hefur hún náð hærra flugi hér en annars staðar. Enginn spaugstofuflokkur hefur heldur náð jafn miklum árangri og Besti flokkurinn í Reykjavík. Hér hefur því orðið meiri pólitísk kerfisbreyting á stuttum tíma en nöfn á flokkum segja til um.“Guðmundur Hálfdánarson prófessor er sérfróður um þjóðernispopúlíska flokka.Unnið með óánægju og áhyggjur fólksGuðmundur Hálfdánarson prófessor er sérfróður um þjóðernispopúlisma. Vísir spurði Guðmund bratt, hvort Framsóknarflokkurinn væri nú alfarið kominn út úr skápnum sem slíkur? „Jájá, það má ... við skulum orða það þannig að freistingin er þarna. Ef við lítum á hið pólitíska landslag þá er ýmislegt í stefnumálum Framsóknarflokksins sem hefur vísað í svipað og þessir flokkar hafa verið að halda fram í Evrópu. Einkum eru það tvö mál sem eru sameiginlegt einkenni þessara flokka: Andstaða við Evrópusambandið, sem er sameiginlegt einkenni þessara popúlísku flokka. Hitt eru viðbrögð við bæði kreppunni og þessari alþjóðavæðingu sem við höfum orðið vitni að á undanförnum árum og áratugum. Það er svona andúð á „establishmentinu“ eða „elítunni“ sem einkennir þessa popúlísku flokkum líka. Þeir hafa unnið með óánægju fólks og áhyggjur sem hafa komið upp, sem óneitanlega Framsóknarflokkurinn hefur gert.“Verið að láta á þetta reynaGuðmundur nefnir fleiri dæmi sem er áhersla á þjóðernishyggju, sem sumir myndu kalla þjóðrembu; áherslu á þjóðina og þjóðernið. Ekki einn íslenskra flokka en Framsóknarflokkurinn sérstaklega, með vísan til Jónasar frá Hriflu. „En það sem Framsóknarflokkurinn hefur aldrei sýnt neinn lit í, sem er lykilatriði er varðar popúlíska flokka, og það er andúð á innflytjendum. Það hefur aldrei sést en þetta útspil núna í borgarstjórnarkosningunum er í þá áttina. Það á alveg eftir að koma í ljós hvort flokkurinn tekur það upp eða ekki og hvernig það spilast. Of snemmt að segja til um það en á vissan hátt má segja að verið sé að láta á þetta reyna,“ segir Guðmundur með vísan til hinnar háværu þagnar forystunnar – þar hafa menn tekið ákvörðun um að tjá sig ekki. „Hvað sem menn segja þá hlýtur flokkurinn að bera ábyrgð á því hvað oddviti flokksins í stærsta kjördæmi landsins segir; þar sem 2/3 íbúa landsins búa.“Uppgangur popúlískra flokka í Evrópu hefur verið verulegur. Þar eru kjósendur sem hafa áhyggjur af innflytjendum og vilja láta loka löndum sínum fyrir þeim. Íslendingar eru ekkert öðru vísi hvað það varðar, að sögn Guðmundar.Tilvistarvandi FramsóknarflokksinsFramsóknarflokkurinn hefur verið þekktur fyrir gera miklu betur í kosningum en í skoðanakönnunum. Og hafa oft komið fram í aðdraganda kosninga og yfirtrompað aðra flokka í kosningaloforðum, ekki þarf lengra að líta en til síðustu alþingiskosninga og/eða taka skyndilega skýra afstöðu í málum sem vænleg eru til vinsælda. Flokkurinn hefur, eins og áður sagði, ekki verið að mælast með mikið fylgi í Reykjavík, en nú kemur þetta útspil og allt snýst um Framsóknarflokkinn. Þetta tengist, að mati Guðmundar, alldjúpstæðum tilvistarvanda. „Flokkurinn hefur átt við að stríða áratugum saman ákveðinn tilvistarvanda sem snýst um það að hann er upphaflega fyrst og fremst landsbyggðaflokkur, sveitaflokkur sem sótti sitt fylgi mest til hinna dreifðu byggða. Kjósendum hefur fækkað þar og þeir hafa verið að leita sér að möguleikum til að skapa sér stöðu í hinu nýja pólitíska landslagi. Það hefur reynst þeim snúið á köflum. Samvinnuhreyfingin er horfinn og sá bakhjarl er horfinn. Og það kemur út í tilviljunarkenndri stefnu. Enginn flokkur hefur flakkað eins mikið, ekki er langt síðan flokkurinn var tiltölulega Evrópusinnaður. Halldór Ásgrímsson var að sumu leyti einn helsti Evrópusinni íslenskra stjórnmálamanna, meðan Samfylkingin var ekki einu sinni með þau mál ofarlega á baugi. Nú er flokkurinn harðasti andstæðingur Evrópu sem bendir til þess að flokkurinn sé nokkuð laus í rásinni.“Marine le Pen hefur allt annan stíl en faðir hennar og hefur meðvitað unnið í að má af flokki sínum fasistastimpilinn.Þvo af sér fasistastimpilinnGuðmundur segir þó að ætíð hafi eitt af grunngildum Framsóknarflokksins verið þjóðerniskennd, sem tengir land og þjóð fast saman. Uppgangur þessara flokka í Evrópu vekur vitaskuld athygli á Íslandi. Þeir eru hættir að hafa þennan gamla fasistastimpil sem þeir hafa haft. „Þeir hafa verið að vinna í því meðvitað. Draga úr kynþáttahatri, andúð á samkynhneigðum og svo framvegis, eins og til dæmis í Frakklandi. Marine Le Pen hefur meðvitað verið að vinna gegn því þó pabbi hennar sé stundum yfirlýsingaglaður á köflum. Hún hefur allt annan stíl. Og þetta hefur gert það að verkum að þessir flokkar eru ekki lengur jaðarflokkar, til dæmis komnir í stjórn í Noregi. Það kemur örugglega til með að gera það að verkum að þessi fyrirmynd, sem þessir flokkar boða, verður aðlaðandi fyrir flokka víðar,“ segir Guðmundur og bendir á að Ísland sé ekki frábrugðið öðrum löndum hvað þetta varðar. Þetta felur í sér talsverðar freistingar víðar og það kæmi Guðmundi ekki á óvart þó þetta módel muni festa sig í sessi hér, augljóslega innan Framsóknarflokksins og jafnvel Sjálfstæðisflokksins líka, að einhverju leyti.
Fréttaskýringar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira