Velferðarkerfi Kirkjunnar fyrir einstæðar mæður? Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir skrifar 28. maí 2014 14:31 Í Reykjavík og reyndar víðar um land er aukin fátækt. Bæði Rauði Kross Íslands og Barnaheill hafa gefið út skýrslur og yfirlýsingar sem lýsa áhyggjum af þessari þróun. Velferð barna er í húfi. Æ ofan í æ heyrast súrrealísk dæmi frá ungu fólki. Þrælmenntað fólk er annað hvort atvinnulaust eða að vinna venjuleg sómasamleg störf en þrá vinnu við hæfi. Langflestir þessara einstaklinga eiga erfitt með að borga niður námslánin sín og sjá ekki fram á að klára það fyrr en á gamals aldri. Margir þeirra sem eru að mennta sig eiga ekki eða varla rétt á fjárhagsaðstoð að námi loknu. Eitt dæmi er einstæð tveggja barna móðir sem er nemi á milli anna í Háskóla Íslands. Hún mun fá rétt rúmar 44.000 krónur frá sveitafélaginu í fjárhagsaðstoð í næsta mánuði. Konan sem um ræðir hefur ekki haft tíma til þess að finna vinnu enda verið í prófum. Hún hefur ekki meiri rétt en þetta vegna þess hve námslánin hennar voru „há‟. Eins og fram er komið sér hún fyrir tveimur börnum. Það er eins gott að konan hafi gott bakland, fái vinnu eins og skot og geti borgað fyrir barnapíu í sumar. Ef eitthvað eitt af þessu bregst er voðin vís. Á það sama yfir alla að ganga? Í dag var umræddri konu bent á að tala við Hjálparstofnun Kirkjunnar. Skrifstofan væri opin þar í dag. Er þetta velferðarkerfið okkar? Með fullri virðingu og þökk fyrir störf allra hjálparsamtaka á Íslandi. Dögun í Reykjavík er mannréttindarframboð sem vill að Reykjavíkurborg uppfylli þær lagalegu skyldur sínar að framfleyta þeim sem ekki geta framfleytt sér sjálfir. Dögun talar fyrir tekjutengingu gjaldskráa sem viðkoma börnum og að biðlisti til félagslegs húsnæðis verði tæmdur á kjörtímabilinu. Fólk skammast sín fyrir fátæktina og fyrir að geta ekki staðið betur á eigin fótum. Margir eru líka reiðir og finnst brotið á sér. Enn er spurt: Á það sama yfir alla að ganga? Það er ekkert gaman að setja út á neinn. Helst af öllu ekki fólk sem hefur fylkt sér saman til að vinna að betra samfélagi en það verður ekki orða bundist. Síðustu stjórnendur Reykjavíkurborgar, Björt Framtíð og Samfylkingin, tóku við erfiðu búi eftir hrun en að hverju eru flokkarnir að barma sér? Sameiningu leikskólanna? Á því að OR seldi hlut í HS veitum til Ursus til þess að greiða upp óreiðuskuldir? Að það kosti orðið jafn mikið fyrir börn og fullorðna í strætó? Eða er það 6600 króna mánaðargjaldið fyrir skólamáltíð barns? Að fjárhagsaðstoðin sé „hæfilega‟ há? Björt framtíð fyrir hverja? Er Samfylkingarfólk jafnaðarfólk? Mörgum finnst kannski fullmikið sagt en hafa þeir það þá ekki bara ansi gott? Er ekki komin tími til að standa vörð um lágmarks réttindi fólks? Hvert verður svar þitt við þessum spurningum á kjördag? X-T. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Í Reykjavík og reyndar víðar um land er aukin fátækt. Bæði Rauði Kross Íslands og Barnaheill hafa gefið út skýrslur og yfirlýsingar sem lýsa áhyggjum af þessari þróun. Velferð barna er í húfi. Æ ofan í æ heyrast súrrealísk dæmi frá ungu fólki. Þrælmenntað fólk er annað hvort atvinnulaust eða að vinna venjuleg sómasamleg störf en þrá vinnu við hæfi. Langflestir þessara einstaklinga eiga erfitt með að borga niður námslánin sín og sjá ekki fram á að klára það fyrr en á gamals aldri. Margir þeirra sem eru að mennta sig eiga ekki eða varla rétt á fjárhagsaðstoð að námi loknu. Eitt dæmi er einstæð tveggja barna móðir sem er nemi á milli anna í Háskóla Íslands. Hún mun fá rétt rúmar 44.000 krónur frá sveitafélaginu í fjárhagsaðstoð í næsta mánuði. Konan sem um ræðir hefur ekki haft tíma til þess að finna vinnu enda verið í prófum. Hún hefur ekki meiri rétt en þetta vegna þess hve námslánin hennar voru „há‟. Eins og fram er komið sér hún fyrir tveimur börnum. Það er eins gott að konan hafi gott bakland, fái vinnu eins og skot og geti borgað fyrir barnapíu í sumar. Ef eitthvað eitt af þessu bregst er voðin vís. Á það sama yfir alla að ganga? Í dag var umræddri konu bent á að tala við Hjálparstofnun Kirkjunnar. Skrifstofan væri opin þar í dag. Er þetta velferðarkerfið okkar? Með fullri virðingu og þökk fyrir störf allra hjálparsamtaka á Íslandi. Dögun í Reykjavík er mannréttindarframboð sem vill að Reykjavíkurborg uppfylli þær lagalegu skyldur sínar að framfleyta þeim sem ekki geta framfleytt sér sjálfir. Dögun talar fyrir tekjutengingu gjaldskráa sem viðkoma börnum og að biðlisti til félagslegs húsnæðis verði tæmdur á kjörtímabilinu. Fólk skammast sín fyrir fátæktina og fyrir að geta ekki staðið betur á eigin fótum. Margir eru líka reiðir og finnst brotið á sér. Enn er spurt: Á það sama yfir alla að ganga? Það er ekkert gaman að setja út á neinn. Helst af öllu ekki fólk sem hefur fylkt sér saman til að vinna að betra samfélagi en það verður ekki orða bundist. Síðustu stjórnendur Reykjavíkurborgar, Björt Framtíð og Samfylkingin, tóku við erfiðu búi eftir hrun en að hverju eru flokkarnir að barma sér? Sameiningu leikskólanna? Á því að OR seldi hlut í HS veitum til Ursus til þess að greiða upp óreiðuskuldir? Að það kosti orðið jafn mikið fyrir börn og fullorðna í strætó? Eða er það 6600 króna mánaðargjaldið fyrir skólamáltíð barns? Að fjárhagsaðstoðin sé „hæfilega‟ há? Björt framtíð fyrir hverja? Er Samfylkingarfólk jafnaðarfólk? Mörgum finnst kannski fullmikið sagt en hafa þeir það þá ekki bara ansi gott? Er ekki komin tími til að standa vörð um lágmarks réttindi fólks? Hvert verður svar þitt við þessum spurningum á kjördag? X-T.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar