Biskup Íslands fylgjandi mosku: „Finnst sjálfsagt að múslimar fái að hafa sinn helgistað“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. maí 2014 16:46 Agnes M Sigurðardóttir biskup er fylgjandi mosku í Reykjavík. „Eitt útilokar ekki annað. Mér finnst sjálfri, sem manneskju og biskupi Íslands að kristin trú eigi að halda áfram að vera þau trúarbrögð sem eru ríkjandi og sem við byggjum á, en það útilokar ekki það að hér geti risið moska,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands um moskumálið svokalllaða. Agnes segir að hér á Íslandi ríki trúfrelsi og allir eigi að fá tækifæri til að lofa sinn guð. „Það er sjálfsagt mál að fólk hafi stað til að koma á og lofa sinn guð. Ég hef enga skoðun hvar moska á að vera í Reykjavík. Mér finnst sjálfsagt að múslimar fái að hafa sinn helgistað,“ segir biskupinn ennfremur.„Auðvitað hefur maður heyrt þessar fréttir utan úr heimi“ Agnes segist hafa fylgst með umræðunni í netheimum. Margir hafa tjáð sig um málið, til dæmis í símatíma á Útvarpi Sögu í gær, þar sem Sveinbjörg Birna Sigurbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar flokksins í Reykjavík var í viðtali. Sumir sem hringdu inn lýstu yfir áhyggjum sínum yfir því að fjölgun múslima hefði vandamál í för með sér. „Ég veit ekki hvað skal segja um þetta. Ég hef ekki reynt það á sjálf á eigin skinni eða upplifað það í gegnum kirkjuna, að það séu einhver vandamál tengd múslimum. Auðvitað hefur maður heyrt þessar fréttir utan úr heimi. Mér finnst miklu mikilvægara að við Íslendingar höfum sammælst um það að hér skuli ríkja kristinn siður. Samfélagið er byggt á kristnum gildum. Mér finnst það mikilvægara að við vitum hvar við stöndum sem þjóð, heldur en að vera útiloka aðra. Flest þetta fólk er alið upp í löndum þar sem múhameðstrú er ríkjandi. Þess vegna eru þau væntanlega múslimar. Alveg eins og ég sem er alinn upp í kristinni trú og þess vegna tilheyri ég henni. Það sem maður elst upp við mótar mann oft fyrir lífstíð. Ég kýs að nálgast málið frá þeirri hliðinni, frekar en að vera með og á móti mosku.“Samstarf múslima og Þjóðkirkjunnar gengur vel Þjóðkirkjan er hluti af Samráðsvettvangi trúfélaga, ásamt Félagi múslima á Íslandi og Meinngarseturs múslima á Íslandi.. Önnur trúfélög sem eru hluti af samráðsvettvanginum eru Ásatrúarfélagið, Bahá‘ísamfélagið, Búddaistasamtökin SGI á Íslandi, FFWPU – Heimsfriðarsamband fjölskyldna og sameiningar, Fríkirkjan Vegurinn, Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi, Rómversk-kaþólska kirkjan og Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins í Reykjavík. Agnes segir samstarf trúfélaga ganga vel. „Ef þau kjósa að byggja sitt bænahús, finnst mér að þau ættu að fá leyfi til þess. Það sem á að gilda eru bara lög landsins, eins og á við um alla aðra þegna landsins. Það gildir um alla þegna þessa lands, að við förum eftir lögum og reglum landsins – en ekki eigin lögum og reglum. Að við förum eftir þeim lögum sem fulltrúar okkar hafa sammælst um að hér eigi að gilda.“ Sveinbjörg Birna sagði í viðtali á Útvarpi Sögu í gær að hún vildi að lög um Kristnisjóð yrði endurskoðuð. Þau kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að veita ókeypis lóðir undir kirkjur og prestssetur. Agnes segist enga skoðun hafa á þeim ummælum. „Ég hef enga skoðun á því. Ég hef aldrei velt þessu máli fyrir mér. Ekkert hugsað um þetta mál og get eiginlega ekki svarað því þess vegna.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
„Eitt útilokar ekki annað. Mér finnst sjálfri, sem manneskju og biskupi Íslands að kristin trú eigi að halda áfram að vera þau trúarbrögð sem eru ríkjandi og sem við byggjum á, en það útilokar ekki það að hér geti risið moska,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands um moskumálið svokalllaða. Agnes segir að hér á Íslandi ríki trúfrelsi og allir eigi að fá tækifæri til að lofa sinn guð. „Það er sjálfsagt mál að fólk hafi stað til að koma á og lofa sinn guð. Ég hef enga skoðun hvar moska á að vera í Reykjavík. Mér finnst sjálfsagt að múslimar fái að hafa sinn helgistað,“ segir biskupinn ennfremur.„Auðvitað hefur maður heyrt þessar fréttir utan úr heimi“ Agnes segist hafa fylgst með umræðunni í netheimum. Margir hafa tjáð sig um málið, til dæmis í símatíma á Útvarpi Sögu í gær, þar sem Sveinbjörg Birna Sigurbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar flokksins í Reykjavík var í viðtali. Sumir sem hringdu inn lýstu yfir áhyggjum sínum yfir því að fjölgun múslima hefði vandamál í för með sér. „Ég veit ekki hvað skal segja um þetta. Ég hef ekki reynt það á sjálf á eigin skinni eða upplifað það í gegnum kirkjuna, að það séu einhver vandamál tengd múslimum. Auðvitað hefur maður heyrt þessar fréttir utan úr heimi. Mér finnst miklu mikilvægara að við Íslendingar höfum sammælst um það að hér skuli ríkja kristinn siður. Samfélagið er byggt á kristnum gildum. Mér finnst það mikilvægara að við vitum hvar við stöndum sem þjóð, heldur en að vera útiloka aðra. Flest þetta fólk er alið upp í löndum þar sem múhameðstrú er ríkjandi. Þess vegna eru þau væntanlega múslimar. Alveg eins og ég sem er alinn upp í kristinni trú og þess vegna tilheyri ég henni. Það sem maður elst upp við mótar mann oft fyrir lífstíð. Ég kýs að nálgast málið frá þeirri hliðinni, frekar en að vera með og á móti mosku.“Samstarf múslima og Þjóðkirkjunnar gengur vel Þjóðkirkjan er hluti af Samráðsvettvangi trúfélaga, ásamt Félagi múslima á Íslandi og Meinngarseturs múslima á Íslandi.. Önnur trúfélög sem eru hluti af samráðsvettvanginum eru Ásatrúarfélagið, Bahá‘ísamfélagið, Búddaistasamtökin SGI á Íslandi, FFWPU – Heimsfriðarsamband fjölskyldna og sameiningar, Fríkirkjan Vegurinn, Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi, Rómversk-kaþólska kirkjan og Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins í Reykjavík. Agnes segir samstarf trúfélaga ganga vel. „Ef þau kjósa að byggja sitt bænahús, finnst mér að þau ættu að fá leyfi til þess. Það sem á að gilda eru bara lög landsins, eins og á við um alla aðra þegna landsins. Það gildir um alla þegna þessa lands, að við förum eftir lögum og reglum landsins – en ekki eigin lögum og reglum. Að við förum eftir þeim lögum sem fulltrúar okkar hafa sammælst um að hér eigi að gilda.“ Sveinbjörg Birna sagði í viðtali á Útvarpi Sögu í gær að hún vildi að lög um Kristnisjóð yrði endurskoðuð. Þau kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að veita ókeypis lóðir undir kirkjur og prestssetur. Agnes segist enga skoðun hafa á þeim ummælum. „Ég hef enga skoðun á því. Ég hef aldrei velt þessu máli fyrir mér. Ekkert hugsað um þetta mál og get eiginlega ekki svarað því þess vegna.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira