Fótbolti

Öskra á Ronaldo ef þess þarf

Alonso í leik gegn Bayern.
Alonso í leik gegn Bayern.
Xabi Alonso er orðinn 32 ára gamall og segist vera farinn að axla ábyrgð sína að fullu í búningsklefa Real Madrid.

Hann viðurkennir að fyrir fimm árum síðan hefði honum aldrei dottið í hug að láta Zinedine Zidane heyra það en hann hikar ekki við að láta Cristiano Ronaldo heyra það í dag.

"Það er ekki eins mikil læti í klefanum og fólk heldur. Það eru vissulega vinahópar innan liðsins en venjulega eru allir vinir. Það gengur vel að ráða við öll þessi egó," sagði Alonso.

"Ef ég þarf að öskra á Ronaldo þá öskra ég á hann. Ég hefði samt ekki öskrað á Zidane fyrir fimm árum síðan."

Alonso er stoltur af Madridar-liðinu í dag en það er nýbúið að vinna Meistaradeildina.

"Þetta er frábær hópur og við erum mjög þéttir. Það er mikil ástríða hjá öllum og það verður ekki auðvelt að yfirgefa þetta félag þegar kemur að þeim tíma."

Alonso er samningsbundinn Real til ársins 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×