Reykjavíkurborg miðstöð ferðamanna á Íslandi Guðlaug Björnsdóttir skrifar 28. maí 2014 14:21 Ferðamenn munu skila 2650 milljörðum í tekjum til þjóðfélagsins á næstu 10 árum ef þeim fjölgar ekki frá því sem nú er. Fjölgi ferðamönnum í 2 milljónir á ári á næstu sex til sjö árum má búast við að þeir munu skila á næstu 10 árum allt að 7000 milljörðum, eða 800 milljörðum á ári í þjóðarbúið. Þetta mun ekki ganga eftir átakalaust. Lauslega áætlað þarf hið opinbera að fjárfesta, á næstu árum, fyrir að minnstakosti 100 milljarða í innviðum umfram það sem nú eru áform um. Verði það ekki gert mun það leiða til þess að lífsgæði í Reykjavík versni og síðan hafa áhrif á fjölda ferðamanna til fækkunar. Reykjavíkurborg þarf að taka frumkvæði í þessu máli og gera meira en standa að „heildstæðri kynningu og markaðssetningu á Reykjavík”, það þarf að bregðast við því að ferðamönnum fjölgar hratt í Reykjavík, innviðirnir eru ekki til staðar til að taka við fleiri ferðamönnum. Reykjavíkurborg mun þurfa að fjárfesta veruleg á næsta kjörtímabili í innviðum borgarinnar til að taki við þessum aukna ferðamannafjölda. Hér er lagt til að á næsta kjörtímabili verði lögð veruleg áhersla á að skipuleggja hvernig best verði að því staðið að taka á móti ferðamönnum í Reykjavík. Horft verði á í hvaða fjárfestingar Reykjavík muni þurfa að fara út í, til að geta sem best þjónað ferðamönnum á sama tíma og hagsmunir þeirra sem búa í Reykjavík séu hafðir að leiðarljósi. Sett verði fram áætlun og henni fylgt eftir um að svæðisskipta Reykjavík. Í kringum Laugardalinn verði t.d. lögð áhersla á íþróttir og heilbrigðismál. Í miðbænum verði lögð áhersla á menningu, tónlist, söfn og ráðstefnuhald. Við Sundahöfn verði lögð áhersla á móttöku skemmtiferðaskipa. Skoðað verði samstarf við nágranna sveitarfélögin um sérhæfingu þeirra. Við nýbyggingu Landsspítala verði hugsað fyrir þjónustu við ferðamenn, bæði af hendi hins opinbera og einkaaðila. Háskólarnir og aðrar kennslustofnanir í Reykjavík eru að mynda klasa á milli Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Við Reykjavíkurhöfn og Örfirisey er hægt að auka þjónustu við hvalaskoðun, sjóstangarveiði og aðra slíka þjónustu en flytja þaðan það sem gæti átt betur heima annars staðar. Hægt er að hlúa að Borgartúni sem fjármálamiðstöð landsins, þar á nýr Landsbanki heima. Hægt er að sjá fyrir sér fleiri svæði í Reykjavík sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn, svo sem Kringlan, Skeifan og önnur sérhæfð svæði. Til að fylgja þessu eftir þarf að fara yfir staðsetningu hótela, annarra gististaða, veitingastaða og tengdrar þjónustu. Samgöngur, hjólreiðarstígar, hlaupabrautir, sundlaugar og aðrir innviðir eru líka mikilvægir. Til að sinna þessu á vel heppnaðan hátt mun Reykjavíkurborg þurfa að auka fjárfestingar sínar í innviðum, vinna með hagsmunaðilum og borgarbúum. Rétt útfærðar framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar og annarra aðila mun auka tekjur borgarinnar, skaffa fleiri íbúum vinnu og auka lífsgæði okkar sem búum í Reykjavík. Viðhorf þeirra sem hafa stjórnað Reykjavík síðustu ár er að brosa í forundran og segja að það sé nú ótrúlegt hvað margir ferðmenn séu að koma til borgarinnar. Sjálfstæðisflokknum er best treystandi til að útfæra og framkvæma snjalla áætlun um hvernig við getum á sama tíma fjölgað ferðamönnum, skaffað atvinnu, aukið tekjur borgarinnar og séð til þess að það verði dásamlegra að búa í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Ferðamenn munu skila 2650 milljörðum í tekjum til þjóðfélagsins á næstu 10 árum ef þeim fjölgar ekki frá því sem nú er. Fjölgi ferðamönnum í 2 milljónir á ári á næstu sex til sjö árum má búast við að þeir munu skila á næstu 10 árum allt að 7000 milljörðum, eða 800 milljörðum á ári í þjóðarbúið. Þetta mun ekki ganga eftir átakalaust. Lauslega áætlað þarf hið opinbera að fjárfesta, á næstu árum, fyrir að minnstakosti 100 milljarða í innviðum umfram það sem nú eru áform um. Verði það ekki gert mun það leiða til þess að lífsgæði í Reykjavík versni og síðan hafa áhrif á fjölda ferðamanna til fækkunar. Reykjavíkurborg þarf að taka frumkvæði í þessu máli og gera meira en standa að „heildstæðri kynningu og markaðssetningu á Reykjavík”, það þarf að bregðast við því að ferðamönnum fjölgar hratt í Reykjavík, innviðirnir eru ekki til staðar til að taka við fleiri ferðamönnum. Reykjavíkurborg mun þurfa að fjárfesta veruleg á næsta kjörtímabili í innviðum borgarinnar til að taki við þessum aukna ferðamannafjölda. Hér er lagt til að á næsta kjörtímabili verði lögð veruleg áhersla á að skipuleggja hvernig best verði að því staðið að taka á móti ferðamönnum í Reykjavík. Horft verði á í hvaða fjárfestingar Reykjavík muni þurfa að fara út í, til að geta sem best þjónað ferðamönnum á sama tíma og hagsmunir þeirra sem búa í Reykjavík séu hafðir að leiðarljósi. Sett verði fram áætlun og henni fylgt eftir um að svæðisskipta Reykjavík. Í kringum Laugardalinn verði t.d. lögð áhersla á íþróttir og heilbrigðismál. Í miðbænum verði lögð áhersla á menningu, tónlist, söfn og ráðstefnuhald. Við Sundahöfn verði lögð áhersla á móttöku skemmtiferðaskipa. Skoðað verði samstarf við nágranna sveitarfélögin um sérhæfingu þeirra. Við nýbyggingu Landsspítala verði hugsað fyrir þjónustu við ferðamenn, bæði af hendi hins opinbera og einkaaðila. Háskólarnir og aðrar kennslustofnanir í Reykjavík eru að mynda klasa á milli Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Við Reykjavíkurhöfn og Örfirisey er hægt að auka þjónustu við hvalaskoðun, sjóstangarveiði og aðra slíka þjónustu en flytja þaðan það sem gæti átt betur heima annars staðar. Hægt er að hlúa að Borgartúni sem fjármálamiðstöð landsins, þar á nýr Landsbanki heima. Hægt er að sjá fyrir sér fleiri svæði í Reykjavík sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn, svo sem Kringlan, Skeifan og önnur sérhæfð svæði. Til að fylgja þessu eftir þarf að fara yfir staðsetningu hótela, annarra gististaða, veitingastaða og tengdrar þjónustu. Samgöngur, hjólreiðarstígar, hlaupabrautir, sundlaugar og aðrir innviðir eru líka mikilvægir. Til að sinna þessu á vel heppnaðan hátt mun Reykjavíkurborg þurfa að auka fjárfestingar sínar í innviðum, vinna með hagsmunaðilum og borgarbúum. Rétt útfærðar framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar og annarra aðila mun auka tekjur borgarinnar, skaffa fleiri íbúum vinnu og auka lífsgæði okkar sem búum í Reykjavík. Viðhorf þeirra sem hafa stjórnað Reykjavík síðustu ár er að brosa í forundran og segja að það sé nú ótrúlegt hvað margir ferðmenn séu að koma til borgarinnar. Sjálfstæðisflokknum er best treystandi til að útfæra og framkvæma snjalla áætlun um hvernig við getum á sama tíma fjölgað ferðamönnum, skaffað atvinnu, aukið tekjur borgarinnar og séð til þess að það verði dásamlegra að búa í Reykjavík.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun