Sport

Fyrsti samkynhneigði leikmaðurinn í NFL

Bjarki Ármannsson skrifar
Háskólastjarnan Michael Sam mun leika með St. Louis Rams á komandi tímabili.
Háskólastjarnan Michael Sam mun leika með St. Louis Rams á komandi tímabili. Vísir/AFP
Í dag gerðust þau tíðindi að fyrsti samkynhneigði leikmaðurinn var tekinn inn í nýliðavali bandarísku NFL-deildarinnar. Fyrrum háskólastjarnan Michael Sam var fenginn til St. Louis Rams á lokadegi nýliðavalsins en hann vakti talsverða athygli fyrir það að koma út úr skápnum síðastliðinn febrúar.

Töldu margir að kynhneigð Sam gæti aftrað honum frá því að fá tækifæri í NFL-deildinni, en þar hefur enginn samkynhneigður maður leikið frá upphafi. Jeff Fisher, þjálfari Rams, sagðist hinsvegar í viðtali við ESPN fyrst og fremst hafa áhuga á því hvers Sam sé megnugur inni á vellinum.

„Við búum í fjölbreytilegum heimi núna og ég lít á það sem heiður að eiga þátt í þessu,“ segir Fisher um þennan merkilega viðburð í bandarískri íþróttasögu. „Ég er spenntur fyrir þessu tækifæri að hjálpa liðinu til sigurs.“

Þess má geta að aðeins einn samkynhneigður maður hefur frá upphafi leikið nokkurn íþróttaleik með bandarísku stórliði, en það er körfuknattleiksmaðurinn Jason Collins sem leikið hefur með Brooklyn Nets á þessu tímabili.

NFL

Tengdar fréttir

Faðir Sam vill helst ekki hafa homma í NFL-deildinni

Ruðningskappinn Michael Sam hefur fengið mikinn stuðning víða að síðan hann greindi frá því að hann væri samkynhneigður. Hann er þó ekki að fá mikinn stuðning frá föður sínum, Michael Sam eldri.

Yfirmaður NFL-deildarinnar hrósar Michael Sam

Það er mikið rætt og ritað þessa dagana um hinn samkynhneigða Michael Sam en hann verður væntanlega fyrsti maðurinn í NFL-deildinni sem er kominn út úr skápnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×