Reykjavíkurborg miðstöð ferðamanna á Íslandi Guðlaug Björnsdóttir skrifar 28. maí 2014 14:21 Ferðamenn munu skila 2650 milljörðum í tekjum til þjóðfélagsins á næstu 10 árum ef þeim fjölgar ekki frá því sem nú er. Fjölgi ferðamönnum í 2 milljónir á ári á næstu sex til sjö árum má búast við að þeir munu skila á næstu 10 árum allt að 7000 milljörðum, eða 800 milljörðum á ári í þjóðarbúið. Þetta mun ekki ganga eftir átakalaust. Lauslega áætlað þarf hið opinbera að fjárfesta, á næstu árum, fyrir að minnstakosti 100 milljarða í innviðum umfram það sem nú eru áform um. Verði það ekki gert mun það leiða til þess að lífsgæði í Reykjavík versni og síðan hafa áhrif á fjölda ferðamanna til fækkunar. Reykjavíkurborg þarf að taka frumkvæði í þessu máli og gera meira en standa að „heildstæðri kynningu og markaðssetningu á Reykjavík”, það þarf að bregðast við því að ferðamönnum fjölgar hratt í Reykjavík, innviðirnir eru ekki til staðar til að taka við fleiri ferðamönnum. Reykjavíkurborg mun þurfa að fjárfesta veruleg á næsta kjörtímabili í innviðum borgarinnar til að taki við þessum aukna ferðamannafjölda. Hér er lagt til að á næsta kjörtímabili verði lögð veruleg áhersla á að skipuleggja hvernig best verði að því staðið að taka á móti ferðamönnum í Reykjavík. Horft verði á í hvaða fjárfestingar Reykjavík muni þurfa að fara út í, til að geta sem best þjónað ferðamönnum á sama tíma og hagsmunir þeirra sem búa í Reykjavík séu hafðir að leiðarljósi. Sett verði fram áætlun og henni fylgt eftir um að svæðisskipta Reykjavík. Í kringum Laugardalinn verði t.d. lögð áhersla á íþróttir og heilbrigðismál. Í miðbænum verði lögð áhersla á menningu, tónlist, söfn og ráðstefnuhald. Við Sundahöfn verði lögð áhersla á móttöku skemmtiferðaskipa. Skoðað verði samstarf við nágranna sveitarfélögin um sérhæfingu þeirra. Við nýbyggingu Landsspítala verði hugsað fyrir þjónustu við ferðamenn, bæði af hendi hins opinbera og einkaaðila. Háskólarnir og aðrar kennslustofnanir í Reykjavík eru að mynda klasa á milli Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Við Reykjavíkurhöfn og Örfirisey er hægt að auka þjónustu við hvalaskoðun, sjóstangarveiði og aðra slíka þjónustu en flytja þaðan það sem gæti átt betur heima annars staðar. Hægt er að hlúa að Borgartúni sem fjármálamiðstöð landsins, þar á nýr Landsbanki heima. Hægt er að sjá fyrir sér fleiri svæði í Reykjavík sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn, svo sem Kringlan, Skeifan og önnur sérhæfð svæði. Til að fylgja þessu eftir þarf að fara yfir staðsetningu hótela, annarra gististaða, veitingastaða og tengdrar þjónustu. Samgöngur, hjólreiðarstígar, hlaupabrautir, sundlaugar og aðrir innviðir eru líka mikilvægir. Til að sinna þessu á vel heppnaðan hátt mun Reykjavíkurborg þurfa að auka fjárfestingar sínar í innviðum, vinna með hagsmunaðilum og borgarbúum. Rétt útfærðar framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar og annarra aðila mun auka tekjur borgarinnar, skaffa fleiri íbúum vinnu og auka lífsgæði okkar sem búum í Reykjavík. Viðhorf þeirra sem hafa stjórnað Reykjavík síðustu ár er að brosa í forundran og segja að það sé nú ótrúlegt hvað margir ferðmenn séu að koma til borgarinnar. Sjálfstæðisflokknum er best treystandi til að útfæra og framkvæma snjalla áætlun um hvernig við getum á sama tíma fjölgað ferðamönnum, skaffað atvinnu, aukið tekjur borgarinnar og séð til þess að það verði dásamlegra að búa í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ferðamenn munu skila 2650 milljörðum í tekjum til þjóðfélagsins á næstu 10 árum ef þeim fjölgar ekki frá því sem nú er. Fjölgi ferðamönnum í 2 milljónir á ári á næstu sex til sjö árum má búast við að þeir munu skila á næstu 10 árum allt að 7000 milljörðum, eða 800 milljörðum á ári í þjóðarbúið. Þetta mun ekki ganga eftir átakalaust. Lauslega áætlað þarf hið opinbera að fjárfesta, á næstu árum, fyrir að minnstakosti 100 milljarða í innviðum umfram það sem nú eru áform um. Verði það ekki gert mun það leiða til þess að lífsgæði í Reykjavík versni og síðan hafa áhrif á fjölda ferðamanna til fækkunar. Reykjavíkurborg þarf að taka frumkvæði í þessu máli og gera meira en standa að „heildstæðri kynningu og markaðssetningu á Reykjavík”, það þarf að bregðast við því að ferðamönnum fjölgar hratt í Reykjavík, innviðirnir eru ekki til staðar til að taka við fleiri ferðamönnum. Reykjavíkurborg mun þurfa að fjárfesta veruleg á næsta kjörtímabili í innviðum borgarinnar til að taki við þessum aukna ferðamannafjölda. Hér er lagt til að á næsta kjörtímabili verði lögð veruleg áhersla á að skipuleggja hvernig best verði að því staðið að taka á móti ferðamönnum í Reykjavík. Horft verði á í hvaða fjárfestingar Reykjavík muni þurfa að fara út í, til að geta sem best þjónað ferðamönnum á sama tíma og hagsmunir þeirra sem búa í Reykjavík séu hafðir að leiðarljósi. Sett verði fram áætlun og henni fylgt eftir um að svæðisskipta Reykjavík. Í kringum Laugardalinn verði t.d. lögð áhersla á íþróttir og heilbrigðismál. Í miðbænum verði lögð áhersla á menningu, tónlist, söfn og ráðstefnuhald. Við Sundahöfn verði lögð áhersla á móttöku skemmtiferðaskipa. Skoðað verði samstarf við nágranna sveitarfélögin um sérhæfingu þeirra. Við nýbyggingu Landsspítala verði hugsað fyrir þjónustu við ferðamenn, bæði af hendi hins opinbera og einkaaðila. Háskólarnir og aðrar kennslustofnanir í Reykjavík eru að mynda klasa á milli Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Við Reykjavíkurhöfn og Örfirisey er hægt að auka þjónustu við hvalaskoðun, sjóstangarveiði og aðra slíka þjónustu en flytja þaðan það sem gæti átt betur heima annars staðar. Hægt er að hlúa að Borgartúni sem fjármálamiðstöð landsins, þar á nýr Landsbanki heima. Hægt er að sjá fyrir sér fleiri svæði í Reykjavík sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn, svo sem Kringlan, Skeifan og önnur sérhæfð svæði. Til að fylgja þessu eftir þarf að fara yfir staðsetningu hótela, annarra gististaða, veitingastaða og tengdrar þjónustu. Samgöngur, hjólreiðarstígar, hlaupabrautir, sundlaugar og aðrir innviðir eru líka mikilvægir. Til að sinna þessu á vel heppnaðan hátt mun Reykjavíkurborg þurfa að auka fjárfestingar sínar í innviðum, vinna með hagsmunaðilum og borgarbúum. Rétt útfærðar framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar og annarra aðila mun auka tekjur borgarinnar, skaffa fleiri íbúum vinnu og auka lífsgæði okkar sem búum í Reykjavík. Viðhorf þeirra sem hafa stjórnað Reykjavík síðustu ár er að brosa í forundran og segja að það sé nú ótrúlegt hvað margir ferðmenn séu að koma til borgarinnar. Sjálfstæðisflokknum er best treystandi til að útfæra og framkvæma snjalla áætlun um hvernig við getum á sama tíma fjölgað ferðamönnum, skaffað atvinnu, aukið tekjur borgarinnar og séð til þess að það verði dásamlegra að búa í Reykjavík.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar