Erlent

Birta gervihnattargögn opinberlega

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vélin hvarf 8. mars síðastliðinn.
Vélin hvarf 8. mars síðastliðinn. visir/afp
Malasísk stjórnvöld og breska gervihnattarfyrirtækið Inmarsat birtu í dag opinberlega óunnar upplýsingar úr gervitunglinu Inmarsat-3 sem hefur verið miðpunkturinn í leitinni að vélinni MH370 sem hvarf þann 8. mars.

Aðstandendur farþega týndu flugvélarinnar frá Malasíu hafa krafist þess lengi að upplýsingarnar úr gervitunglinu verði gerðar opinberar. Ekki er víst hvort upplýsingarnar gefi einhverjar vísbendingar um það hvað varð um vélina.

Með umræddum upplýsingunum er möguleiki á að sérfræðingar geti rýnt í gögnin og komið auga á einhverjar vísbendingar sem rannsóknarhópurinn gæti hafa yfirsést. Skjölin sem hafa verið birt eru alls 47 blaðsíður og nú getur hver sem er lesið úr þeim. 

Flugvélin týndist þann 8. mars á leiðinni milli Kuala Lumpur og Peking. Um borð voru 227 farþegar frá 15 löndum og tólf starfsmenn. Flestir farþeganna voru frá Kína.


Tengdar fréttir

Leit að flugvélaflakinu hefst á ný

Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir að nú verði allt lagt í leit að flugvél Malaysíska flugfélagsins, sem hafði flugnúmer MH370.

Dularfullt hvarf farþegaflugvélar

Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin

Ávarp á alþjóðaleiklistardaginn 2014

Það var rúmenska leikskáldið Eugéne Ionesco sem sagði að leiksviðið væri staður þar sem manneskjan mætti sjálfri sér. Það sem er í húfi við þau kynni, mín orð ekki hans, er reynslan sem má draga af þeirri viðkynningu.

Samúðarskilaboð í Malasíu

Ætlast er til að ökumenn votti samúð sína með aðstandendum þeirra 239 farþega sem taldir eru hafa farist með flugi MH370. Skilaboð í þá veru verða á hjálmi hvers ökumanns og bíl. Einnig verður einnar mínútu þögn fyrir keppnina á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×