Fótbolti

Real Madrid þarf ekki fleiri stjörnuleikmenn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Florentino Perez og Cristiano Ronaldo
Florentino Perez og Cristiano Ronaldo Vísir/Getty
Florentino Perez, forseti Real Madrid, telur að klúbburinn þurfi ekki að fá Galactico til liðs við sig í sumar.

Hugmyndin um Galactico kom í kringum aldarmótin með kaupum Madrídarmanna á Luis Figo frá Barcelona. Hugmynd Real Madrid var að kaupa eina af skærustu stjörnum fótboltaheimsins á hverju ári og kölluðust þeir Galacticos.

Luis Suarez, framherji Liverpool, hefur verið nefndur í umræðunni sem næsti Galactico þrátt fyrir háan verðmiða en ekki verður kvartað undan fjárskorti í höfuðborginni.

„Það eru ekki margir stjörnuleikmenn sem við gætum fengið, þeir eru flestir í liðinu okkar í dag. En það eru margir sem gætu gert gagn í liðinu, ég veit hinsvegar ekki hvort við bjóðum í Suarez.“

Gareth Bale er nýjasti Galactico-inn og hann sýndi fína takta á tímabilinu.

„Hann hefur sannað hversu góður leikmaður hann er á mikilvægum tímapunktum á tímabilinu. Hann hefur legið undir gagnrýni en hann hefur staðið sig vel. Fólk virðist gleyma að hann var besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar áður en hann kom hingað,“ sagði Perez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×