Innlent

Samfylking og Björt framtíð ná meirihluta

Birta Björnsdóttir skrifar
Nú þegar fimm dagar eru til sveitastjórnarkosninga virðist Samfylkingin njóta mest fylgis í Reykjavík, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá MMR.

Aðspurðir sögðust 29,5% aðspurðra ætla að kjósa Samfylkinguna í borginni, 24% Bjarta framtíð, 21,1% hyggjast kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 9% Vinstri græna og 8,2% Pírata.

Samkvæmt sömu könnun ná Framsókn og flugvallarvinir, Dögun og Alþýðufylkingin ekki inn manni.

Könnunin var framkvæmd dagana 20. til 23. maí.

Það vekur athygli að verði þetta niðurstaðan svipar hún óneitanlega til niðurstöðu síðustu borgarstjórnarkosninga árið 2010 þegar tekið er saman fylgi Samfylkingarinnar og þáverandi Besta flokksins, miðað við samanlagt fylgi Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar í títtnefndri könnun MMR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×